Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Side 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 26.júní2003 Heima var bara heima og ekkert, sem breytti því, segir í þessu erindi Friðbjarnar Valtýssonar þar sem hann rifjar upp sögur úr gosinu 1973 FRIÐBJÖRN: Magnea, konan mín, segist aldrci gleyma siglingunni út úr höfninni, flestir voru uppi að virða fyrir sér gosið. Hún var í lopapeysu utan yflr sig. Eldregnið var slíkt, að glóandi vikurinn bráðnaði inn í lopann og sat þar fastur. Friðbjöm Valtýsson í Straumi flutti eftirfarandi erndi á þingi Rótarý- manna sem haldið var í Eyjum fyrir skömmu. Þar lýsti hann þeirri upplifun að vera búsettur á eyju þar sem eldgos hafði brotist út. Því fylgdi mikil röskun sem verður að teljast eðlilegt þegar 5300 íbúar Vestmannaeyja voru allt í einu orðnir flóttamenn í eigin landi. Erindið flutti hann á Eldfellinu sjálfu. Að TAKA FJALL f SÁTT „Það er mér sérstök ánægja að vera hér með Rotaryfélögum. Faðir minn var virkur félagi í hreyfingunni um áratuga skeið. Mér hefur ekki gefist betra tækifæri en nú, til að þakka þá virðingu og vinsemd, sem Rotaryfólk sýndi honum lifandi og látnum. Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu. Maður kemst ekki hjá því, að hugsa til almættisins hér á þessum stað. Þvílíkri verndarhendi, sem haldið var yfir Eyjafólki gosnóttina 1973. Stundum hvarfla að vísu að manni orð stórskáldsins sir Michaels Philips Jagger, Sympathy for the devil, eða A mála hjá skrattanum, þegar hugsað er til eyðilegg- ingarinnar af völdum eldsumbrotanna. Hér undir, þar sem við stöndum á svoköll- uðum Foldum, voru víðáttumikil ræktuð tún, ef til vill fallegasti hluti láglendis á Heimaey. Ég mætti hér klukkustund of snemma og tók því léttan göngulúr á Eldfellið. Einungis til að stað- festa ljótleika þessa umhverfis. Því er nefnilega þannig varið, að það reynist mörgum Eyjamanninum erfitt, að taka þetta fell í sátt, eftir það sem á undan er gengið. Mín vegna mætti fiytja það út, sem byggingarefni, ef einhver vill kaupa. í göngutúrnum hér áðan rúllaði þessi fallegi steinn undan fótum mér. Ef sýslumaðurinn fer einhvern tímann að bila í trúnni, þá ætla ég að biðja hann um hugsa til þessa rúllandi steins og setja strákana á fóninn," sagði Friðbjörn og beindi orðum sínum til Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi sem þekktur er fyrir aðdáun sfna á Rollingunum. Sf’RUNGAN Á BESTA STAÐ Gosnóttin 23. janúar 1973, líður sem vonlegt er engum Eyjamanni úr minni, meðan lifir. Að vakna upp um miðja nótt með eldgos í eldhúsglugganum er eitthvað, sem alla vega mig langar ekki að upplifa aftur. Við kærustuparið, sem erum gift í dag, vorum vakin af tengdamömmu, með brostinni rödd. Út um gluggana var engu h'kara en gosið stæði upp úr miðjum Kirkjuveginum, þar sem fjölskylda mín bjó. Það voru þung spor og langar mínútur, sem liðu áður en í ljós kom að sprungan hafði opnast á besta stað, ef svo má að orði komast. Þrátt fyrir ógnina, sem frá þessu stafaði, var eldgosið bæði í senn tignarlegt og hrollvekjandi. Lögreglubfiar og slökkvilið óku um bæinn með vælandi sírenur til að vekja fólk. Á Kirkjuveginum voru allir í fastasvefni, þegar við börðum upp á, þrátt fyrir hamaganginn fyrir utan. Jakob færeyingur, afi Magneu sagðist ekki vera á leiðinni upp á land. Þetta hlyti að ganga yfir fijótlega. Engu tauti varð við hann komið, hann var því skilinn eftir. Daginn eftir var honum skipað að fara með herfiugvél. „Með herfiugvél fer ég ekki,“ svaraði Jakob „og aldrei Kananum," bætti hann við, samur við sig. Hann kom með Herjólfi nokkrum dögum síðar. Einhvem veginn vom allir svo rólegir og