Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Page 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 3.júlí20Q3
Viktor, Haraldur, Magnús og Selma fæddust öll í ágúst 1972:
Að sjá gosið í ævintýraljóma
Einhvern veginn læðist sú
hugsun að manni að gosið sé
Ijómað ævintýrablæ í hugum
margra sem ekki upplifðu
þessa sögulegu nótt, 23.
janúar 1973. Sögurnar sem
hafa lifað hvað lengst eru
allar þannig að þær minna ó
vel skrifaða skóldsögu og
líklega hefur ekkert verið
dregið af í dramatíkinni og
kannski örlitlu bætt við frekar
en hitt. Við sem erum ó
svipuðum aldri og Heima-
eyjargosið höfum myndað
okkur skoðanir ó gosinu í
gegnum sögur ættingja, vina
og það sem farið hefur ó
prent. Nú er að vaxa úr grasi
önnur kynslóð og verður það
hlutverk foreldra þeirra sem
margir hverjir upplifðu ekki
gosið að miðla sögunni til
barna sinna. Við töluðum við
nokkra jafnaldra Heimaeyjar-
gossins, eða þar um bil, um
viðhorf þeirra til gossins og
hvernig það hafi verið að
alast upp í Eyjum. Margt
athyglisvert kom fram í
spjallinu, Þau eru sammóla
um að það trufli þau ekkert
að búa svona nólægt gos-
stöðvum. Magnús Steindórs-
son kaupmaður í Axel O. velti
upp ansi athyglisverðri spurn-
ingu, hvort nútímamaðurinn
myndi leggja ó sig þó vinnu
sem fólk lagði ó sig í kjölfar
gossins. Hans svar er nei,
nútímamaðurinn myndi lík-
lega pakka saman og flytja.
Viktor Ragnarsson hórskeri er
eiginlega hundfúll að hafa
verið ungur í gosinu, hann
hefði viljað upplifa þetta og
segir mikilvægt að kynslóðin
sem hann tilheyrir haldi
sögunni ó lofti.
Hundsvekktur að hafa
VERIÐ SVONA UNGUR 1973
Viktor Ragnarsson hárskeri var rétt
rúmlega fimm mánaða þegar gosið
hófst og fór fjölskyldan með Stíganda
VE til Þorlákshafnar en Bergvin
Oddsson, Beddi á Glófaxa, var þar
skipstjóri. „Við vorum nýflutt upp í
Hrauntún þegar ósköpin dundu yflr,
reyndar bara búin að vera þar í nokkra
rnánuði."
Fjölskyldan taldi fjóra, auk Viktors
var Helga systir hans níu ára og
foreldrarnir, Ragnar Guðmundsson,
Raggi rakari og Sigríður Þórodds-
dóttir. „Við enduðum hjá föðurömmu
og afa mínum í Reykjavík fyrstu
nóttina en fengum fljótlega íbúð uppi
í Stóragerði þar sem við bjuggum.“
Viktor sagði skýringuna hafa verið
að afi hans hafl verið til sjós á Hofs-
jökli og vélstjórinn þar um borð átti
íbúð í Stóragerði sem hann leigði
þeint. Sagði hann þau hafa verið mjög
heppin miðað við marga aðra. Ragnar,
VIKTOR: Safnið var pínulítið og í raun nauðaómerkilegt en ferða-
mennirnir sem voru þarna á sama tíma og ég áttu ekki orð yfir sögunni og
fannst þetta einn merkilegasti staðurinn.
HARAEDUR: Mér fannst til dæmis hugmyndin hans Stjána Óskars góð,
að mála Ijósastaurana eftir því hversu hátt vikurinn náði.
faðir hans, fór fljótlega aftur til Eyja til
að vinna en Sigríður varð eftir með
börnin í Reykjavík. „Við snerum svo
aftur um leið og við máttum og það
var undir goslok."
Amma hans og afi urðu aftur á móti
lengur í Reykjavík en komu aftur
rúmu ári seinna. Viktor sagði að mikið
hafi verið talað um gosið á æskuárum
hans. „Það var mikið talað um þetta og
þó maður hafi ekki upplifað gosið sem
slíkt þá fékk maður góða innsýn í það
sem hér gerðist, enda var minningin
svo fersk í huga fólksins í kringum
mig.“
Hann sagði að þess vegna hafi hann
upplifað gosið sem áhorfandi en
sögumar hafi verið ljóslifandi og
þegar menn voru að rifja upp það sem
gerðist hér á gostímanum, þá hafi
hann séð þetta fyrir sér sem eitt alls-
herjarævintýri. „Eg man nú eftir öllu
héma í vikri og slíku. Leikvöllurinn,
gamla hraunið, var til dæmis á kafi í
vikri.“
Viktor sagðist aldrei hafa fundið
fyrir hræðslu við það að búa hér. „Ég
get ekki sagt það, umræðan var alltaf
þannig að þetta kæmi aldrei aftur,“
sagði Viktor og bætti við að hann hafi
litið á þetta sem rosalegt ævintýri fyrir
þá sem hér vom þó aldrei hafi slíku
verið haldið að honum. „Maður er
eiginlega hundsvekktur að hafa verið
svona ungur á þessum tíma.“ Hann
sagði þó að foreldrar sínir og margir
aðrir vilji alls ekki upplifa þetta aftur.
