Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Síða 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003
Garðar Arason:
Stundum virðist veruleikinn
svo óraunverulegur. Það á
að opna verslun í tveggja
kílómetra fjarlægð frá spú-
andi eldfjalli. Þetta var raun-
veruleiki í Vestmannaeyjum
árið 1973.
Eg ætla að segja hér í stuttu
máli frá versluninni að
Hólagötu 28 sem Kaupfélag
Vestmannaeyja rak í eld-
gosinu 1973. Þá var ég
verslunarstjóri, afgreiðslu-
maður, skúringatæknir og
bílstjóri með meiru hjá
Kaupfélaginu.
í byrjun ársins 1973 rak Kaupfélag
Vestmannaeyja þessar verslanir: Mat-
vöruverslanir að Bárustíg 7, Hólagötu
28, Heimagötu 35 til 37 og Kirkjuvegi
21 (Brynjúlfsbúð), búsáhaldaverslun
og vefnaðarvöruverslun að Bárustíg 6
og Timbursöluna við Garðaveg.
Skrifstofur Kaupfélagsins voru að
Bárustíg 6 á efri hæð. Þá voru starfs-
menn KFV 26 talsins.
Hinn 23. janúar 1973 var engin
þessara verslana opnuð vegna eldgoss-
ins og flestir starfsmanna KFV farnir
fráEyjum.
A fimmta degi í gosi (nýtt tímatal
hófst með gosinu) voru öll bókhalds-
gögn og skrifstofuvélar flutt til
Reykjavíkur. Þá þurfti og að flytja
allar vömr úr verslununum að Heima-
götu og Brynjúlfsbúð en þær voru í
mikilli hættu. Hluta af vömnum var
komið fyrir í versluninni við Bárustíg
en mikill hluti var sendur til
Reykjavíkur. Þessi ráðstöfun vakti
nokkum úlfaþyt meðal ráðamanna
hér, í þessum yfirgefna bæ.
Þrifið með strákústi og
SKÓFLU
Brátt lá fyrir beiðni frá Almanna-
vamanefnd til stjómar KFV um að
opna verslun í Eyjum til hagræðis fyrir
björgunarfólk. Kaupfélagsstjóri var
þá Ragnar Snorri Magnússon og fól
hann mér að stjórna versluninni að
Hólagötu 28.
Þegar þetta gerðist hafði ég starfað í
16 ár hjá Kaupfélaginu. Ragnarhætti
störfum hjá KFV um vorið en Bogi
Þórðarson tók við prókúmumboði og
stjórnaði KFV til áramóta. Skrifstofa
KFV var í Reykjavík að Suðurlands-
braut 32.
Eg fékk til liðs við mig í verslunina
Bjarna Bjarnason (rakara) sem verið
hafði verslunarstjóri í Brynjúlfsbúð.
Var nú hafist handa við að lagfæra og
þrífa húsnæðið. Þrif vom þó ekki
unnin með hefðbundnum hætti. Ekki
þýddi að byrja með vatn, sápu og
tusku eins og venjulegt er heldur þurfti
að byrja með strákúst og malarskóflu
sem voru þörfustu hjúlpartækin við
þrilin. Svartir skaflar vom úti og inni,
askan og vikurinn smugu um allt.
Þegar þrifum var lokið þurfti að fylla
allar hillur með nauðsynjavömm.
Okkur var strax ljóst að allar hrein-
lætisvömr svo og tóbak, vettlingar ðg
sokkar vom efst á blaði en í grófum
dráttum var hægt að skipta vörunum
niður í fjóra aðalllokka:
1. tóbak, gosdrykkir, sælgæti, kex....
2. vettlingar, sokkar, nærföt, stígvél,
skór....
GARÐAR í Þorlaugargerði er liklega hvað Ijósasta dæmið um þá bjartsýni sem einkenndi Eyjamenn í gosinu. í maímánuði 1973 tók hann
sig til og setti niður kartöflur í garðinum sínum, ásamt dóttur sinni og skipti engu máli þótt enn ryki af fullum krafti úr gígnum.
3. handklæði, sápur, sjampó, tann-
krem....
4. kafft, dósamatur....
Verslunin að Hólagötu 28 var opnuð
í byrjun febrúar. Opið var alla daga
vikunnar frá kl. 13 til 19 og gengu við-
skiptin vel. Starfsmenn Viðlagasjóðs
tóku vörur út í reikning en aðrir
staðgreiddu sín viðskipti.
Slit á vettlingum og sokkum var
mikið því askan var beitt. Allt skótau
slitnaði líka fljótt, bæði vegna
öskunnar og einnig vegna hitans.
Hvítu sokkarnir urðu
GRÁIR
Mesta furða var hversu vel fólk sætti
sig við lítið vömúrval. Alltaf var þó
einn og einn sem var með sérþarfir
eins og alltaf er. Það getur verið afar
skemmtilegt að sinna þeim þörfum.
Eg man eftir einu slíku atviki. Maður
nokkur kom og ætlaði að kaupa sér
gráa ullarsokka en þeir voru þá upp-
seldir og fengust aðeins hvítir sokkar.