yfir- vegaðir, íbúar Vestmannaeyja sýndu ótrúlegt æðmleysi og kjark á ögurstundu. Áf sjálfsdáðum tók fólk að tínast niður á bryggju og leita sér að fari frá Eyjum. Margir ætluðu sér að skreppa inn fyrir Eiði meðan gosið gengi yfir. Aðrir létu sér fátt um finnast og héldu kyrru fyrir heima við. Bogi kaupmaður í Eyjabúð var vakinn eins og aðrir og tilkynnt að það væri komið gos. „Já, allt í lagi strákar mínir, setjið það bara fyrir utan dymar" var svarið. Didda fiðla og kjötlærið Margar sögur em til af alls kyns undarlegum tiltækjum fólks á flóttanum, Diddi fiðla tók til að mynda aðeins með sér kjötlæri í poka. Sjóferðin til Þorlákshafnar um nóttina var ein- hver sú erfiðasta, sem undirritaður hefúr nokkum tíma lent í um ævina. Er þó af ýmsu að taka. Mjög slæmt veður var daginn áður og því þungur sjór. Fjölskyldan fór öll með Danska Pétri undir styrkri stjóm Malla á Sólbakka. 120 manns vom um borð í 100 tonna bát, fólk lá um allt skip ælandi og spúandi. Magnea, konan mín, segist aldrei gleyma siglingunni út úr höfninni, llestir vom uppi að virða fyrir sér gosið. Hún var í lopapeysu utan yfir sig. Eldregnið var slíkt, að glóandi vikurinn bráðnaði inn í lopann og sat þar fastur. Við lentum niðri í lest, þar lá fólkið um allt, böm, fullorðir og eldra fólk. Þeir sem ekki vom sjóveikir reyndu að hlúa að þeim, sem vom verst settir. Móðir mín neitaði af alkunnri festu að fara niður í lest. Hún sat alla sjóferðina uppi, fram undir hvalbak, illa sjóveik. Pabbi hugsaði um yngri bömin, en einn af bæjarrónunum breyttist í hetju í mínum augum þessa nótt. Þessi maður gekk á milli þeirra sem sátu uppi og hlúði að þeim á eftirminnilegan hátt. Jóel Mallason, sonur skipstjórans, og fóst- bróðir minn að fomum sið, sagði mér síðar, að eftir að fólkið var komið í land um morguninn hefði ýmislegt verið skilið eftir í lestinni. Þar á meðal bamapelar og túttur, mjólk, brauðleifar og alls kyns hlutir, sem fólk greip með sér á fióttanum. Þegar komið var til Þorlákshafnar var eins og maður gerði sér fyrst grein fyrir ástandinu, ég get ekki neitað því, að á þeirri stundu varð maður lítill kall. Björgunarsveitarmenn og sjálfboða- liðar vom alls staðar. Lögregla, strætisvagnar og alls kyns farartæki voru til taks til að fiytja fólk til höfuðborgarsvæðisins. Stórfelldustu fólksflutningar íslandssögunnar gengu snurðulaust. Að allra mati sýndu Eyja- menn og þeir, sem stóðu að móttöku okkar á fastalandinu, ótrúlegt æðmleysi og styrk við erfiðar aðstæður. Fjölskyldur tvístruðust Við lentum í Hamrahlíðarskóla og fengum hress- ingu og svolitla hvfid. Fjölskyldurnar tvístmðust þaðan í allar áttir, mamma og pabbi með yngstu börnin í litla kjallaraíbúð hjá góðu fólki í Garðabæ. Tengdafólkið með yngri bömin hjá skyldfólki í risíbúð í Hafnarfirði og svona mætti áfram telja. Við kæmstuparið héldum austur á Hvolsvöll, þar sem Ólafur kaupfélagsstjóri, útvegaði okkur vinnu og íbúð inni í Fljótshlíð. Um vorið fluttum við okkur í vinnubúðimar í Straumsvík. Þar vom fyrir 16 Eyjaljölskyldur, flestar mjög barnmargar. Dvölin í Straumsvík var einstök upplifun, veggir milli herbergja vom þunnir og einkalíf fjölskyldnanna takmarkaðist nokkuð af því. Þama mynduðust sterk vináttutengsl sem endast ævilangt. Stefnan var ávallt heim, aldrei neitt annað til umræðu. Eftirminnilegar ferðir til Eyja Eftirminnilegar em ferðimar út í Eyjar meðan á gosinu stóð. Moka vikri af þökum húsa í eigu fjölskyldunnar og ýmislegt fleira. Ég gleymi aldrei þegar ég fór að leita föður míns, sem ég vissi að var staddur héma. Hann átti þá tré- smíðaverkstæði niður við Strandveg, ég fór að huga að húsinu snemma morguns. Þegar ég opna