Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Síða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 25. maí 2000 Gamlar og nýjar Vestmannaeyjamyndir í Asgarði - íslenska myndasafnið og Genealogia Islandorum sýna Sýning íslenska myndasafnisns á Vestmannaeyjamyndum frá 1901 til 2000 verður formlega opnuð í Asgarði við Heimagötu á laugar- daginn kemur, 27. maí, og stendur til 4. júní. Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu á Ijósmyndaöskju Islenska myndasafnsins Island í eina öld - Vestmannaeyjar sem kynnt verður á sama stað. I öskjunni eru 20 sérprentaðar ljós- myndir frá 20. öld sem sýna glöggt þá breytingu sem orðið hefur á atvinnu- háttum, byggð, umhverfi og mannlíft í Eyjum á eitt hundrað ámm. Ljósmyndimar koma víða að og hafa margar hverjar aldrei verið sýndar áður. Meðal myndasmiða eru Þor- steinn Jósepsson, Mats Wibe Lund, Sigurgeir Jónasson og Friðþjófur Helgason. Þá eru myndir frá Þjóð- minjasafninu og fleiri söfnum. Á Ijós- myndasýningunni í Ásgarði verða myndimar tuttugu auk nokkurra ljósmynda eftir Mats Wibe Lund sýndar í stóm formi allt að 1 m x 1,50 m. Þær verða allar til sölu. Islenska myndasafnið er deild innan útgáfufyrirtækisins Genealogia Island- omm - gen.is og er tilgangur safnsins að skrá og varðveita gamlar og nýjar myndir af landi og þjóð í samvinnu við ýmis önnur ljósmyndasöfn. Island í eina öld - Vestmannaeyjar er fyrsta ljósmyndaaskjan sem Islenska myndasafnið kemur til með að gefa út um kaupstaði á Islandi á næstu misserum. Sigurgeir Jónsson kennari skrifar ítarlegan skýringartexta við myndir og yfirlitsgrein um Vestmannaeyjar 1901 - 2000 í bók sem fylgir öskjunni. Hér birtist sýnishorn úr greininni og skýringartexti við myndina Maí VE kemur að: „Þótt íbúum í Vestmannaeyjum stafaði aldrei nein hætta af eldgosinu í Surtsey hafði það sín áhrif. Öskufall var talsvert í bænum og þar sem uppsprettuvatn er hvergi í Eyjum og neysluvatn bæjarbúa var regnvatn sem safnað var af húsþökum, urðu af því veruleg óþægindi. Á fáeinum stöðum á Heimaey safnast að vísu saman vatn sem sígur úr bergi, t.d. í Herjólfsdal, og líkast til hefur sú verið höfuð- ástæðan fyrir því að fyrsti landnáms- maðurinn setti bæ sinn þar niður. Vatnsskortur var vandamál allt frá upphafi byggðar í Eyjum. Brunnar voru byggðir við hvert hús og regnvatni safnað í þá með öllum ráðum. Þegar farið var að klæða þök með bárujámi auðveldaði það vatns- söfnun að mun. Engu að síður varð að spara vatn eins og kostur var og höfuðsynd var að láta vatn leka að óþörfu. Enn í dag þola gamalgrónir Vestmannaeyingar ekki að heyra vatn renna úr krana að tilefnislausu. Fyrir kom í þurrkasumrum að bmnnar og vatnsból tæmdust. Þá þurfti tankskip til að flytja vatn til Eyja og fyrir þá dropa varð að borga, sem gerði vatnið enn dýrmætara en áður. Vertíðar- maður einn sem bjó hjá íjölskyldu útgerðarmanns í Eyjum lýsti vatns- spamaðinum á eftirfarandi hátt: „Á laugardögum var farið í bað. Þar sem ég var gestur á heimilinu fór ég fyrstur í baðkarið og þvoði mér. Þar næst fór húsbóndinn, þá bömin tvö á heimilinu og loks húsmóðirin. Alltaf var sama vatnið í karinu. Þegar húsmóðirin hafði loks lokið því að baða sig, tók hún óhreina þvottinn og lagði hann í bleyti í baðkarinu." Þótt sagan sé hklega eitthvað ýkt, lýsir hún vel því viðhorfi sem ríkti til vatns- notkunar í Eyjum. Þessi sjónarmið hafa líka eflaust ráðið því hve seint og treglega Vestmannaeyingar tóku vatnssalemi í notkun. Miðað við dýrmæti vökvans er kannski skiljan- legt að fólk væri ekki óðfúst að eyða honum á úrgangsefni líkamans.