Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 31. ágúst 2000
Fréttir
13
Kolbeinn Eirílcsson gerði það gott í Noregi:
Veiddi risageddu í Rorevatni
í norska dagblaðinu Adresse-
tidende, sem gefið er út í Grimstad,
frá 3. ágúst sl. er grein um, Kolbein
Eiríksson, sem veiddi 12 kílóa
geddu í Rorevatni skammt frá
Gurebo í Noregi, en auk þess er
mynd af honum á forsíðu með
fiskinn. Tilefni greinarinnar er
risageddan sem hann veiddi. Hér á
eftir fer úrdráttur úr greininni í
lauslegri þýðingu, en af greininni
má ljóst vera að Kolbeinn er mikill
veiðimaður og langt síðan annar
eins fiskur hefur bitið á öngul sem
bleyttur hefur verið í Rorevatni.
Kolbeinn er sonur Eiríks í Eyja-
blómum og er 15 ára.
Tólf kílóa gedda
Það er langt síðan nokkur hefur veitt
annan eins stórfisk í Rorevatni eins og
Islendingurinn Kolbeinn Eiríksson
afrekaði á dögunum, segir í upphafi
greinarinnar. Fiskurinn var á um
fimm til sex metra dýpi, svo veiði-
maðurinn sá ekki hvað var á
önglinum, en fann þeim mun betur
fyrir átökunum, þegar geddan beit á.
Kolbeinn var að veiða með mági
sínum Kjetil Björkás, sem staðfesti
þyngd geddunnar. Kjetil minnist þess
ekki að jafn stór gedda haft veiðst í
Rorevatni í íjölda ára, en segir að Jonn
nokkur Berg hafi veitt 18 kílóa geddu
fyrir fjörutíu eða fimmtíu árum.
Sjálfur veiddi Kjetil Björkás sjötíu
geddur í fyrrasumar og á þessu ári
hefur hann veitt níutíu og sjö geddur.
Við gedduveiðar eru notaðar stórar
-stærsta gedda sem veist hefur í vatninu í fimmtíu ár
þríkrækjur eða spúnar, en að þessu
sinni veiddist risageddan á Tomic-
þríkrækju sem keypt var í
Jámvöruversluninni í Grefstad.
Venjulega eru einnig bergmálstæki í
bátunum sem veitt er á, svo vel er
hægt að sjá hvemig botninn er og
stundum sjást einstakir stórfiskar.
Kolbeinn hefur dvalið í fimm vikur
Gurebo og veitt alls sjö geddur í
sumar, en synir Kjetils og Olafar
íslenskrar eiginkonu hans og systur
Kolbeins hafa einnig veitt nokkra
fiska. Axel elsti sonur þeirra sem er
sjö ára hefur veitt tvær geddur og
Viktor sem er íjögurra ára hefur
fengið tvo aborra.
Fiskur á svæðinu hefur aukist
undanfarið eftir lægð um tíma, fyrir
nokkmm ámm fór aftur að veiðast
fiskur, svo einhver uppbygging hefur
orðið á stofninum. Það er því mikið af
fiski á svæðinu, sérstaklega aborra af
öllum stærðum Fiskurinn er frá 300
grömmum upp í eitt kíló og veiðist á
maðk, en einnig er veitt í net og í fyrra
veiddust 1800 aborrar í net, en Kjetil
Björkás segir að hann hafi bara lagt
netin þar sem hann vissi að ekki var
mikill fiskur.
Björkás segir enn fremur að mikill
urriði hafi veiðst í vatninu íyrir íjómm
til fimm árum, en nú sé hann alveg
horfinn ifá Syndle. í íyrra fékk hann
þó einn 100 gramma urriða, en talið er
að geddan lifi á urriðanum. Björkás
segir þó að það geti verið á báða bóga
hver étur hvem, en það sé ekki að sjá
að hvorar tveggja tegundimar geti
lifað á sama stað.
í norska dagblaðinu Adressetidende sem gefið er út í Grimstad, frá 3. ágúst sl. er grein um afrek Kolbeins
þegar hann veiddi 12 kílóa geddu í Rorevatni skammt frá Gurebo í Noregi.
6 TOBSDAO a. AUQHST 2000
iSmM
fisket sammen med sin onkcl, Kjctil
Bjðrkás som bor pá Rondcn ved
Syndle. Gjcdda blc vcid til 12 kilo,
og Bjprkás bcdyrcr at det ikke er cn
fiskcskrdne.
NSr dc dorger etter gjcdda brukcr
de vaniigvis storc wobblere cller
skeidrag. Denne gangen var det cn
stor Tomic-wobbler fra Grefstads
Jemvarchandel som lurte gamlcfar.