„Hjá þeim er ekki þessi ævintýraljómi
yfir gostímanum eins og ég sé þetta.“
Eins og áður sagði var faðir hans
við björgunarstörf í Eyjum í gosinu.
„Upprifjunin í janúar sl. á gosinu varð
til þess að ýmsar sögur rifjuðust upp
og þegar þessir karlar sem hér vom
sögðu manni sögurnar, þá var þetta
eins og góð spennusaga. Þessa
spennu upplifði ég svo aftur í janúar
þegar ég horfði á þættina á Stöð 2.“
Það tmllar Viktor ekki neitt að búa
á svæði sem gosið hefur á. „Ég hugsa
aldrei um það og held að með tíð og
tíma muni sú umræða hreinlega deyja
út. Enda þegar krakkamir mínir verða
orðnir stórir þá er þetta orðið svo langt
MAGNÚS: -Ég hef nú engar sérstakar áhyggjur, þetta er óvirk eldstöð og
sjáðu til dæniis Selfoss núna, það er iirugglega ekkert svakalega spennandi
að búa þar vitandi af skjálftahættunni.
SELMA: í rauninni var aldrci svo mikið talað um þessa athurði og það
sem gekk á. Til dæmis mót-tökurnar upp á landi, Noregsfarana og fleira
en eftir þessa stórgóðu þætti á Stöð 2 þá opnaðist umræðan og fólk fór að
ræða þetta meira.
í burtu í minningunni. Þetta verður
eins og móðuharðindin em í okkar
huga, það er allt í lagi að vita af þessu
en þetta kemur mér ekkert við.“
Viktor segist þó segja börnunum
sínum frá þessu og þá á þeim nótum
að þetta hafi gerst þegar hann var
minni en þau em núna. „Það er tekinn
rúntur upp á hraun og Eldfellið og
sagan sögð eins og ég sjálfur hef heyrt
hana.“
Viktor hefur ákveðnar skoðanir
þegar kemur að því að ræða hvemig
gosminningunni hefur verið haldið á
lofti. „Þetta verður að þróast eins og
annað. Byrjunin var fín, þegar það
rauk úr Eldfelli og hægt var að baka
brauð í hrauninu, það virkaði. En sá
tími er liðinn og við getum gert miklu
meira en nú er gert með lítilli fyrir-
höfn. Við höfum efnið í bakgarðinum
og þurfum að nýta það betur. Við
feðgamir viljum til dæmis sjá líkan af
gantla bænum eins og hann var.“
Nú þegar hefur hópur manna í
Eyjum byrjað á slíku verki og var
Viktor mjög ánægður með það. „Svo
þurfum við héma alvöru gosminja-
safn. Ég fór unt páskana á þrjár eyjar
f Karabíska hafinu og á einni þeirra
sem heitir Martinique var pínulítið
gosntinjasafn. Þau höfðu lent í gosi
og þar fómst margir. Safnið var pínu-
lítið og í raun nauðaómerkilegt en
ferðamennimir sem vom þama á sama
tíma og ég áttu ekki orð yfir sögunni
og fannst þetta einn merkilegasti
staðurinn. Við höfum nóg pláss hérna
til að gera þetta myndarlega og eigum
að kýla á það,“ sagði Viktor ákveðinn
á svip og hélt áfram.
„Líttu á myndina sem hann Guðgeir
er að mála á ísfélagshúsið. Þetta er
rosalega flott mynd hjá honum og við
fórum þama um daginn að sýna dóttur
okkar húsið sem amma hennar ólst
upp í, sagan er okkur mikilvæg og við
eigunt að vemda hana og nota."
Viktor sagðist leggja áherslu á það
að mikilvægasta verkefni sinnar
kynslóðar væri að halda sögunni á
lofti, tengja saman gömlu Vestmanna-
eyjar og þær nýju. „Við verðum að sjá
til þess að strengurinn slitni ekki.“