Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 2. mars 2000 BókvitiðT 11, _ askana í flugi með englum alheimsins Það er auðvitað sannur heiður að taka við bókvilinu úr penna tengda- mömmu minnar Jessýjar frá Hól. Ekki veit ég hvort ég stend undir heiðrinum, en sitthvað hef ég lesið um ævina, þótt fátt af því teljist merkilegt. Eg er alæta á bækur eins og tónlist, sem ég hef ekki sfður gaman af. Mest hef ég þó líklega lesið af barnabókum, enda hafði ég það fyrir sið að lesa alltaf á kvöldin fyrir stelpumar mínar. Nú er bamabarn mitt og nafni farinn að hlusta á afa sinn þegar tækifæri gefst. Uppáhalds höfundur minn er án efa Astrid Lindgren og uppáhalds bók okkar nafnanna í dag er Örkin hans Nonna eftir Brian Pilkington. Nú nýverið las ég bókina sem Aðalsteinn Ingólfsson skráði um listmálarann Eirík Smith, mjög áhrifamikill listamaður. Þá fékk ég í jólagjöf frá Magneu ævisögu Stein- gríms áritaða af honum sjálfum. Eg hafði gaman að mannlýsingum Stein- gríms er hann fór í sín fyrstu kosningaferðalög um Vesttjarðar- kjördæmi. Eftirminnilegasta bók æsku minnar er Víkingablóð eftir Ragnar Stefáns- son frá Höfðabóli, örlagasaga drengs sem missti ungur föður sinn, en faðir- inn týndist í siglingu fiskiskips til Englands. Drengurinn sætti sig aldrei við föðurmissinn og trúði því að pabbi hans væri á lífi í útlöndum. Sagan fékk farsælan endi, feðgarnir hittust á ný og ég fékk gæsahúð og táraðist. Önnur mjög sérstök bók sem ég las fyrir nokkru er saga Ibn Saud araba- konungs, sem tóksl loks að sameina ólíka hópa arabískra hirðingja í eitt ríki; Saudi Arabíu. I fyrrasumar vorum við Magnea á ferðalagi norður í Skagaftrði. Þar rákumst við inn á menningarhelgi í Lónkoti sem er risastórt tjald á Siglufjarðarleið. Þarna voru rit- höfundamir og nafnamir Einar Kára- son og Einar Már Guðmundsson að lesa upp úr verkum sínum. Við hjónin hrifumst mjög af frásagnar- snilld þeirra félaga. í framhaldi af þessu keypti ég bókina Engla al- heimsins. í flugferð sem ég fór í sl. haust las ég svo bókina, byrjaði við flugtak og það stóð á endum þegar flugvélin lenti var bókin búin. Þetta er vafalaust skemmtilegasta flugferð mín hingað til. Eins og margir Eyjapeyjar er ég bátasjúkur (reyndar líka sjóveikur). Bátar og skip hafa ávalt heillað mig. Eg var mikið á bryggjunni þegar ég var peyi ásamt fóstbróður mínum og frænda Jóel Andersen, þess vegna em bækur Jóns frá Bólstaðarhlíð „íslensk skip“ oft á borðum hjá mér. Sama er að segja um Atlasinn minn, ég þarf oft að fletta upp í honum til að athuga hvar hinn og þessi atburður hafi gerst í heiminum. Ein er sú bók sem ég bíð eftir með óþreyju, en það er ömefnabók æftngafélaga míns Ólafs Týs Guð- jónssonar, sem hann er búinn að vinna að í nokkur ár. Eg sé það á Óla að hann er að komast í feiknarform, svo ef til vill styttist í bókina. Hún tengdamamma mín kastaði boltanum til mín, svo það er best að ég skalli hann til baka til yngri dóttur hennar, Maríu Traustadóttur. Hún hlýtur að geta sagt frá einhverju skemmtilegu sem hún hefur lesið. Rosalega góður dagur Hlaupársdagur var á þriðjudag, 29. febrúar. Þeir sem fæddir eru á þeim degi eiga því í raun ekki afmæti nema á fjögurra ára fresti þó svo að ekki sjáist á þeim meiri æskumerki en öðrum „jafnöldrum“ þeirra, þ.e. þeim sem fæddir eru á sama ári. í Vestmanna- eyjum munu búa fjórirsem fæddireru á hlaupársdegi og við fengum einn þeirra sem Eyjamann vikunnar í tilefni hlaupárs. Fullt nafn? Ólina Jónsdóttir. Fæðingardagur og ár? 29. febrúar 1968. Fæðingarstaður? Selfoss Fjölskylduhagir? Gift Valdimar Osk- arssyni. Viðeigum tvö börn. Menntun og starf? Menntunin er aðallega í skóla lífsins. Fiskvinnslukona. Laun? Alltoflág. Bifreið? Mitsubishi L 300. Helsti galli? Óþolinmóð. Helsti kostur? Læt aðra um að finna þá. Uppáhaldsmatur? Kjúklingur. Versti matur? Hassý. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Eiginlega öll tónlist. Síst þungarokk og rapp. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að hafa það gott. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Ég man bara ekki eftir neinu leiðinlegu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Borga skuldir. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Enginn. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Aglow í Vestmannaeyjum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir og gamanmyndir. Uppáhaldsbók? Biblían. Hvað metur þú mest í fari annarra? Jákvætt viðmót og bros. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra ? Ég reyni að láta fólk ekki fara f taugarnará mér. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmanna- eyjar. Hefur hlaupársdagurinn eitt- hvað ruglað afmælishald hjá þér hingað til? Nei, ekkert. Milli hlaupára hef ég haldið upp á afmælið þann 28. febrúar. Er það kostur eða ókostur að vera fæddur á þessum degi? Það er rosalega mikill kostur. Þetta er svo góður dagur, alveg eins og aðrir dagar. Hélst þú upp á daginn að þessu sinni? Já,já. Og fékkst afmæiisgjöf? Já, já. Hvenær átt þú næst afmæli ? Hlýturþað ekki að vera 2004. Eitthvað að lokum? Lifðu lífinu lifandi. Nýfæddir * Vestmannaeyingar Þann 20. desember eignuðust Helga Steinunn Þórarinsdóttir og Snorri Páll Snorrason dóttur. Hún vó 14 merkur og var 52 cm að lengd. Hún er hér á rnynd með bræðrum sínum og ömmu. Fv. Snorri Páll, Hulda Hjálmarsdóttir og Þórarinn Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Um næstsíðustu helgi fór fram í Tónabæ í Reykjavík íslandsmótið í freestyledansi. Þrír hópar úr Eyjum tók þátt í keppninni, Senjoritas, Squibb og Gloss. Allir hóparnir stóðu sig með ágætum samkvæmt upplýsingum aðstandenda og var þeim vel fagnað af áhorfendum sem troðfylltu Tónabæ. Alls tóku 19 hópar þátt í keppninni en sigurvegari var X 2000 úr Reykjavík. Stelpurnar í Glosshópnum langar til að þakka styrktaraðilum stuðninginn en þeir voru: Féló, Apótekið, Bragginn, OIís, Esso, Strípan, Vilberg, Foto, Eyjablóm, Kútmagakot, Straumur, Nethamar og búningahönnuðurinn, Þórey Friðbjarnardóttir. Glosshópurinn, f.v. Erla Ásmundsdóttir, Jessý Friðbjarnardóttir, Ásta S. Guðjónsdóttir og Sara B. Ágústsdóttir. Á döfinni 4* 2. mars ÍBV-Bingó í Þórsheimilinu kl.23.30 2. mars Árgangur '61 ætlar að hittast ó Lundanum kl. 21.00 3. og 4. mars Höfðinn. Erótískur listdans bæði kvöldin. 3. og 4. mars Bjami Tryggva og félgar ó Lundanum Þægilegt tilboð ó Fjörunni 3. mars 4. mars Hljómsveitin Gildrumezz ó Fjörunni 4. mars Herrakvöld IBV um borð í ms. Herjólfi. SkipiB opnað kl. 19.00 6. mars Bolla, bolla, bolla og bolluvendir. 7. mars Sprengidagur og allir úða / sig saltkjöti og baunum 8. mars Öskudagur. Kötturinn sleginn úr tunnunni kl. 14.00 og grímuball í Félókl. 15.00 13. mars Aðalfundur Kvenfélags Landakirkju í safnaðarheimilinu kl 20.00 19.-20. maí Vor í Eyjum 2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.