Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Side 29
Frétlir / Fimmtudagur 3. júlí 2003
29
HLUTI af þeim búslóðum sem bjargað var fór beint í flug. Hér eru þeir Torfi Haraldsson og greinarhöfundur að
koma búslóðinni hans Braga Olafssonar um borð í Fokkervél.
GOSASTAÐAMENN minntust
þess fyrir fímm árum að 25 ár
voru liðin frá gosi. Að sjálfsögðu
var greinarhöfundur mættur
þar ásamt sínum betri helmingi,
Katrínu Magnúsdóttur.
eyða of löngum tíma í að bjarga eigin
hlutum þegar aðrir biðu eftir aðstoð.
Ef til vill eru aðrar skýringar til á
þessu ástandi en mér finnst þessi ekki
ólíkleg.
Boðið til veislu í öskuhríð
Jafnvel þegar svo virtist að allt væri að
fara íjandans til, þá létu menn það ekki
á sig fá og reyndu að slá á létta strengi.
Um miðjan febrúar gerði dag einn
vonskuveður af austri og öskuhríð
buldi á bænum seinnihluta dags.
Þegar þannig viðraði var ekki annað
að gera en hætta störfum, bæði var
hættulegt að vinna við slíkar kringum-
stæður og auk þess fóru húsmunir illa
í öskuregninu. Því hættum við
störfum fyrr en ella og vomm komnir
í hús að Gosastöðum um fimmleytið.
Rétt um kl. sex hringdi síminn. I
honum var frændi minn, Ami Johnsen
og erindið var að bjóða mér og nafna
mínum ljósmyndaranum í saltkjöts-
veislu að Skólavegi 7.
Ami var þá búinn að vera, ásamt
Halldóm konu sinni. að pakka saman
búslóð foreldra sinna. Því verki var
nær lokið og nú fannst honum full
ÞESSI mynd, sem tekin var af hænsnaslátruninni, olli miklu
fjaðrafoki og munaði minnstu að málaferli yrðu vegna þessa athæfis.
ástæða til að bjóða til fagnaðar. Hann
tók sérstaklega fram að samkvæmis-
klæðnaður væri áskilinn. Nú var
slíkur klæðnaður ekki meðal þess sem
llokkaðist undir helstu nauðsynjar í
Vestmannaeyjum þessa dagana en
eftir að við nafni höfðum fengið okkur
jámskammtinn, tókum við til að leita í
fataskápnum hans Áka. Þar fundum
við m.a. það sem Iíklega hafa verið
fermingarfötin hans Áka en pössuðu
svona næstum því á nafna minn og
svo forláta smóking sem ég fór í og
var að vísu vel við vöxt. Skyrtur og
slaufúr fundum við líka með þessu og
til að kóróna búninginn fundunt við
pípuhatt sem tilheyrt hafði búningnum
hans Áka þegar hann söng í Meyja-
skemmunni, tveimur árum fyrr.
Þennan hatt setti ég upp, nafni minn
lét hjáhninn sinn duga.
Síðan héldum við til veislufagnaðar.
Nú erekki löng leið frá Bessastígnum
niður á Skólaveg 7 en sú ferð tók
talsverðan tíma þar sem við urðum að
sæta lagi milli öskubylja sem dundu
yfir. Nú var um þessar mundir kom-
inn til Eyja talsverður hópur
björgunarmanna, einkum smiða ofan
af fastalandinu sem voru í óðaönn að
negla fyrir glugga. Nokkrir þeirra
voru að störfum, bæði við Brekastíg
og Skólaveg, kappklæddir í hlífðarföt
og með hjálma. Hafi ég einhvem tíma
séð mönnum fallast hendur þá var það
þarna. Þessir ágætu björgunarmenn
lögðu frá sér hamra sína og horfðu í
forundran á tvo uppáklædda menn
stika gegnum öskubylinn og annar
meira að segja með pípuhatt. Sjálfsagt
hafa þeir haldið að þarna væru illa
bilaðir menn á ferð og sú ályktun
kannski ekki svo fjarri lagi.