“ Textinn með mynd Þorsteins Jóseps- sonar er eftirfarandi: Maí VE 275 að koma úr netaróðri og leggjast að bryggju á fimmta ára- tugnum. Maí var 21,5 rúmlestir að stærð og þótti lengi vel stór bátur. Flestir bátar Vestmannaeyinga á ámnum 1920 og fram undir síðari heimsstyijöld vom á bihnu 10 til 15 rúmlestir að stærð. Ein meginástæða þess að bátamir vom ekki stærri var hve hafnarskilyrði í Eyjum vom slæm, höfnin var gmnn og það olli því að stærri skip gátu ekki lagst að bryggju. Eftir að dýpkunar- skipið Vestmannaey var keypt til Eyja og byijaði að dýpka höfnina gjörbreyttist öll aðstaða og smám saman stækkuðu skipin og urðu um leið ömggari. Yfirleitt vom fjórir til fimm um borð á línuvertíð auk beitningamanna í landi, en sjö til níu manns þegar veitt var í net. Aðbúnaður í bátunum var lélegur, unnt var að hita kaffi á kabyssu í lúkamum en hver maður hafði með sér bitakassa á sjóinn með mat. Björgunartæki vom engin. Það var ekki fyrr en á fimmta áratug aldar- innar sem farið var að setja gúm- björgunarbáta um borð í skip. Skipsskaðar vom algengir á fyrri hluta aldarinnar og oftast fórst þá öll áhöfnin. Netatrossumar em á þilfari og fremst má sjá netabaujumar. Þær vom úr spfruviði og haldið á floti með tíu til fimmtán netakúlum úr gleri. Baujumar vom þungar og óþjálar og þótti mikil breyting þegar farið var að nota bambusstengur og plastbelgi sem flot. I bakgmnni má sjá báta sem liggja úti á bóli. Þegar búið var að landa var siglt út á höfnina þar sem skipunum var lagt við legufæri sem fest vom í þungar keðjur á botni hafnarinnar. Skjöktbátar vom notaðir til að feija áhafnimar í land og var þessi háttur á hafður allt fram undir 1950 en þá var komið bryggjupláss fyrir öll skip Eyjaflotans. Dr. Guðjón Atli Auðunsson efnafræðingur: Sá sem borðar íslenskt sjávarfang verður góður maður Síðastliðinn fimmtudag hélt Guðjón Atli Auðunsson einkar áhuga- verðan fyrirlestur í Rannsókna- setrinu um aðskotaefni í lífríki sjávar við Island, hvort heldur fugli eða fiski. Guðjón Atli starfar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Sú stofnun sinnir rannsóknum á matvælum, með sérstakri áherslu á sjávarfang, en starfsvið Guðjóns Atla snýr að rannsóknum á lífríki hafsins. „Við skoðum allt frá ólífrænum snefilefnum upp í þörungaeitur og klórlífræn efnasambönd, sem finnast í sjó, skólpi, fugli, fiski, sjávarseti og eiginlega öllu sem snertir umhverfi sjávar.“ Guðjón álítur að mesta hættan, sem stafar að markaðsstarfi vegna út- flutnings íslenskra sjávarafurða, sé ófagleg umræða. Umræðan er mikil og á að vera mikil, en hún verður jafn- framt að vera fagleg og málefnaleg. I sjónum enda að lokum klórlífræn efnasambönd og lífræn efnasambönd, sem ýmsar þjóðir nota og sleppa út í umhverfið, og ekki bara í sjónum heldur flyst frá syðri breiddargráðum með lægðum á norðurhvelið.