Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Side 19
Fimmtudagur 19. október 2000 Fréttir 19 Nissandeildin: ÍBV 35 - Stjarnan 33 Æsispennandi Karlalið ÍBV tók á móti Stjörnunni í fjórðu umferð Nissandeildar karla á föstudagskvöldið. IBV hafði fyrir leikinn ekki tapað í tíu heima- leikjum í röð og reyndar aðeins tapað tveimur heimaleikjum síð- ustu tvö tímabil. Leikmenn IBV lentu í vandræðum í leiknum og jafnt var eftir venjulegann leiktíma, en þar sigldi IBV loksins yfir Stjörnuna og sigraði, 35-33. Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir að spila nokkuð góðan vamarleik í gegnum tíðina en síðustu tveir leikir hafa ekki verið á þeim nótunum. Liðið lék afar slaka vöm gegn Val og svo virðist sem liðið hafi ekki enn náð að stilla saman strengina í leik sínum. Reyndar er mótið aðeins ný- hafið þannig að þeir félagamir Boris Bjami og Davíð Hallgríms hafa nægan tíma til að slípa liðið. ÍBV byijaði leikinn reyndar ágætlega, komst í 7-3 en þá hmkku Eyja- mennimir í liði Stjömunnar, þeir Amar Pétursson, Björgvin Þór Rún- arsson og Birkir Ivar Guðmundsson í gang. Amar fór fyrir sínum mönnum og var að spila mjög vel gegn sínum gömlu félögum. Stjaman jeiddi mest- an hluta fyrri hálfleiks en ÍBV náði að jafna rétt fyrir leikhlé, í 13-13. Seinni hálfleikur var ijömgur enda fengu áhorfendur að sjá 32 mörk á 30 mínútum og lýsir það kannski einna best vamarleik liðanna. Gestimir vom yfir þar til um miðjan hálfleikinn, að ÍBV náði aðjafna 20-20. ÍBV varyfir út leikinn, liðið var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur vom eftir en náði að klúðra hveiju tækifærinu á eftir öðm að tryggja sér sigurinn. IBV fékk t.d. víti þegar leiktíminn var úti og staðan jöfn en náði ekki að nýta það heldur þannig að leikurinn var framlengdur. Reyndar vom dómarar leiksins ansi skrautlegir og undir lokin mátti hver sókn ekki standa lengur en í tíu sekúndur, þá var liðið komið í hættu með að fá dæmda á sig leiktöf. I framlengingunni náðu leikmenn IBV loksins að sýna sínar bestu hliðar, enda var Amar Pétursson farinn af leikvelli með rautt spjald og við það hrundi leikur gestanna. ÍB V sigraði í leiknum með tveimur mörkum, 35-33 og er í fjórða sæti deildarinnar með sex stig, þegar fjórar umferðir em búnar. Sú spurning vaknaði óhjákvæmi- lega í leiknum gegn Stjömunni hvort ÍBV væri ekki óvinnandi vígi ef fleiri Eyjamenn léku með liðinu. Vest- mannaeyingar eiga fulltrúa í nokkmm liðum deildarinnar, með Stjömunni leika þrír, samanlagt skomðu Amar og Björgvin 18 mörk og Birkir Ivar varði 23 skot og vom þeir yfirburðamenn í liðinu. „Þetta var auðvitað góður sigur hjá okkur, við emm ekki vanir að spila svona úrslitaleiki sem fara í fram- lengingu en líklega er mjög mikilvægt að vinna fyrsta framlengda leikinn á heimavelli. Við voru ekki á tánum allan leikinn, spiluðum lélega vöm og mér fannst dómaramir missa svolítið tök á leiknum, þeir vom ekki sam- kvæmir sjálfum sér og vom að reka menn út af fyrir brot á einum tíma- punkti í leiknum en ekki annars staðar." sagði Erlingur Richardsson fyrirliði IBV eftir leikinn. Handknattleikur kvenna: KA/Þór 20 - ÍBV 21 Sluppu með skrekkinn Kvennalið ÍBV mætti sameiginlegu liði KA og Þórs á laugardaginn. Stelpurnar höfðu leikið þrjá leiki fyrir, tveir heimaleikir höfðu unnist en útileikurinn tapaðist. Akureyr- arliðið hefur ekki