En að Skólavegi 7 náðum við
óskaddaðir og settumst, eða réttara
sagt krupuni að veisluborði þar sem
búið var að pakka saman öllum hús-
búnaði og dýrindis saltkjöt með rófum
var framreitt á dúk sem breiddur var á
stofugólfið. Þarna var svo dvalið í
dýrlegum fagnaði fram eftir kvöldi þar
sem bjartsýnin réði ríkjum þrátt fyrir
að vikur og aska byldi á þaki og stór
hluti af austurbænum hefði hulist ösku
þessa nótt.
Eg er ekki í vafa um að þessi óbilandi
bjartsýni Eyjamanna átti sinn þátt í því
hve flestir hlutir gengu vel fyrir sig í
gosinu og hve fljótt byggðarlagið rétti
úr kútnum eftir að hamförunum lauk.
Kannski var eitthvað um væl og
harmagrát uppi á landi en það náði
ekki út til Eyja. Þess vegna á ég
stundum erfitt með að skilja þá svart-
sýni sem stundum hefur að undan-
förnu stungið upp kollinum í Eyjum
hin síðari ár og er einkum vegna
einhvers af manna völdum. Fyrst
okkur tókst að bjóða náttúruöflunum
birginn fyrir 30 árum, þá ætti ekki að
vera ofverkið okkar að lagfæra
mannanna verk núna.
Jasshátíðin Litir og
tónar:
Impress
þakkar
fyrir sig
Við í Impress-bandinu viljum
þakka fyrir ævintýralega helgi sem
kom skemmtilega á óvart og sem
við höldum að hafi aldrei getað
heppnast betur.
Þar sem við emm ungir, 14 til 18
ára, vissum við ekki alveg hvemig
hátíð þetta væri. Tónleikamir sjálfir
heppnuðusl frábærlega, góðir
áhorfendur, toppstemmingin og
„fílingurinn“ á bak við þetta var
ólýsanlegur. Það var svo vel tekið
á móti okkur að við fundum okkur
eins og stórstjömur.
Hápunktur ferðarinnar var þó
þegar við fengum að djamma með
gömlu refunum, landsliðinu í jazz-
inum. Við hvetjum aðstandendur
hátíðarinnar lil að halda áfram
þessu fína starfi og Eyjamenn jafnt
sem aðra landsmenn að styðja
hátíðina.
Impress-bandið
Rukkað inn
allan leikinn
Undanfarin ár hefur ekki verið
rukkað inn eftir hálfleik hjá karla-
liði ÍBV í knattspyrnu en knatt-
spyrnuráð hefur nú tekið þá
ákvörðun að halda innmkkun áfram
eftir hálfleik. Þetta er gert til þess
að mæta auknum útgjöldum liðsins
en töluverður fjöldi fólks hefur
ávallt mætt í hálfleik. Ekki hefur
þó verið tekin ákvörðun um hvort
rukkað verður fullt gjald eða
jafnvel bara hálft en miðaverð fyrir
fullorðna er eitt þúsund krónur en
þrjú hundruð fyrir böm.
Þá hefur einnig verið tekið á bíla-
vandamáli Hásteinsvallar og nú er
óheimilt að leggja bfium fyrir aftan
mörk Hásteinsvallar og vona
knattspymuráðsmenn að fólk komi
sér fyrir í stúkunni og styðji
karlaliðið af ráð og dáð.
Gunnar
Heiðar bestur
KSI hefur undanfarin ár staðið fyrir
kosningum yfir tímabilið, bæði í
karla- og kvennaboltanum, þar sem
kosið er um bestu leikmennina,
þjálfara og dómara. Kosið er
þrívegis hjá körlunum, eftir fyrstu
sex umferðimarog svo koll af kolli.
í kvennaboltanum er hins vegar
kosið þrívegis, eftir fyrri umferð
íslandsmótsins og svo eftir að móti
lýkur.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson varð
fyrir valinu hjá körlunum enda er
hann vel að titlinum kominn. er
markahæstur í efstu deild og hefur
verið að spila mjög vel með ÍBV-
liðinu. I kvennaboltanum var það
svo Ásthildur Helgadóttir sem var
valin best, Ólafur Jóhannesson,
rjálfari FH var valinn besti þjálfari
í karlaboltanum og Vanda Sigur-
geirsdóttir, þjálfari KR hjá
konunum.
Þá var Kristinn Jakobsson valinn
besti dómarinn.