Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Síða 1
-s-H 27. árgangur • Vestmannaeyjum 30. mars 2000 • 13.tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 ANNAÐ Myndlistarvor íslandsbanka fór vel af stað síðastliðinn laugardag, þegar Tolli Morthens opnaði fyrstu sýningu vorsins. Góð mæting var á sýninguna alla síðustu helgi og fékk Tolli góðar viðtökur sýningargesta. Á myndinni eru Börkur Grímsson bankastjóri íslandsbanka, Tolli og Benedikt Gestsson sýningar- stjóri, á opnuninni. Sýningunni lýkur nk. sunnudag, 2. apríl. Bergur-Huginn og ísfélagið kaupa stóran hlut í Vinnslustöðinni: r I hópi stærstu hluthafanna -Hlutur Eyjamanna nálgast 40% í fyrradag keypti Kap hf., ný- stofnað fjárfestingarfélag í Vest- mannaeyjum, hlut Kaupþings í Vinnslustöðinni eða 14,54%. Að Kap hf. standa Bergur-Huginn hf. og Isfélag Vestmannaeyja hf. Hlutafé í Kap hf. er 100 milljónir króna sem skiptist jafnt milli stofn- enda félagsins en hugmyndir þeirra eru að fá nýja hluthafa í félagið, sér í lagi frá Vestmannaeyjum, og auka hlutafé í 200 milljónir. Hið nýja félag verður þriðji stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni. Fjórir stærstu hluthafamir em Olíufélagið 17,99%, Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja 14,74%, Kap hf. 14,54% og VÍS 11,02%. Með þessum kaupum eykst vemlega hlutur Vestmannaeyinga í Vinnslustöðinni. Ymsir aðilar í Eyjum eiga minni hluti og samkvæmt heimildum blaðsins mun hlutur Vestmannaeyinga nú vera að nálgast 40%. Hlýtur það að vera gleðiefni þeim sem óttast hafa um framtíð fyrirtækisins eða sammna þess við önnur á fastalandinu. Magnús Kristinsson, hjá Berg- Hugin, segir að Vinnslustöðin sé öflugt fyrirtæki með góðar aflaheim- ildir. „Við Sigurður emm einfaldlega að taka höndum saman um að styrkja stöðu Vestmannaeyja og teljum það gott fyrir framtíðina að stór hluti eigenda í Vinnslustöðinni sé Eyja- menn,“ segir Magnús. Sigurður Einarsson, forstjóri Isfé- lagsins, segist telja að Vinnslustöðin sé góður fjárfestingarkostur þegar til lengri tíma sé litið. , J>ar sem við emm stærstu útgerðaraðilamir í Eyjum þótti okkur vænlegur kostur að kaupa hlut í félaginu sameiginlega. Ég hef fulla trú á fyrirtækinu og vænti þess að rekstur þess verði arðbær í fram- tíðinni,“ segir Sigurður að lokum. Kaupþing hefur á undanfömum mánuðum keypt hlutabréf í Vinnslu- stöðinni og hafa margar tilgátur verið uppi um hverjir stæðu á bak við kaupin. Oft kom nafn Samherja upp á borðið í þessu sambandi en aldrei heyrðist að þar væm Vestmannaey- ingar á ferð. Þetta hlýtur að vekja athygli ásamt því að nú em Magnús og Sigurður famir að vinna saman á ný eftir upp úr samstarfi þeirra slitnaði hjá Isfélaginu 1992. Akveðið er að Bergur-Huginn og Isfélagið fari á Verðbréfaþing en þá verða almenningshlutafélög orðin þijú í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn gefur grænt Ijós á skemmti- og veitingahús: Nágranni segir stríðshanska kastað Einsog sagt hefur verið frá í Fréttum hafa aðilar í bænum haft hug á því að reisa skemmti- og veitingastað á vatnstankinum í Löngulág. Hafa íbúar í nærliggj- andi húsum lýst yfir vanþóknun sinni á staðsetningu slíkrar starf- semi og nokkrir íbúar sendu bréf til skipuiagsyfirvalda og mótmæltu staðsetningu skemmtistaðar á tankinum. A fundi skipulags- og bygginganefndar fimmtudaginn 23. mars sl. var málið tekið fyrir. Lá þar fyrir tillaga frá bæjarstjóm um að framkvæmd verði „óveruleg breyting“ á aðalskipulagi Vest- mannaeyja á svæðinu í kringum vatnstankinn. Nefndin