Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2000, Síða 13
Fimmtudagur 15.júní2000 Fréttir 13 Arlegt hvítasunnumót SJOVE Gott fiskirí í góðu veðri -Kona sló körlunum við og dró stærsta fiskinn Hvítasunnumót SJÓVE fór fram laugardag og sunnudag í frábæru verði. Samtals drógu keppendur tíu tonn og 726 kíló sem þykir þokkalegur afrakstur. Sveit Ólafs Tryggvasonar SJÓVE var atlahæst karlasveitanna og sveit Sigfríðar Valdimarsdóttur dró mestan afla af kvennasveitunum. Mótið hófst eldsnemma á laugardagsmorguninn þegar haldið var á miðin í ágætu veðri. Komið var að landi um klukkan tvö eftir hádegi og landað. Veðrið var ekki síðra seinni mótsdaginn og voru það þreyttir en ánægðir keppendur sem mættu til lokahófsins í Kiwanishúsinu á sunnudagskvöldið. Þar voru verðlaun afhent og stóð skemmtunin langt fram á nótt. Verðlaun eru mörg og eru veitt fyrir stærsta fisk, mestan afla, flesta fiska, stærsta fisk í hverri tegund og svo framvegis. Arnþór Sigurðsson dró átta tegundir og hafði vinninginn á því sviði, Halla Ingólfsdóttir dró stærsta fiskinn og var það langa upp á 16,55 kg. og Pétur Sigurðsson dró flesta fiska eða 290. Sævaldur VE undir stjórn Kjartans Más Ivarssonar var atlahæsti báturinn með 905,565 kg. eða 301,855 kg. að meðaltali á stöng. I sveitakeppninni varð sveit Sigfríðar Valdimarsdóttur SJÓAK sigursælust kvennasveitanna með 895 kg. Ólafur Tryggvason SJÓVE fór fyrir aflahæstu karlasveitinni sem dró 1033,3 kg. Guðrún Halldórsdóttir SJÓAK var aflahæsta konan og Pétur Sigurðsson SJÓAK dró mest karlanna, 350,6 kg. og var hann jafnframt aflahæsti cinstaklingur mótsins. Aflahæsti Eyjamaður var Ólafur Tryggvason sem dró 348,4 kg- ÞREYTTUR en ánægður keppandi. sjóstönginni. TAKK fyrir daginn!!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.