Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 8
A Fréttir Fimmtudagur 15. maí 2003 Xé ili'i X* Samfylking með fjóra af tíu -Fijálslyndir lönduðu einum en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu skell Það var mikil spenna í Suður- kjördæmi á kosninganóttina og raunar langt fram á morgun daginn eftir en síðustu tölur úr kjördæminu breyttu landslagi stjómmálanna næstu fjögur árin þar sem 500 utankjörfundaratkvæði gerðu það að verkum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar, datt út og Arni Magnússon annar maður á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík norður náði inn. Fyrstu tölur úr kjördæminu bárust um hálf ellefu um kvöldið og var Suðurkjördæmi síðast til að birta fyrstu tölur um kvöldið. Það voru talsverðar sveiflur um nóttina en undir lokin náði Jón Gunnarsson, fjórði maður á lista Samfylkingar, inn sem jöfnunarmaður og Samfylk- ingin varð stærsti flokkurinn í kjördæminu með 29,7% atkvæða, alls 7.426 atkvæði. Margrét Frímansdóttir er því fyrsti þingmaður kjördæmisins, Lúðvík Bergvinsson er fjórði, Björgvin G. Sigurðsson sjöundi og Jón Gunnarsson tíundi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29,2% atkvæða, 7.307 og þrjá menn kjörna og datt Kjartan Olafsson út af þingi. Arni Ragnar Arnason er annar þingmaður kjördæmisins, Drífa Hjartardóttir fimmti og Guðjón Hjörleifsson áttundi. Framsóknarflokkurinn tapaði einnig manni, Isólfur Gylfi Pálmason datt út á lokasprett- inum ef svo má segja en lengi vel leit út fyrir að hann myndi ná kjöri. Framsókn fékk 23,7% atkvæða, alls 5.935 og tvo menn kjörna, Guðna Agústs- son sem er þriðji þingmaður kjördæmisins og Hjálmar Arnason sem er sá sjötti. Frjálslyndir náðu 8,7% kjöri, eða 2.188 atkvæðum og Magnús Þór Hafsteinsson kjörinn sem níundi þingmaður kjördæmisins. Vinstri grænir náðu ekki inn manni en fengu 4,7% atkvæða, alls 1167. Sérframboð Kristjáns Páls- sonar náði aðeins 3,3% atkvæða eða 848 og Nýtt afl aðeins 0,7%, 166 atkvæðum. MAGNÚS ÞÓR. GUÐJÓN. LÚÐVÍK HJÁLMAR Ríkisstjómin fékk gula spjaldið Fijálslyndi flokkurinn verður að teljast annar tveggja sigurvegara kosning- anna í Suðurkjördæmi. Flokkurinn fékk 8,74% fylgi í Suðurkjördæmi en í síðustu kosningum fékk Frjálslyndi flokkurinn rúmlega tveggja prósenta fylgi í Suðurlandskjördæmi. Magnús Þór Hafsteinsson, nýkjör- inn þingmaður Suðurkjördæmis sagðist ekki geta verið neitt annað en sáttur við niðurstöðu kosninganna í kjördæminu. „Það var aftur á móti afleitt að Margrét Sverrisdóttir náði ekki kjöri í Reykjavík. Mér skilst að það muni aðeins þrettán atkvæðum og því spurning hvort ekki verði farið fram á endurtalningu." Magnús sagðist þakklátur fyrir þann góða stuðning sem Frjálslyndir fengu í Suðurkjördæmi. „Ég er með ágætis atkvæðamagn á bak við mig og hef orðið gott bakland. Nú verða næstu skref hjá mér að einhenda mér í að fara um kjördæmið, kynna mig og hitta forkólfa verkalýðsfélaga og sveitarstjóma og mynda ákveðin sambönd til þess að geta unnið betur fyrir kjördæmið." Magnús hafði orð á því í kosninga- baráttunni að hann myndi flytja í kjördæmið næði hann kjöri en hann og fjölskylda hans eru nú búsett á Akranesi. Er hann búinn að ákveða hvert hann flytur? „Nei, það er ekkerl farið að ræða það, fjölskyldan er að hugsa um annað núna, það er barn á leiðinni og það tekur hug okkur allan þessa stundina. Annars væri nú spennandi að búa í Eyjum, þ.e. af samgöngumálin væru í lagi.