samþykkti breytinguna sem feist í því að svæðið verði skilgreint sem svæði „opinberra stofnana/félags- heimili/verslunar- og þjónustu- svæði“ Var breytingin samþykkt samhljóða. Friðbjöm Valtýsson býr við Smára- götu 2, sem er það hús sem næst mun standa fyrirhugaðri byggingu. Hann segir að öll þessi afgreiðsla sé hin undarlegasta. „Þegar við fréttum af málinu vom íbúar næsta nágrennis boðaðir til óformlegs fundar hjá bygginga- og skipulagsnefnd. Þar lýstu íbúamir yfir hörðum mótmælum við því að reisa þennan skemmtistað, enda töldum við ekki við hæfi að slik bygging yrði reist í íbúðahverfi. Við báðum um að ekki yrði farið í stríð við íbúana vegna þessarar byggingar, en það hefur greinilega ekki verið hlustað á okkur.“ Friðbjöm segir að hin óvemlega breyting sem talað sé um, sé að bætt hafi verið við skilgreininguna „versl- unar- og þjónustusvæði“. „Nú hefur sem sé þessi óvemlega breyting verið gerð og er ekkert annað en stríðs- hanski framan í ibúana sem mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Ég tala hér fyrst og fremst í eigin nafni, en ekki sem fulltrúi íbúanna. Hins vegar mega menn vita að á meðan ég og mín fjölskylda búum í okkar húsi mun þessi bygging ekki rísa. Ég og fjöl- skylda mín emm ekki á fömm hvorki úr húsinu né af okkar ástsælu Heima- ey og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að stöðva þessar vanhugsuðu framkvæmdir.“ Friðbjöm segir að bygging sem þessi eigi heima í miðbænum þar sem skyld starfsemi sé. „Þetta er hreint og klárt umhverfisslys ef af verður, og van- hugsuð framkvæmd. Að reisa slíkan skemmtistað í friðsælu íbúðahverfi er bæði dónaskapur og hreint og klárt tillitsleysi, en það er nú ekki í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað í Vest- mannaeyjum af hendi bæjaryfir- valda.“ Friðbjöm vildi ítreka að mótmæli hans beindust fyrst og fremst að bæjaryfirvöldum. „Það em bæjar- yfirvöld sem samþykkja bygginguna og því beinast mótmælin að þeim en ekki þeim sem fengu þessa hugmynd að skemmtistað, sem er ágæt og tímabær, en á bara alls ekki heima á þessum stað.“ Ekki náðist í Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóra, vegna þessa máls áður en Fréttir fóra í prentun og Grímur Gíslason, einn forsvarsmanna bygg- ingarinnar vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Islandsflug hætt Síðasta áætlunarferð Islandsflugs til Vestmannaeyja átti að vera sl. mánudag, 27. mars en til þess kom ekki vegna ófærðar. Þess í stað var síðasta ferð félagsins í hádeginu á sunnudaginn. Þar með er lokið merkum kafla í sögu flugsamgangna til Vestmannaeyja þar sem tvö félög kepptust um farþegana. Það er víst að margir munu sakna Islandsflugs sem hafði staðið sig vel í samkeppninni. Eftir að Islandsílug hættir hafa þeir sem ætla að ferðast flugleiðis til og frá Eyjum tvo kosti að velja, Flugfélag Vestmannaeyja sem m.a. býður upp á leiguflug á Bakka og Flugfélag Islands sem er eitt um áætlunarflugið. Verður fróðlegt að fylgjast með FÍ og sjá hvernig þjónustan verður þegar félagið situr eitt að áætlunarfluginu. mi TM-ÖRYGGI JgL FYRIR ÖRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg.ngamálin á óllum svtóum1 á einfaldan og JJiiííTi nm Flötum 20 - Sími 481 1535 O'j oniiuoiöúi Græðisbraut 1 - Sími 481 m. Vetraráæflun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. kl. 08.15 kl. 12.00 Sunnudaga kl. 14.00 kl. 18.00 Aukaferð föstud. kl. 15.30 kl. 19.00 (<$>Herjólfur Ath. tvær ferðir á föstudögum! Sími 481 2800-Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.