“ Þú talaðir töluvert um Evrópusam- bandið og ýmis mörk sem kommis- sarar þar eru að setja, varðandi losun og magn slíkra efna í fiskL hversu marktæk eru slfk mörk þegar Island er annars vegar? „Það má segja að þetta sé endalaust stríð um hvar eigi að setja mörk fyrir afurðir og í hvaða afurðum. Hver og ein þjóð er þess vegna að verja hagsmuni sína. Undan því verður ekki litið og umræðan getur stundum verið fagleg og góð, það fer hins vegar eftir á hvaða þrepum stjómkerfisins verið er að vinna, en oftar en ekki snýst þetta um hagsmuni af ýmsu tagi.“ Era íslendingar í vamarstöðu í þessum málum á alþjóðavettvangi? „Menn era oft að bera saman aðstæður á íslandi annars vegar og önnur lönd Evrópu. Ef um sömu lífverar er að ræða búa þær við mis- munandi skilyrði. Til dæmis er vaxtarhraði þorsks í hafinu fyrir sunnan Bretland tífalt meiri en þorsks við Nýfundnaland og menn geta ekki borið þetta saman án þess að taka tillit til hversu ólík þessi svæði era og oft era menn að leysa vandamál á einum stað með tilskipun, sem í sjálfu sér geta orðið vandamál hér á landi. Þess vegna verðum við oft að vera í því hlutverki að skýra frá okkar aðstæðum og sérstöðu til þess að tillit sé tekið til okkar. Það er rétta að við eram oft í varnarstöðu vegna þess að við eram mjög fá og höfum hvorki tíma né efni á að sækja alla þá sérfræðingafundi sem þyrfti. Þess vegna þurfum við að velja og hafna og eram þá oft í því hlutverki að skýra frá okkar hags- munum og sérstöðu til þess að ekki verði valtað yfir okkur. Það er hins vegar ekki oft af ásettu ráði sem menn gera það, heldur er það hreinlega vegna þess að menn vita ekki betur. Þess vegna er mikilvægi rannsókna- starfs á þessum vettvangi óhemju mikilvægt. Ef við ekki stundum sjálfir rannsóknir er að sjálfsögðu ekki tekið mark á því sem við höfum fram að færa, en slíkt verður að vera stutt vísindagögnum okkar sjálfra." Guðjón kom inn á dálítið skemmti- legan ílöt sem snýst um hvernig karlar era að verða undir vegna þess að þeir hafa minni möguleika en konur til þess að losa sig við ýmis eiturefni sem hlaðast upp í náttúranni, og komast inn í fæðukeðjuna. „Jú, mörg lífræn mengunarefni hafa kvenhormóna- virkni og valda því meðal annars að frjósemi karla fer versnandi. Ótví- ræðar rannsóknir frá Danmörku hafa sýnt fram á að hjá dönskum karl- DR. GUÐJÓN ATLI: -Það kemur konunni vel þegar aldurinn færist yfir en karlinn verður undir. mönnum sé þetta staðreynd. Þetta snýst í stuttu máli um að þegar konan verður kynþroska og fer að eiga böm, að þá hefur hún tök á því þegar hún fer að hafa bam á brjósti að losa sig við þessi mengunareftú. Það kemur henni vel þegar aldurinn færist yfir, en karlinn verður undir. En kannski er bamið nú samt stærsta fómarlambið í þessu samhengi.“ Guðjón sagði í fyrirlestri sínum að stærstur hluti eiturefna sem fyndist í íslensku lífríki bærist með lægðum ffá Mið og Suður-Ameríku og því er hann spurður hvort líkja megi konunni við lægð í þessu samhengi? „Það má segja það. Hún safnar þessu í sig og kemur því síðan áfram til næstu kynslóðar, en í þessari líkingu er hún í afskaplega óþakklátu hlutverki og við skulum dæma hana mildilega.“ Að lokum er maðurinn það sem hann borðar? „Já það er hann og hann verður góður maður af því að borða íslenskt sjávarfang.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.