“ Magnús sagði það alveg á hreinu í sínum huga að menn ættu að halda áfram baráttunni um göng og hann myndi ekki liggja á sínu ef rannsóknir verða jákvæðar í sumar. „Ég hef séð vel hvaða áhrif Hvalfjarðargöngin hafa haft á byggð á Akranesi og er handviss um að göng myndu gjörbreyta öllu í Eyjum.“ Magnús segir alveg ljóst, þegar hann lítur á úrslit kosninganna, að ríkisstjómin hafi fengið gula spjaldið í kosningunum. „Það er bullandi ósam- komulag um sjávarútveg, maður sá það best þegar málið kom upp í kosningabaráttunni. Ef núverandi stjóm heldur áfram og hlustar ekki á þjóðina í þessu máli verða þeir í vondum málum þegar kosið verður aftur eftir fjögur ár. Sjálfur hefði ég viljað sjá ríkisstjórn Framsóknar- flokks, Samfylkingar og Frjálslyndra. Það þarf að gera grundvallarbreytingar á sjávarútvegsstefnu stjómvalda og ég er handviss um að þessir þrír flokkar ntyndu ná samkomulagi um það.“ Hann sagði kosningabaráttuna hafa verið rosalega skemmtilega en jafn- framt erfiða. „Eg hef lært helling á þessum tíma. Ég var óreyndur í póli- tfk eins og svo margir aðrir frambjóð- endur flokksins og ég er alveg viss um það að þegar Frjálslyndir fara næst í kosningar verðum við enn sterkari. Frjálslyndi flokkurinn er kominn til að vera, það er á hreinu. Við stefnum á í næstu sveitastjómarkosningum að bjóða fram á öllu landinu. Það er mikill hugur í okkur og nú þegar haftn vinna við þann undirbúning," sagði Magnús og bætti við að það væri eðlilegasta mál að annar hægri flokkur væri til í íslenskum stjómmálum. „Þetta er svoleiðis allt í kringum okkur, t.d. í Noregi þar sem ég bjó lengi. Þar em tveir flokkar hægra megin við miðju.“ Magnús sagði að sjávarútvegsmálin væm sá málaflokkur sem stæði upp úr hjá sér. „Enda emm við svo upptekin af byggðamálum og þar er sjávar- útvegur svo mikilvægur. Ég hef verið uppteknastur af því enda áhuginn mikill. Ef við verðum í stjómarand- stöðu munum við veita stjómar- flokkunum mikið aðhald í fiskveiði- stjómunarmálum, það er á hreinu.“ Magnús vildi að lokum koma á ffamfæri þakklæti til allra sem studdu flokkinn og unnu fyrir hann. „Úti í Eyjum var hún Hanna Bima Jóhanns- dóttir ómetanleg og ég vil þakka henni og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn." Gríðarlegur styrkur í Eyjum Guðjón Hjörleifsson náði kjöri sem áttundi þingmaður kjördæmisins en hann sat í þriðja sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins. Hann sest því á þing í haust, einn fjögurra nýliða í þing- mannaliði Suðurkjördæmisins. Guðjón sagði að Sjálfstæðismenn gætu verið sæmilega sáttir við útkomuna. „1 fyrsta lagi var mjög mikilvægt að stjómin hélt velli. Hvað varðar Suðurkjördæmi þá var klofningsframboð úr okkar röðum þar sem Kristján Pálsson, fyrrverandi þingrnaður flokksins, bauð fram sér lista. Ég er á því að við hefðum fengið um níutíu prósent atkvæða sem fóm til hans, á eðlilegum degi hefðum við fengið 33-34% fylgi.“ Aðspurður um kosningabaráttuna r fi i '1 i SJÁLFSTÆISMENN fagna fyrstu töluni úr Suðurkjördæmi en ekki náðu þeir settu marki, að ná inn fjórum mönnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.