dymar sé ég einhveija þúst á gólfinu innst í húsinu. Sá fyrst hrúgu af strigapokum og innan í þeim, pabba, sofandi svefni hinna réttlátu. Hann sagði mér að hann hefði verið að moka þakið kvöldið áður, Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, hefði komið til sín, og boðið fram hjálp. Trésmiðurinn og rithöfundurinn stóðu saman í vikurmokstri ffarn á nótt. Þegar því var lokið var minn kall þreyttur og sofnaði á gólfinu. Öll ijölskyldan var komin heim um haustið og aldrei hvarflaði að neinum okkar, að búa annars staðar. Fyrsta haustið og veturinn heima í Eyjum var skrítinn tími. Mikill fögnuður var þegar ljós kviknuðu í einhveiju húsi. Það var merki um að hinn og þessi væm að koma aftur heim. Bærinn allur svartur af vikri og eyðileggingu. Bmnnin og fallin hús um allan bæ. Engu líkara en kjamorkustyijöld væri nýafstaðin. Þjónusta nær engin, eina sem til var í matinn vom bjúgu, kjötbúðingur og kartöflumús. Ástandið eins og í flóttamannabúðum. Heima var bara heima og ekkert, sem breytti því. Bærinn tók smám saman á sig nýja mynd. Vestmannaeyjar verða auðvitað aldrei eins, ýmislegt hefir breyst bæði til góðs og ills. Eitt er það, sem eftir stendur, það er vitanlega allt fólkið, sem ekki sneri aftur. Það em verstu afleiðingar gossins. Rótleysi og andleg vanlíðan Þegar maður hugsar til baka um eldgosið og hina andlegu líðan fólksins, meðan á því stóð, er ljóst að ýmislegt hefði mátt betur fara. Rótleysi og andleg vanlíðan var stórlega van- metin, konur grétu, karlmenn trylltust og böm og unglingar fundu mikið fyrir óörygginu, sem foreldramir bjuggu við. Eitt er það atvik, sérstaklega eftirminnilegt, sem var ef til vill ekki svo sniðugt þá, en ein- ungis skemmtilegt í dag. Straumsvíkurliðið ákvað að skella sér á ball á Loftleiðum, ekki amalegt. Allir mættu uppstrílaðir, konur sam- kvæmisklæddar og karlmenn með bindi. í fyrstu gekk allt vel, pör og hjón dönsuðu í takt við Ragga Bjama og hljómsveit hans. Utanaðkomandi leist bara vel á gestina úr Eyjum, einn karlmanninn langaði að dansa við eina Eyjasnótina, sem var að vísu heitbundin landa sínum. Ungfrúna langaði ekki að vanga viðkomandi, sem brást reiður við og hóf að skensa Eyjamenn með ummælum á borð við „þurfalingar" og sitthvað í þeim dúr. Það er ekki orðum aukið, að sprengju var varpað og ég man ekki eftir öðrum eins viðbrögðum hjá jafn mörgum í einu eins þama gerðist. Salurinn bókstaflega logaði, ekki réðist neitt við neitt, dyraverðir og aðrir slíkir máttu sín einskis, flýðu af hólmi í orðsins fyllstu merkingu. Látið tendason minn í friði Slegist var um hvem fermetra, konur og eldri menn tóku fullan þátt í bardaganum. Fjölmennt lögreglulið mætti innan stundar, undirritaður var einn þeirra, sem gekk hvað vasklegast fram og því varð hann fljótlega eitt af markmiðum sakavaldsins. Tengdamamma snérist til vamar tengda- syninum. „Látið tengdason minn í friði. Til að leggja áherslu á orð sín, sló hún verði laganna með handtösku sinni af öllu afli svo undan sveið. Að lokum tókst að skakka leikinn, sem þá hafði borist út um aðaldyr staðarins. Við Gvendur Þ.B. Ólafsson vorum þeir einu, sem vomm handjámaðir og fluttir á Stöðina. Axel Axelsson, handboltakappi og lagavörður, sem tók á móti tvímenningunum, sleppti okkur fljótlega, mér fannst ég sjá glott öðm megin. Einu afleiðingar þessa bardaga vom rifnir jakkar, smáskrámur og bláir blettir hér og þar. Þessi atburður sýnir kannski hvemig fólki leið undir niðri. Ekkert mátti út af bregða, tauga- veiklunin var mikil og sálarástand Eyjamanna ekki upp á marga fiska, sem vonlegt var,“ sagði Friðbjöm að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.