Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Qupperneq 15
Fimmtudagur 13. febrúar2003
Fréttir
15
MEGINeldvirknin undanfarin 6 til 7 þúsund ár hefur verið í eystri kanti Eyjasvæðisins eins
og línan sýnir. Það er því líklegast að eldvirkni framtíðar komi til með að eiga sér stað á þessu
svæði. Hins vegar er sprungumynstur Eyjanna ekki fullskýrt og verður ekki fyrr en fram
hefur farið rannsókn á hafsbotninum.
EITT mikilvægasta
öryggistækið í Eyjum er gps
tæki sem mælir samfellt
sama punktinn. Línuritið
sýnir færslu á þessum
punkti miðað við fastan
punkt í Reykjavík. A
línuritinu má greina
hreyfingar sem tengjast
gliðnun landsins, þ.e. færslu
Eyja til suðausturs miðað
við Reykjavík. A efsta
línuritinu má greina
breytingar í halla ferilsins á
tveim stöðum. I fyrra
tilvikinu voru breytingarnar
forboði skjálftanna 2000, í
seinna skiptið varð ekki vart
neinna meiriháttar
hreyfinga samfara þessu. Ef
eitthvað fer að gerast í
Eyjum má reikna með
miklum breytingum á
ferlinum. Jarðeðlissvið
Veðurstofunnar hefur
umsjón með þessum
mælingum.
yfir Húsavík sem eyddi þar öllum
húsum. I dag eru bæði skólinn og
sjúkrahúsið á Húsavík á þessari
sprungu og næst þegar það kemur
jarðskjálfti verða þar hugsanlega tvö
sjúkrahús og tveir skólar.“
Armann fór vítt og breitt yfir helstu
eldfjallakerfi landsins og eru sum
þeirra a.m.k. að sækja í sig veðrið.
Kemur það fram í meiri jarðskjálftum
og er Kötlusvæðið gott dæmi um það.
Armann taldi óróleika Kötlu gömlu
erfitt að útskýra öðruvísi en svo að
hún væri að gera boð á undan sér. En
væntanlega verður það tilkomumikið
að sjá úr Vestmannaeyjum.
Eldvirkni í mörg þúsund ár
„Það er líka aukin virkni á Reykjanesi
en við Vestmannaeyjar er helst til lítil
virkni ef undan eru skildir nokkrir
jarðskjálftar við Surtsey en þeir hafa
hingað til verið taldir tengjast kólnun á
kviku og því ekki fyrirboðar neinnar
uppkomu," sagði Armann.
Næst kom Armann að Vestmanna-
eyjasvæðinu en eldvirkni á því hefur
staðið í 12.000 til 15.000 ár og síðasta
gusan kom upp í Heimaeyjargosinu
1973. Það kom líka fram hjá honum
hvað þessi vísindi eru ung að árum og
í stöðugri og hraðri þróun. „í fyrstu
var haldið að svæðið væri útdautt, svo
byrjaði Surtsey að gjósa 1963. Á
tímum Surtseyjar var til að mynda
flekakenningin ekki fullmótuð, því
lauk ekki fyrr en upp úr 1970, sem
við tökum sjálfsagða í dag. Svo
byrjaði að gjósa á Heimaey 1973 og
þá kom í ljós að virk lína liggur
austan við Heimaey. Heimaklettur er
elsti hluti eyjarinnar, 11.000 til 12.000
ára gamall, Stórhöfði 7000 ára, Sæfjall
6000 ára og Helgafell gaus íyrir 5300
árum. Svo er það ekki fyrr en 1973 að
gýs á ný á Heimaey."
