Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Síða 1
27. árgangur * Vestmannaeyjum 31. ágúst 2000 * 35. tölublað * Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293 UTSYNI til Smáeyja úr hellisskúta í Stórhöfða Mynd: Addi í London Meistaramót 35 óra og eldri hafið Meistaramót Islands í golfi, 35 ára og eldri, hófst í gær á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið en reglum hefur verið breytt um þátt- töku í Islandsmóti og á næsta ári verður hún takmörkuð við þá bestu. Til mótvægis við það hefur þessu móti verið komið á en auk þess er keppt í öldungaflokki, 55 ára og eidri á hverju ári. Fimmtíu manns taka þátt í mótinu, langflestir ofan af landi, en búist hafði verið við meiri þátttöku, t.d. er hlutur heimamanna ekki stór. Mörg þekkt nöfn eru í hópnum, m.a. tekur Akur- eyringurinn Björgvin Þorsteinsson þátt í því en hann er margfaldur fs- landsmeistari. Af öðrum þekktum nöfnum má nefna Vestmannaey- inginn Jón Hauk Guðlaugsson. Kon- ur em ekki fjölmennar í mótinu en þar em þekktustu nöfnin Þórdís Geirs- dóttir og Jakobína Guðlaugsdóttir. Keppt er í einum flokki karla og einum flokki kvenna, án forgjafar. Samhliða er þó einnig punktakeppni þannig að þeir sem em með hærri forgjöf eiga jafna möguleika á að sigra í henni. Grunnskólarnir settir á morgun: íbúum fækkar en nemendum fjölgar Vel gekk að manna skólana en húsnæðisvandi stendur skólastarfi fyrir þriíum Grunnskólarnir í Vestmannaeyjum verða settir á morgun. I Hamarsskóla verða um 360 nemendur í vetur en 456 í Barna- skólanum, eða yfir 800 samtals. Er þetta nánast sami nemcndaf jöldi og var á síðasta hausti, ívið meira þó, og vekur nokkra furðu þar sem íbúum hefur fækkað í Vest- mannaeyjum á tímabilinu. Helst er að sjá að brottfluttir séu af skólaskyldualdri, aðra skýringu er vart að flnna. Framhaldsskólinn var settur fyrir viku og þar em nemendur um 240 þannig að skólanemendur í Eyjum á þessu hausti telja ríflega hálft ellefta hundrað. Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri Hamarsskóla er nýkomin úr náms- leyfi, og segir að 38 kennarar starfi við skólann í vetur, bæði í fullu starfi og hlutastarfí, þar af þrír leiðbeinendur. Húsnæðisvandi er það sem helst hijáir skólastarfið. Nemendatímum hefur fjölgað mikið á síðustu ámm sem kallar á aukið húsnæði. Til að mynda verður danskennsla í Þórsheimilinu og stofu vantar fyrir tónmenntakennslu, sem raunar hefst ekki fyrr en á næsta ári. „Við búum við þröngan kost í húsnæði, t.d. er þeim sífellt að fjölga sem vilja borða í skólanum og við höfum ekki húsnæði fyrir það annað en kennslustofumar. Við emm að reyna að reka nútíma skólastarf í of litlu húsi. Að öðm leyti emm við hress og kát og hlökkum til að byija,“ sagði Halldóra. Hjálmffíður Sveinsdóttir, skólastjóri Bamaskólans, tekur í sama streng, hjá þeim sé ástand húsnæðismála heldur bágt. „Okkur vantar kennslustofur og því miður verðum við að tvísetja flórar bekkjardeildir í vetur. Það þýðir að ekki byija allir á sama tíma á morgnana, við verðum að vera með vaktaskipti á þessu,“ sagði Hjálm- fríður sem sagðist að öðm leyti horfa björtum augum fram á komandi skólaár. Þessa viku hafa kennarar beggja gmnnskólanna unnið að undirbúningi skólastarfsins og setið námskeið en á morgun hefst svo hið eiginlega skólastarf þegar nemend- umir mæta, væntanlega úthvíldir eftir sumarleyfið. Eiga von ó hörkuleik í bikarnum ÍBV tekur á móti efsta liði Lands- símadeildarinnar í undanúrslitum bikarkeppninnar í ár. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli þriðju- daginn 5. september klukkan 17.30 en tímasetningin er miðuð við að leikurinn gæti farið í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Fréttir gengu á þjálfara liðanna og spurðu þá út í leikinn. Bjami Jóhannsson, sem fylgdist með leik IBV og Breiðabliks á mánudaginn, sagði að það væri vissulega gaman að mæta ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar. „Undanúrslitin em enginn leikur og það er erfitt að sækja sigur til Eyja. Það vita allir en við munum koma hingað í góðu formi og verðum til í slaginn. Ég á von á fjömgum leik, það er búið að vera mikið álag á ÍB V í Evrópukeppninni en nú er það búið. Ég á ekkert frekar von á því að leikurinn fari í framlengingu og býst við að þetta klárist í venjulegum leiktíma. Það er engin leið að spá um úrslit leiksins, þetta getur dottið beggja vegna.“ Kristinn Jónsson, þjálfari ÍBV tók að mörgu leyti í sama streng. „Þetta verður ömgglega alveg hörkuleikur enda emm við að spila við liðið í efsta sæti deildarinnar. Við höfum mætt þeim tvisvar sinnum í sumar, unnum þá í Árbænum en gerðum jafntefli héma heima. Við vildum númer eitt, tvö og þijú fá heimaleik, það gekk eftir og þá er okkur alveg sama hver mótheijinn er. En undanúrslitin em alltaf erfið og það er ekkert spurt um stöðu liðanna í deildinni. Þetta er bara þessi eini leikur," sagði Kristinn Jónsson, þjálf- ari ÍBV. Biaveiikstæðiðj Bragginn s.f. Rettingar o,gj sprautun Flötum 20 - Sími 4811535 Wm Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.