Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Qupperneq 24

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Qupperneq 24
24 Fréttir Fimmtudagur 25. maí 2000 Vor í Eyjum 2000 - Vor í Eyjum 2000 - Vor í Eyjum 2000 - Vor í Eyjum 2000 Atvinnu- og þjónustu- sýningin Vor í Eyjum 2000, sem haldin var í Iþróttamiðstöðinni um helgina þótti takast vel og áætla aðstandendur að um 4000 manns hafi sótt sýninguna þá þrjá daga sem hún var opin. Sigmar Georgsson, framkvæmda- stjóri sýningarinnar, segir að aðsóknin hafi verið jöfn og góð alla sýning- ardagana. „Það hjálpaði til að veður var gott alla dagana og mikið af gestum í bænum. Er mér efst í huga þakklæti til sýnenda og þeirra sem litu inn á sýninguna," sagði Sigmar. Það var handknattleiksráð karla IBV-íþróttafélag í samstarfi við at- vinnumálanefnd Vestmannaeyjabæjar sem hafði veg og vanda af Vori í Eyjum 2000. Hefur Vor í Eyjum verið haldið annað hvert ár síðan 1990 og er þetta í fimmta sinn sem sýningin er haldin. Sýnendur hafa trú á okkur Alls sýndu 36 aðilar í 42 básum og hefur það ekki gerst áður að allt sýningarplássið er nýtt. Helmingur sýnenda kom úr Reykjavík en hinn helmingurinn úr Eyjum. Margt var til skemmtunar gert sem var bæði við hæfi bama og fullorðinna. „Við getum ekki verið annað en ánægðir,“ sagði Magnús Bragason formaður handknattleiksráðs karla. „Vor í Eyjum hefur verið að þróast hjá okkur og það er greinilegt að sýnendur hafa orðið trú á framtakinu því þeir hafa aldrei verið fleiri en núna. Eg held líka að aðsókn hafi aldrei verið betri og lætur nærri að 4000 gestir hafi heimsótt sýninguna," sagði Magnús. Jóhann Pétursson í handknatt- leiksráði var líka ánægður með sýninguna. „Mér er efst í huga þakklæti til bæði gesta og sýnenda. Þeir lögðu sko sitt af mörkum til að gera Vor í Eyjum eins stórkostlega og raunin varð á. Þá er mér ekki síður þakklæti í hjarta til skólayfirvalda ;em sýndu okkur skilning og hnikuðu til kennslu til að við kæmumst inn í íþróttasalinn. Þá má ekki gleyma Vestmannaeyjabæ því án styrks frá bænum væri Vor í Eyjum hvorki fugl né fiskur,“ sagði Jóhann. Þátttaka skilar sér Geisli var mjög áberandi á sýningunni og náði sýningarsvæði þeirra yfir þrjá bása. „Eg er mjög ánægður með hvemig til tókst,“ sagði Pétur Jóhannsson í Geisla. „Það var mikil umferð, sérstaklega á sunnudaginn en þá heimsólti okkur mikið af fólki sem spjallaði við okkur og var virkilega að skoða það sem við buðum upp á. Við buðum 15% afslátt á öllum vörum sem við sýndum. Þetta kom mjög vel út fyrir okkur og tókum við niður mikið af pöntunum.“ Geisli sýndi hljómtæki og sjónvörp frá Bræðrunum Ormsson, heimilis- tæki frá Siemens og Jóhanni Rönning og einnig var þama maður sem kynnti Metabo-verkfæri. Miðstöðin sýndi m.a. rafrænan klósettkassa sem sturtar niður ef hendi er veifað yfir hann og tveggja manna baðkar með þrýstiloftsbúnaði. Þeir Miðstöðvarmenn vöktu líka athygli á því að Gísli J. Johnsen kom með fyrsta vatnssalemið til Islands. Þetta var árið 1908 og var fyrsta alvöru atlagan sem gerð var að kömrunum sem þóttu nauðsynlegir við hvert hús langt fram á 20. öldina. Draumarnir rætast í Húsey Þór Valtýsson var yfir sig hrifmn með sýninguna og árangurinn. „Vor í Eyjum 2000 var mjög vel heppað og flott. Mun metnaðarfyllri en ég hef séð áður. Það em samt ótrúlega mörg fyrirtæki sem sitja heima. Ég skil það ekki því þátttaka í Vori í Eyjum er að skila árangri. Það kom gomma af fólki og það var mikið gaman. Sem dæmi um árangurinn þá seldi ég tíu garðhús fyrir böm en svo er þátttaka í sýningunni að skila sér til lengri tíma. Hingað kemur fólk sem á sér drauma, skoðar og veltir hlutunum fyrir sér og svo þegar það ákveður að láta drauminn rætast kemur það í Húsey," sagði Þór. GEISLAMENN voru mjög ánægðir með hvernig til tókst á Vori í Eyjum. F.v. Pétur, Grétar Bergsson frá Bílanausti, Þórarinn Sigurðsson framkvæmdastjóri og Jóhann Sigurður sonur hans. ^JOTUN JOTUN IOTUN ^JOTUN XJTUN A jotun ^JOTUN ATSSnSi JOTUN ^JOTUI JOTUN ^JOIUN -^JUIUN ^JOTUN ^JOTUN ^JOTUN ÞÓR og hans menn í Húsey segja að þátttaka í Vori í Eyjum skili sér, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. F.v. Einar Erlendsson, Þór, fulltrúi Dynjanda, fulltrúi Sólargluggat jalda, Tómas Jóhannesson og fulltrúi Vírnets. SÆÞÓR og Bjössi í KÁ reyna að sannfæra Drífu um ágæti litlu ryksugunnar, sem var meðal þess sem þeir sýndu á Vorinu. SILLA hjá Samvinnuferðum bauð ferðaþyrstum fjölbreytt úrval af utanlandsferðum. Var það ekki síst sólin sem freistaði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.