Heimaeyjargosið hafði áhrif
ájarðvísindin
Að því er kom fram hjá Ármanni
breytti gosið á Heimaey viðhorfi
vísindamanna um það hvort eldfjöll
em útkulnuð eða ekki. „Fram að þeim
tíma skilgreindu menn eldfjöll virk ef
þau höfðu gosið á sögulegum tíma en
það var endurskoðað upp úr 1973. Nú
er til dæmis vitað um eldfjöll í
Bandaríkjunum sem gjósa á 300.000
ára fresti og lifa góðu lífi.“
Þegar kemur að því að meta
hættuna af gosi í Vestmannaeyjum
sagði Ármann að ýmislegt jákvætt
mætti telja upp sem ætti að tryggja
öryggi þeirra sem hér búa. Nefndi
hann í því sambandi að basalt er í
gosefnum sem hér koma upp sem
tryggir að ekki er hætta á stórum
sprengingum, basalt er ekki sprengi-
virkt nema rétt á meðan það er í
snertingu við vatn.
í dag ætti gos í Eyjum ekki að koma
á óvart og gæti fyrirvarinn jafnvel
skipt nokkrum vikum. „Arið 1973
voru aðeins þrír jarðskjálftamælar á
landinu og þar af einn bilaður. Þegar
jarðskjálftamir byrjuðu 1973 vantaði
þriðja mælinn til að staðsetja ná-
kvæmlega hvar upptökin voru.
Staðimir sem komu til greina vom
Vestmannaeyjar og Torfajökull og var
fyrri möguleikinn strax útilokaður því
hér átti allt að vera útdautt á meðan
Torfajökulssvæðið er vel virkt.
Bjuggu vísindamenn sig því undir gos
íTorfajökli, sem vareðlileg ákvörðun
miðað við þá þekkingu sem þá var við
lýði,“ sagði Ármann.
Hann fullyrðir að hefði þriðji
mælirinn verið í lagi hefði mátt segja
fyrir gosið 1973 með meiri fyrirvara.
Miðað við það kerfi sem við höfum í
dag ættum við að geta séð þetta með
miklum fyrirvara, en mikil framför
hefur orðið í mælamálum á þessum 30
ámm. Jarðeðlissvið Veðurstofunnar
hefur á fimmta tug mæla sem mynda
net er nær til alls landsins. „Það tryggir
að fátt kemur okkur á óvart og hefðum
við vitað þá það sem við vitum í dag
hefði þetta alls ekki komið okkur í
opnan skjöldu."
Vantar meiri rannsóknir á
hafsbotninum við Eyjar
Ármann tekur ekki undir þá skoðun
Ara Trausta að spmnga gæti opnast á
miðri Heimaey, 95% líkur væm á að
gos yrði austan við spmnguna frá
1973 og þá þyrfti heist að hafa
áhyggjur af því að smá spýja næði að
smeygja sér á milli Fellanna. Hann
lagði aftur á móti áherslu á að þörf
væri fyrir gagngerar hafsbotnsrann-
sóknir í kringum Eyjar, því við
þekktum í raun eingöngu það sem upp
úr stendur.
Ármann hélt áfram að lýsa því
öryggi sem hann segir Eyjamenn búa
við, bæði frá náttúralegu sjónarmiði
og nákvæmum mælum sem hér eru.
„Hér em 25 til 30 km niður á kviku en
ekki nema 8 km í Heklu sem gerir
fyrirvara á gosi mun lengri hér, því
kvikan verður jú að fara fyrst upp í
gegnum skorpuna. Auk allra mæla
uppi á landi em hér jarðskjálftamælar
og nákvæmustu GPS-staðsetningar-
mælar sem til eru, allt beintengt við
sólarhringsvaktir á Veðurstofu fs-
lands. Þetta gerir það að verkum að
Vestmannaeyjar em einn best vaktaði
og ömggasú staður á íslandi þegar upp
er staðið,“ sagði Ármann.
Víða leynast hættur
Hann vildi skoða öryggismálin í
víðara samhengi og brá fyrir sig töl-
fræði. „Ari Trausti býr á Stór-
Reykjavíkursvæðinu þar sem árið
2001 fómst 13 í umferðarslysum en
enginn í Vestmannaeyjum. Á Reykja-
víkursvæðinu hafa þrjú hraun mnnið á
sögulegum tíma, eða á síðustu 1000
ámm en eitt í Vestmannaeyjum. Á
síðustu 8.000 ámm hafa sjö hraun
runnið inn á Reykjavíkursvæðið en
ekki nema Ijögur í Vestmannaeyjum.