De har vanligvis ogsá ekkolodd i
báten. Derfor kan de se fjcllforma-
sjoner nedc i dypet, og nocn gangcr
de storc fiskene ogsá.
Kolbein er 15 3r. Han har tatt syv
gjcdder p3 fem ukcrs feric. Sðnncnc
til Kjctil og hans isiandskc kone Olöf
har ogsá fisket. Storcbror Axel (7 3r)
har fátt lo gjcddcr og Viktor (4 ár)
har fatt to tryter ganske alenc. Dct
cnc hodet er torket og hcngcr pá cn
liten spiker pá dcn vclfylte troféveg-
gen pá Ronden.
Bjprkás tror ikkc dct er tatt st0rre
gjeddc i Rore i nycre tid. Men han
sicr at Jonn Berg lok eí pá 18 kilo for
40-50 ár siden.
SIKI SYNDLE
Báde Rore og Syndlc har endret
vannkvalitet de sistc árene. Den surc
ncdbðrcn har antakelig avtatt, og det
cr kalkct i flere av bekkene og elvcdc
som renner inn i Syndle og Rore.
Bjðrkás sicr han fikk 70 gjeddcr i
Syndlc í fjor, og sidcn i vár har han
fStt 97. De lager fiskckaker, eller gir
dem til rcven.
- Her i Syndle har ikkc gjeddene
saulcsmak, sicr han.
For nocn 3r sidcn var dct ncsten
Dct er svært lenge siden noen
har tatt makcn til gjedde som
Kolbein Eiriksson gjorde for
noen dager siden. Islendingen
dorget i Rorc utenfor Gurebo
da kjempekjeften klappet sam-
men ovcr wobbleren.
Det skjedde pá fem-seks mcters dyp,
sá det sá fiskcrcn ikke. Men han
kjentc det i hpycstc grad. Kolbcín
HERPÁ VEGGEN henger de í0r-
kede gjeddehodenc tett. Fra vcnstre
Jlulda Eiriksdottir, Viktor BjOrkás,
Kolbein Eiriksson med liodet av
storgjedda, og Axel Bjdrkás.
(Foto S.P.Ilardeberg)
REKORD:
Kolbein
Eiriksson dor■
getpáfem-
seks meters
dyp, ogfikk
selveste stor-
gjedda pá
kroken. Til
hflyre Viktor
Bjflrkðs pá
Rondcn.
(Foto Olöf
Vidfjord
Bjflrkás)
(isketomt der, mcn dct má ha vært en
grunnstamme igjcn. Det.cr ná mye
sik i Syndlc.
- Sikcn varierer fra 300 gram til
cn kilo. og kan fiskes pá mark. Og
dct er cnormt med trytc i allc stðrrel-
scr. Dct er dcrfor en plagc og sctte ut
gam. Vi fikk 1800 tryter i garn i fjor.
cnda jcg bare satt gama pá stcder
som jcg visste dct ikke var mye av
dem.
Bjðrkás sier det var bra med aure
for firc-fem ár siden. Men ná er den
helt borte fra Syndle.
-1 fjor fikk jcg én, og i ár en 100
grams mcd slort hodc.
- Er det ikkc slik at gjedda spise
aure?
- Alle sicr dct, men jeg vet íkkc
Fpr i tiden var dct bcgge dclcr, og d
er det rart at dc ikke kan leve sam
men ná ogsá, sier han.
□ Av Svein Per Hardeberg
Útlendingahersveitin í Eyjum á mánudaginn:
Jazzveisla að hætti boparans
Jazzhátíð Reykjavíkur heldur upp
á 10 ára afmælí sitt með veglegu
tónleikahaldi dagana 2. til 10.
september í Reykjavík. Að þessu
sinni verður tónleikahaldið á 10 ára
afmælinu ekki einskorðað við
höfuðborgarsvæðið, heldur hefur
verið ákveðið að Utlendingaher-
sveitin bregði undir sig lands-
byggðarfætinum og haldi tónleika á
nokkrum stöðum um landið.
„Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti
sem jassarar fara út á land þegar
Jazzhátíð hefur verið í Reykjavík, sem
hefur alltaf verið góð og öflug
skemmtun," sagði Friðrik Theo-
dórsson framkvæmdastjóri Jazzhátíðar
Reykjavíkur.
Þar sem Vestmannaeyjar eru eitt
höfuðvígi jazzins á heimsvísu, að ekki
sé minna sagt mun sveitin þess vegna
ekki láta hjá líða að heimsækja Eyjar
og mun halda tónleika í Vestmanna-
eyjum 4. september nk. Utlendinga-
hersveitin er skipuð hverjum snill-
ingnum öðrum betri, eða Ama
Egilssyni á bassa, Áma Scheving
víbrafónleikara, Jóni Páli Bjamasyni
gítarista, Pétri Östlund á trommur og
Þórami Ólafssyni píanóleikara.