Hann fékkst ekki til að kaupa þá, vildi
bara gráa. Ég sagði þá við hann:
„Farðu bara í sokkana og ef þeir verða
ekki orðnir gráir á morgun þá máttu
eiga þá.“ Hann fór í sokkana, kom
svo daginn eftir, tók upp budduna og
borgaði því að sokkarnir voru auð-
vitað orðnir gráir og það í dekkra lagi,
askan sá um að lita hlutina. En báðir
vom ánægðir með viðskiptir, kúnninn
og kaupmaðurinn.
Eitt sinn fékk ég sent skemmtilegt
bréf. Það var frá Kristjáni Eyjólfssyni
lækni sem starfaði í Éyjum í gosinu.
En bréftð var svohljóðandi:
Vestmannaeyjum 10. maí 1973
Hœstvirtur settur kaupfélagsstjóri.
Þar eð mér, svo sem öðrum gosíbúum
kaupstaðarins, er mjög vel og að góðu
kunn lipurð yðar íhvívetna, svo og hin
sterka löngun yðar til að þóknast
viðskiptavinum yðar, vil ég vinsam-
legastfara þess á leit við yður að þér
sjáið um að verslunin haft til sölu
tóbakstegund þá sem EDGEWORTH
nefiiist og cetluð er til pípureykinga og
er seld í bláum umbúðum.
Með vinsemd ogfyrirfram þökk
Kristján Eyjólfsson
Auðvitað var þessi ósk uppfyllt enda
var reynt að koma til móts við þarfir
allra eins og mögulegt var.
Þegar rafstrengurinn og vatnsleiðslan
fóm í sundur var stranglega bannað að
kynda með rafmagni. Allra nauðsyn-
legustu ljós vom leyfð en bannað að
elda mat, hita kaffi eða nota rafmagn
við svipaðan óþarfa í heimahúsum.
Eftir að þetta bann var sett, var hætt að
selja allar vörar sem þurfti að hita eða
sjóða.
Ekki var talið hollt að vera margar
vikur samfleytt í Eyjum vegna mikils
álags og mengunar.
Ég átti að vinna í tvær vikur og taka
síðan þriggja vikna frí uppi á landi en
erfiðlega gekk að vinna eftir því
vinnuskipulagi. Bjami hætti störfuni
eftir stuttan tíma og ekki var auð-
hlaupið að fá menn í þessa vinnu.
Margir voru lausráðnir og hlupu í
skarðið í nokkra daga en svo kom
Hlöðver Johnsen til starfa og var fastur
starfsmaður hjá KFV um tíma.
Fyrir hádegi var verslunin lokuð og
notuðum við þann tíma til að panta og
sækja vömr, þrífa verslunina og líta
eftir öðrum eignum Kaupfélagsins.
Bíl höfðum við til umráða allan
tímann.
Sannkallaður heragi
Eftir að gaseitmnar varð vart, var lagt
kapp á að koma öllum vömm, sem
ekki var pláss fyrir hér, til
Reykjavíkur. Þá þurfti að rýma bæði
húsin við Bámstíg því að gas var
komið þangað.
Er kom að því að pakka lager bús-
áhaldadeildarinnar, fékk ég um 20
hermenn af Kellavíkurflugvelli til að
hjálpa okkur. Ekki brotnaði einn
einasti hlutur sem þeir höfðu gengið
frá. Þeir unnu öðmvísi en við. Flaut-
að var til pásu með vissu millibili og
umgengni var til mikillar iyrirmyndar.
Þetta var sannkallaður heragi.
Kaupfélagið fékk til umráða húsnæði
BSI í Reykjavík þar sem nú er Esso í
Hafnarstræti. Þar var lager KFV í
Reykjavík. Tvær konur vom í vinnu
þar við að hreinsa upp vömr, skila til
heildsala því sem hægt var og senda
vömr til Eyja eftir þörfum. Ef vömr,
sem vantaði í verslunina, vom ekki til
á lagemum í Reykjavík, voru þær
pantaðar hjá heildsölum. Vel gekk að
koma vörum hingað, bæði með flugi
og eins með skipum, því að lítið var
um flutninga hingað en aftur á móti
mikið flutt héðan burtu.
Kaupfélagið fékk til umráða fyrir
starfsmenn sína í Eyjum herbergi á
verbúðum ísfélagsins. Þetta var
tjöguira manna herbergi og vomm við
Bjami þar til húsa þar til gasið kom.
Þá fluttum við að Illugagötu 33 og
vorum þar nokkrar nætur. Um þetta
leyti hætti Bjarni störfum og flutti ég
þá að Bessastíg 12 eða Gosastöðum
neðri. Ekki urðu nætumar þar margar
því gasið rak okkur þaðan og að
Stembugötu 17, efri Gosastöðum. Þar
var svo heimili okkar „Gosastaða-
bræðra" það sem eftir var af gosi
Ibúar Gosastaða auk mín vom þeir
Sigurgeir Jónasson, Andri Hrólfsson,
Þorkell Þorkelsson, Jóhann I Guð-
mundsson og bræðumir Áki og Torfi
Haraldssynir. Mágur minn, Sigurgeir
Jónsson frá Þorlaugargerði, var í
hópnum um tíma eða þar til hann fór
að kenna í Hveragerði. Síðar bættist
svo Bragi Olafsson í hópinn.
Þegar símstöðin var sett upp í
Gagnfræðaskólanum komu frá Sím-
anum í Reykjavík þær Binna Hlöð-
versdóttir og Margrét Kjartansdóttir
og bjuggu á Gosastöðum efri.
Verslað í eldgosi