Að meðaltali em því Ijögur eldgos
sem hafa áhrif á Heimaey á hverjum
10.000 árum en sjö í Reykjavík. Já,
þær eru víða hætturnar," sagði Ár-
mann og taldi upp þrjú virk eld-
tjallakerfi á Reykjanesi.
„I Grindavík gæti gosspmnga opn-
ast því sem næst í aðalgötunni með
litlum fyrirvara. Það er vegna þess að
bæði er skorpan heit og þunn á
þessum stað. Leitarhraunið teygir sig
upp að Rauðavatni og Kristnitöku-
hraunið rann úr Brennisteinsfjöllum
og Bláfjöllum. Þessi þrjú kerfi fóm í
gang í kringum 900 og vom virk fram
á 14. öld. Árið 1226 kom mikið
öskugos upp, þar sem Karlinn er, rétt
undan landi á Reykjanesi. Gerðist það
aftur gæti slíkt gos lokað bæði
Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli."
Ekkert bendir til goss
Áfram hélt Ármann að tíunda þær
hættur eða öllu heldur þá náttúruvá
sem Islendingar hafa mátt búa við.
„Snæfellsjökull gaus síðast miklu
sprengigosi fyrir 2200 ámm. Slíkt gos
gæti valdið mikilli flóðbylgju í
kringum jökulinn og jafnvel þannig að
Reykjavík hel'ði skaða af, þá væru
lægstu hverfi Reykjavíkur í hættu.
Austfirðir og Vestfirðir eru lausir við
eldgos og jarðskjálfta en þar ógna
snjóflóð og aurskriður íbúum og ekki
freistar mín að búa á Húsavík þar sem
spmngumar skera miðbæinn. Það búa
allir við einhverja hættu og þó
Heimaey sé virkt eldfjall er ekkert sem
bendir til goss á allra næstu árum.
Markmið okkar, sem stundum rann-
sóknir á náttúruöflunum, er að skilja
vágestinn og afleiðingar af hans
heimsókn, því þannig getum við tekið
á móti honum og lágmarkað skaða af
hans völdum."
Katla sést vel frá Vestmannaeyjum
og segir Ármann að gos í henni verði
stórkostlegt sjónarspil héðan séð. „Ein
hættan er að hingað berist flóðbylgja
frá Kötluhlaupi eins og í síðasta gosi.
Þá náði sjór upp á Strandveg en við
þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur
af því, við vitum að þetta getur gerst
og þegar boð koma um eldsuppkomu
í Kötlu bregðast menn við meðal
annars með því að fara með bátana út.
Aska úr Kötlu er góð aska því hún fer
upp í gegnum náttúrulegan blaut-
hreinsibúnað sem hreinsar hana af
hættulegum efnum þannig að öskufall
frá Kötlu ylli ekki miklum skaða í
Vestmannaeyjum."
Og niðurstaða Ármanns er skýr;
„Ég held að öryggi okkar sjálfra sé vel
tryggt hér á Heimaey og raunar mun
betur en víða um land. Vestmanna-
eyjar eru með öruggari stöðum
landsins og svo maður tali nú ekki um
hvað gott er að vera hér krakki og alast
upp,“ sagði hann að lokum.
omar@eyjaprent.is
KORTIÐ sýnir afstöðu Vestmannaeyja með tilliti til eldvirknisvæða á landinu. Eyjar eru
taldar vera hluti af þróun rekbelta norðurgosbeltisins, sem nú eru að teygja sig til suðurs.
o
Vestmannaeyjar
□
Central Volcano
Center of lcelano
Mantle Plume
Fissure Swarm
KORT sem sýnir búsetu í landinu og jarðfræði þess. Þar sem mest landgæði fylgja búsetu á
eða við eldvirku svæðin er hún þéttust. Jarðfræðilega rólegri svæði svo sem Áusturland og
Vestfirðir eru samt ekki án allrar áhættu, þar eru veðurfarslegar náttúruhamfarir tíðar.