Friðrik Theodórsson sagði að
fmmkvæði landsbyggðaráhugans
kæmi frá strákunum sjálfum í Utlend-
ingahersveitinni. „Þeir spurðu hvort
ekki væri möguleiki á því að spila
fyrir fleiri, því að nú ættu lands-
byggðarmenn ekki alltaf heimangengt
tii Reykjavíkur. Nú sem jazzhátíð var
okkur ljúft og skylt að taka undir
þessar óskir og þess vegna ákveðið að
skipuleggja ferð út á land. Þeir fé-
lagamir fljúga austur á land og halda
tónleika á Neskaupstað 1. september,
í Vestmannaeyjum 4. september og á
Höfn í Homafirði þann 6. september.
Síðan leika þeir eftirmiðdagsjazz
austur við Sogsvirkjun á fjölskyldu-
listaviðburði sem er þar á vegum
Landsvirkjunar," sagði Theodór.
Ámi Scheving víbrafónleikari
Útlendingahersveitarinnar var gripinn
á æfingu á þriðjudaginn, þar sem
menn vom að slípa saman sándið.
Hann sagði að allir væm mættir til
landsins utan Pétur sem væntaniegur
var á miðvikudeginum. „Við emm nú
af kynslóð bíbopparanna og þess
vegna verður dagskráin trúlega á þeim
nótum. Efnisskráin stendur saman af
ífumsömdu efni eftir okkur félagana,
auk standarda sem margir þekkja."
Ámi sagði að Útlendingahersveitin
hefði komið síðast saman árið 1992.
„Það var á Rúrek hátíðinni. Það vom
mjög eftirminnilegir tónleikar sem
haldnir vom á Hótel Sögu. Þrátt fyrir
að þetta langt sé um liðið náum við vel
saman og ekki skortir okkur rútínuna,"
sagði Ámi.
Ámi Egilsson hefur getið sér gott
orð erlendis á löngum ferli. Mörgum
er enn í fersku minni er hann kom
hingað á Listahátíð 1974 og lék með
píanistanum og hljómsveitarstjóranum
André Previn, sönkonunni Cleo Laine
og manni hennar, saxófónleikaranum
Johnny Dankworth. Hin síðari ár
hefur Ámi fengist jöfnum höndum við
að leika í kvikmyndaverum og semja
tónlist og einstaka sinnum gefið út
djassplötur eins og þá þar sem hann
lék á bassa með Ray Brown.
Jón Páll Bjamason er einn fremsti
jazzleikari er Island hefur alið og
trúlega fyrsti ekta bíbopp sólóisti
okkar. Hann bjó lengi í Svíþjóð áður
en hann fluttist til Bandaríkjanna. Þar
gaf hann m.a. út geisladiskinn Ice.
Flestum er heyrt hafa er ógleyman-
legur gítarleikur hans með Jazz-
miðlum á minningardiskunum um
Gunnar Ormslev: Jazz í 30 ár.
Þórarinn Ólafsson var einn fremsti
jazzpíanisti okkar um langt árabil, en
hætti síðan að leika opinberlega. Hann
sýndi þó og sannaði 1992 að hann
hafði engu gleymt og undanfarið hefur
hann lagt hart að sér við æfingar.
Pétur Östlund lék einnig í Tjamar-
búð á þessum árum og kom það
hinum erlendu gestum gjörsamlega á
óvart að slíkur meistaratrommari
skyldi búa í Reykjavtk. Það var þó
ekki lengi, því hann flutti brátt til
Stokkhólms þar sem hann hefur búið
síðan og leikið með flestum ífægustu
jazzleikurum Svía auk bandarískara
snillinga. Sem betur fer hefur Pétur
heimsótt okkur oft hin síðari ár, enda
er alltaf veisla hjá jazzunnendum
þegar hann kemur heim.
Ámi Scheving er Reykvíkingurinn í
hópnum. Hann gat sér frægðar með
KK sextettinum og hefur alla tíð síðan
verið í hópi fremstu jazzleikara
íslands. Víbrafóninn er höfuðhljóðfæri
hans.
Tónleikamir verða, eins og áður
sagði, mánudaginn 3. september í
Akóges og byrja klukkan 20.00. og
rétt að hvetja Eyjamenn til þess að
taka nú haustblúsinn í æð með
Útlendingahersveitinni. Það er ekki á
hverjum degi sem slík veisla er í boði
í Eyjum.
ÚTLENDINGAhersveitin er
skipuð Árna Egilssyni á bassa,
Árna Scheving víbrafónleikara,
Jóni Páli Bjarnasyni gítarista,
Pétri Östlund á trommur og
Þórarni Ólafssyni píanóleikara.