verið hátt skrifað að undanförnu og því var búist við öruggum sigri Islandsmeistaranna. Annað kom á daginn og IBV náði að merja eins marks sigur, 20-21. ÍBV var þó betri aðilinn í leiknum og var yfrr nánast allan tímann án þess þó að ná að hrista heimastúlkur af sér. IBV spilaði þó ekki vel í leiknum og munaði kannski helst um það að Amela Hegic náði sér ekki á strik í leiknum og var í ofanálag tekin úr umferð stóran hluta leiksins. Staðan í hálfleik var 11-14 fyrir ÍBV en heimastúlkur skomðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og opnuðu leikinn þar með upp á gátt. Undir lokin náðu leikmenn KA/Þórs að jafna leikinn 19-19 en IBV svaraði með tveimur mörkum og tryggði sér dýnnætan sigur í upphafi móts. ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar með sex stig af átta mögulegum. __ Sigbjöm Oskarsson, þjálfari IBV, sagði að þrátt fyrir aðeins eins marks sigur þá haþ hann aldrei verið efins um sigur IBV. „Við vomm yfir nánast allan leikinn, þær jafna nokkmm sinnum en komast aldrei yfir INGIBJÖRG Ýr Jóhannsdóttir hefur komið eins og spútník inn í lið IBV. Skennntilegur leikmaður sem geislar af leikgleði og krafti. og mér fannst þetta aldrei vera spum- ing. I seinni hálfleik lendum við í því að vera áttatíu prósent af leiknum í vöm, þær fengu að hanga á boltanum og svo þegar við unnum hann þá misstum við hann oftar en ekki aftur til þeirra. Við ætluðum hins vegar bara að ná í tvö stig fyrir norðan, það tókst og fyrir vikið emm við ein í þriðja sæú deildarinnar með sex stig af átta mögulegum. Byrjunin er mjög góð ef miðað er við hvað hefur gengið á í leikmannamálum. Þriðja sæti í deildinni, meistarar meistar- annna og áframhald í Evrópukeppni er vonandi til þess að ungu stelpumar öðlist það sjálfstraust sem þær kannski skortir. A föstudaginn er að mínu mati úrslitaleikur upp á framhaldið, þá mætum við Fram sem mér finnst vera með mjög sterkt lið og því nauð- synlegt fyrir okkur að klára þær á heimavelli. Ég get alla vega lofað því að ef áhorfendur mæta og styðja við bakið á okkur þá munum við ekki bregðast þeim.“ sagði Sibbi að lokum. Mörk ÍBV: Ingibjörg Yr Jóhanns- dóttir 6/1, Gunnleif Berg 4, Amela Hegic 3, Eyrún Sigurjónsdóttir 3, Edda B. Eggertsdóttir 3, Bjamý Þorvarðardóttir 1, íris Sigurðardóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 11, Lukrecija Bokan 4. Körfuboltinn: Yngri flokkarnir Héldu ótrauðir í íslandsmótið eftir að hafa æft í tvær vikur Óvíst með Pál Uppi hafa verið sögur um að Páll Guðmundsson, bakvörðurinn knái, sé á leiðinni frá ÍBV. Síð- ustu fréttir segja að hann verði aðstoðarþjálfari Leifturs. Ásmundur Friðriksson sagði í samtali við Fréttir að eftir því sem hann best vissi þá yrði Páll kyrr hjá ÍBV. „Við höfum að vísu verið í vandræðum með að finna vinnu fyrir Pál hér í Eyjum en emm að vinna í þeim málum á fullu. Páll hefur vinnu fýrir norðan en vill spila með ÍBV næsta sumar.