Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Page 10
10 Frcttir Fimmtudagur 25. maí 2000 r Islandsmótið í mótocross: Heppnaðist vel í alla staði Siggi Bjarni náði lengst af heimamönnum -Ragnar Ingi Stefánsson stóð uppi sem sigurvegari eftir hörkukeppni Á laugardaginn var haldin hér í Eyjum fyrsta motocrosskeppnin af fjórum í Islandsmótinu í þessari íþróttagrein. Mótið fór að öllu leyti fram uppi á Nýjahrauni þar sem lappað hafði verið upp á gömlu brautina sem þar var, en þetta er stærsta motocrosskeppni sem fram hefur farið hér á landi og alls voru keppendur 34. Mikil spenna fylgdi því að sex Eyjamenn tóku nú þátt í mótinu og eru sjö ár síðan Eyjamaður tók þátt í keppninni. Skemmst er frá því að segja að okkar menn stóðu sig með prýði, en Sigurður Bjami Richardsson komst þeirra lengst, alla leið í níunda sæti sem þykir frábær árangur eftir sjö ára hlé á keppni. Tókst glimrandi Sigurður sagði að mótið hefði tekisl í alla staði frábærlega. „Þetta tókst alveg glimrandi vel hjá okkur, bæði mótið og svo okkar árangur en þetta er stærsta motocrossmótið sem fram hefur farið hér á landi. Það má segja að allt hafi gengið upp, það var reyndar smá vindur en hafði ekki mikil áhrif á keppendur. Brautin er talin vera mjög erfið, þar sem kepp- endur þurfa að standa allan tímann því brautin er svo laus í sér og fljótt að grafast upp úr henni. Það gerir keppnina bara meira spennandi og ég vona að þeir tæplega 300 áhorfendur, sem þama mættu, hafi skemmt sér vel.“ Hvemig gekk okkar mönnum? „Við vorum allir þarna í fyrsta skipti í langan tíma. Reyndar vom tveir þarna í fyrsta skipti, þeir Pétur og Sæþór en við kláruðum allir keppnina og það er bara afrek út af fyrir sig. Eg lendi í níunda sæti og ég verð að segja það að lenda á topp tíu er eitthvað sem mann dreymdi bara um þannig að ég, persónulega, er alveg í skýjunum. Ómar lenti svo í 12. sæti, Símon í 14. en aðrir neðar. Fjórir keppendur duttu úr keppni en eins og ég sagði áðan þá kiáruðum við allir keppnina en það er aðalmálið að klára fyrstu keppnina." Mikill kostnaður Og ætla menn að fylgja eftir þessum góða árangri? „Já, við ætlum nokkrir í keppnina sem verður á Akureyri 10. júní næstkomandi. Maður verður að halda áfram fyrst maður komst á topp tíu og sjá svo til. En þetta kostar náttúmlega mikinn pening. Eg get tekið sem dæmi að bara mótsgjaldið var 11.500 krónur og við það bætist dekk, bensín og allt sem kemur nálægt hjólinu og manninum s.s. hlífar og annað. Svo þegar maður þarf að ferðast eitthvað þá eykst kostnaðurinn töluvert." Hvemig likaði gestunum að koma til Eyja að keppa? „Þeim fannst þetta í einu orði sagt alveg frábært. Gott dæmi um það að fyrirhugaðar em tvær keppnir í Reykjavík, en þeim fannst þetta svo glæsilegt héma að þeir vilja endilega koma aftur í vor. En við lögðum mikið í það að gera þetta sem þægi- legast fyrir keppendur, þeir fengu aðstöðu í Sorpu og svo var gámur frá Samskip á svæðinu þannig að menn gátu geymt hjólin á staðnum." Hvenær verður svo næsta mót í Eyjum? „Eg veit nú ekki hvort við leggjum í að halda tvö mót héma á ári, það er rosaleg vinna í kringum svona mót. Við vomm að fram á nótt á föstudeginum og er aldrei að vita, ef við hefðum verið úthvíldir, hvort við hefðum lent eitthvað ofar. En ég held að það sé alveg pottþétt að á næsta ári verður aftur haldið motocrossmót í Eyjum. Eg vil bara þakka þeim aðilum og fyrirtækjum sem styrktu okkur, Gámaþjónustunni, Gauja í FES og sérstaklega Guðna Gríms sem var allt í öllu á keppnisdegi." HART barist. Atgangurinn í brautinni var mikill, ekki síst í startinu þegar 34 keppendur ruddust áfram af miklu harð- fylgi til að ná sem fremst í keppninni. Eftir harðvítuga baráttu milli efstu manna urðu úrslit þessi í fyrstu motocrosskeppni ársins: 1. Ragnar Ingi Stefánsson 2. Reynir Jónsson 3. Viggó Viggósson KEPPENDUR tóku reglulega flugið í keppninni. Fimleikafélagið Rán: Trompfimleikar og Fantamótið Stefnt að öflugu starfi í hópfimleikum á ný -María sigurvegari á fjölmennu móti Trompfímleikar Fimleikafélagið Rán hefur ákveðið að innleiða á ný hópfimleika. Fór hópur frá félaginu á tvö mót fyrir nokkru og stóðu stelpurnar sig mjög vel, lentu í 3. sæti í bæði skiptin. Fyrst var farið á byrjendamót, þar kepptu 12 lið en á seinna mólinu var dæmt eftir reglum FSI og verður þessi árangur því að teljast mjög góður. Ljóst er að þetta er vettvangur sem félagið á eftir að verða mjög sterkt á. Félagið vill þakka öllum þeim sem styrktu stelpurnar til þátttöku á mót- unum. Fantamótið Fantamótið var haldið laugar- daginn 29. aprfl sl. Þar kepptu yngstu iðkendur Ránar, nær 70 talsins. Mótið tókst vel og stóðu keppendur sig með prýði. Keppt var í þremur gráðum. í 4. Á myndinni eru frá vinstri: Annika, Erna Sif, Arna Hrund, Lilja Dröfn, Kristín, Tanja Björg, Margrét, Anna Kristín, Stefanía, Arna Björg, Steina og Guðrún. Á myndina vantar Dorthy Lísu, Hafdísi, Ölmu og Berglindi. gráðu kepptu Fjörkálfarnir og Stjömumar en það em yngstu iðkendumir. I 3. gráðu kepptu Strút- amir sem em framhaldsbyijendur og í 2. gráðu Englar og Álfadísir en það ern nemendur sem em lengra komnir. Allir þátttakendur fengu Hi-Ci, viður- kenningarskjal og Fantabol. Veitt vom verðlaun í 2. gráðu fyrir fyrstu þrjú sætin á hverju áhaldi svo og samanlagðan árangur og vom úrslit samanlagt sem hér segir: 1. María R. Sigurbjömsd. 33,05 2. Rakel Hlynsdóttir 32,85 3. Halla Björk Jónsdóttir 32,80 ISLANDS Á myndinni er strákahópurinn Fjörkálfar og þjálfarar þeirra, þeir Hörður Orri og Ivar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.