“ Af leikmannamálum ÍBV sagði Ási að liðið væri í viðræðum við nokkra leikmenn, m.a. Eyjapeyja, en þau mál eru enn aðeins á viðræðu- súgi. Tveir yngri flokkar eru starfræktir í körfunni í Eyjum í vetur en báðir eru drengjaflokkar. Báðir flokk- arnir hafa lokið við að keppa á fyrstu fjölliðamótum vetrarins og voru úrslit fremur óhagstæð lið- unum. Tíundi flokkur hefur aðeins æft í tvær vikur en engu að síður héldu þeir upp á fastalandið til að taka þátt í fyrsta fjölliðamóti vetrarins um síð- ustu helgi. Strákamir em flestir byrj- endur í íþróttinni og töpuðu öllum leikjunum. Þrátt fyrir það þá þóttu þeir standa sig ágætlega og sýndu ágætis framfarir á milli leikja. Flestir strákanna vom að spila við eldri stráka en áætlað er að færa liðið niður um einn flokk svo að þeir geti spilað við jafnaldra sína. Sjöundi flokkur er skipaður strákum á aldrinum ellefu til tólf ára. Flokkurinn fór helgina 6.-8. október til Reykjavíkur þar sem keppt var við önnur lið í íslandsmótinu. Liðið mætti í fyrsta leik Val/Fjölni og unnu heimamenn ömggan sigur. í næsta leik mætti liði Haukum úr Hafnarfirði og úr varð mjög spennandi leikur. IV tapaði reyndar með tíu stigum en sýndi góðan Ieik. Þriðji leikur liðsins, gegn Reyni Sandgerði vannst svo þannig að liðið er greinilega í miklum framfömm. Annar flokkur steinlá í fyrsta leik Annar flokkur ÍBV í handbolta karla lék sinn fyrsta leik í vetur á sunnudaginn þegar liðið tók á móti Víkingum. ÍBV var að spila þokka- lega í fyrri hálfleik og staðan var 15-16 í leikhléi. En í seinni hálfleik hmndi leikur liðsins nánast og urðu lokatölur 26-36, tíu marka niður- lægingáheimavelli. Davíð Hallgrímsson, þjálfari liðs- ins, sagði að þrátt fyrir að hafa hangið í gestunum fram að leikhléi þá hafi liðið ekki verið að spila vel. „Að fá á sig sextán mörk í einum hálfleik er mjög slæmt enda vorum við að spila illa í vörninni. Ekki ætla ég að segja að ástandið hafi skánað í seinni hálfleik, við fengum á okkur tuttugu mörk og stein- lágum. Reyndar er hópurinn hjá okkur að mestu skipaður strákum úr þriðja og fjórða flokki, við erum aðeins með einn leikmann sem hefur aldur í annan flokk þannig að veturinn verður líklega erfiður hjá okkur.“ Flest mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 9. Enn brottfall úr ÍBV íslandsmeistarar ÍBV kvenna áttu í miklum vandræðum með að manna liðið fyrir Islandsmótið og sér ekki fyrir endann á þeim. í síðustu viku sögðum við frá því að Marina Bakulina hefði verið send heim enda stóð hún engan veginn undir væntingum. Nú hefur Inga Falk- vard Danberg, færeyska stórskyttan, ákveðið að halda heim á ný. Ástæður þess má rekja til þess að Inga á börn og bú heima fyrir og heimþráin náði fljótlega á henni tökum. íslandsmeistaramir hafa því misst tvo útileikmenn og ljóst að liðið þarf að styrkja sig þar ef ekki á illaaðfara. Tippkeppnin í gang um helgina - Stærri vinningar í bingói Hin margrómaða tippkeppni ÍBV og Frétta mun hefjast laugardaginn 28. október næstkomandi í Týs- heimilinu. Tipparar síðustu ára em hvattir til að mæta og rilja upp gamla takta. Einnig eru nýir tipparar boðnir velkomnir en um leið og tippað er, styðja menn við unglingastarf ÍBV. Heitt er á könn- unni og bakkelsi frá Vilberg er á boðstólum. Einnig vill unglingaráð IBV minna á bingó félagsins, sem fer fram á hverju fimmtudagskvöldi en vinningar eru hver öðrum glæsilegri og m.a. 35 þúsund króna peninga- pottur. Framundan Föstudagur 20. október Kl. 20.00 ÍBV-Fram Nissandeild kvenna Laugardagur 21. október Kl. 17.00 Selfoss-ÍBV 2.fl.karla Kl. 17.30 ÍV-Höttur (leikið f Haga- skóla í Rvk.) Sunnudagur 22. október Kl. 12.00 Höttur-ÍV (leikið í Haga- skóla í Rvk.) Kl. 14.00 ÍR-ÍBV 2.fl. karla Kl. 20.00 FH-ÍBV Nissandeild kaiJa

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.