Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Qupperneq 31

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Qupperneq 31
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003 31 Knattspyrna Visabikar kvenna: ÍBV 4 - KR 2 Stelpurnar stóðust prófið HART var barist í leiknum. Það er óhætt að segja að meistara- llokkur kvenna ÍBV hafi staðist það próf sem Heimir Hallgrímsson lagði fyrir þær í bikarleiknum gegn KR á Hásteinsvelli á föstudaginn. I samtali við Fréttir í síðasta tölublaði sagði Heimir að eftir tapið gegn KR á úti- velli væri bikarleikurinn prófraun á karakter liðsins. Það var einmitt iiðsheildin sem skapaði sigurinn, allir leikmenn voru að berjast og áttu KR- ingar í raun aldrei möguleika gegn ÍBV. Leiknum lyktaði með tveggja marka sigri ÍBV, 4 - 2 og er liðið þar með komið í undanúrslit bikarkeppn- innar. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og vörðust stelpurnar framar- lega. Þetta herbragð gekk upp hjá Heimi þar sem öll pressan var sett á vamarmenn KR-inga, sem er veikasti hluti Iiðsins. Fyrir vikið náði Ást- hildur Helgadóttir sér aldrei á strik enda var hún í strangri gæslu Lindar Hrafnsdóttur. Heimir gerði einnig þær breytingar að íris Sæmundsdóttir var færð niður í miðvarðarstöðu, Sigríður Ása í bak- vörðinn og Karen Burke fór inn á miðjuna. Þetta gekk vel, íris og Sig- ríður Ása spiluðu líklega sinn besta leik í sumar og Karen var síógnandi með hraða sínum á miðjunni. ÍBV komst yfir strax á níundu mínútu með marki Olgu Færseth en á 26. mínútu jöfnuðu KR-ingar. En aðeins mínútu síðar kom Karen ÍBV aftur yfir og var staðan 2 - 1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo mjög ró- legur, KR-ingar voru meira með boltann en leikmenn ÍBV vörðust skynsamlega. Þegar tólf mínúmr vom til leiksloka léku þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga sér að vöm gestanna sem endaði með því að Olga skoraði þriðja mark IBV. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma minnkuðu gestirnir muninn en síðasta orði átti Olga Færseth þegar hún bmnaði upp hálfan völlinn og skoraði. Ætlum í úrslitin Heimir Hallgrímsson sagði eftir leikinn að stelpurnar hefðu staðist prófið og vel það. „Við breyttum okkar leikstíl frá því í síðasta leik, pressuðum þær ofarlega á vellinum og það gekk upp. Stelpumar voru mjög einbeittar fyrir leikinn og við ætluðum okkur sigur. Við hefðum í raun getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en fómm illa með færin en í staðinn fengu áhorfendur spennandi leik á lokakaflanum." Aðspurður um óskamótherja í næstu umferð sagði Heimir að það skipti ekki máli. „Við emm búin að leggja KR af velli þannig að það skiptir ekki máli hverjum við mætum í næsta leik, við eigum að vinna þann leik.“ En er ekki best að fá heimaleik? „Það skipdr ekki máli, við ætlum í úrslita- leikinn.“ Þakka stuðinsinn Það var töluverður íjöldi áhorfenda á leiknum og vildu forráðamenn liðsins koma fram þakklæti til þeirra sem studdu við liðið. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Rauðagerðis, sem studdi sitt lið af miklum krafti. ÍBV spilaði 4-4-2 Racliel Brown, Karitas Þórarinsdóttir, Michelle Barr, Iris Sœmundsdóttir, Sigriður Asa Friðriksdóttir, Mliairi Gilmour, Lind Hrafnsdóttir, Karen Burke, Elena Einisdóttir, Margrét Lúra Viðarsdóttir, Olga Fœrseth. Varamenn: Petra Bragadóttir, Sara Sigurlásdóttir (kom inn á 74. mín), Ertta Dögg Sigurjónsdóttir, Rakel Rut Stefánsdóttir, Elfa Asdís Olafsdóttir. Mörk ÍBV: Olga Færseth (3), Karen Burke. Visabikarinn: ÍBV 4 - Grindavík 5 Urslitin reðust i braðabana Yngri flokkarnir: Bágt gensi í bikarnum Annar flokkur karla lék á mánu- daginn gegn Keflavík í bikar- keppninni og var leikurinn í Bítlabænum. ÍBV leikur í B-deild en Keflvíkingar í A-deild og var því búist við erfiðum leik Eyjapeyja. Lokatölur leiksins urðu 4-2 fyrir Keflavík og er IBV því úr leik í bikamum. Annar flokkur kvenna lék á mánudaginn gegn Stjömunni á mánudaginn en leikurinn fór fram í Garðabæ. Leikurinn endaði 3 - I fyrir Stjömuna eftir að ÍBV komst yfir 0-1. Mark ÍBV: Karítas Þórarinsdóttir. Þriðji flokkur karla lék tvívegis gegn Þrótti um helgina en báðir leikimir fóm fram í Eyjum. Fyrst var leikið í bikarkeppninni og fór sá leikur fram á laugardag. ÍBV tapaði þeim leik, I -3 eftir að hafa jafnað 1-1. Mark ÍBV: Ellert Scheving Páls- son. Síðari leikurinn var svo í Is- landsmótinu en hann fór fram dag- inn eftir. Þá léku Eyjamenn mun betur og sigmðu örugglega 7-3. Mörk IBV: Ellert Scheving Páls- son 2, Steingrímur A. Jónsson 2, Egill Jóhannsson. Birkir Hlynsson og Anton Bjamason 1 hver. Þriðji flokkur kvenna tók á móti Breiðabliki á dögunum og urðu lokatölur leiksins 0-11. ÍBV hefur nú leikið þrjá leiki og tapað þeim öllum en Breiðablik er á toppi A- riðils. Eyjamenn tóku á móti Grindvfldngum á þriðjudagskvöld í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar og fór leikurinn fram á Hásteinsvelli. Ohætt er að segja að um maraþonleik hafi verið að ræða því eftir venjulegan leiktíma varð að grípa til framlengingar þar sem hvomgu liði tókst að skora. Leikurinn var frekar bragðdaufur og augljóst að hvomgt liðið ætlaði að falla úr leik á eigin mistökum. Fyrir vikið var leikurinn bragðdaufur og fá færi litu dagsins Ijós. Reyndar fengu bæði lið nokkur hálffæri en ávallt vantaði herslumuninn. Hvomgu liði tókst því að skora í venjulegum leik- tíma og því varð að grípa til framleng- ingar. Ekki gekk liðunum betur í fram- lengingunni enda vom leikmenn Eldgos, nýr gosdrykkur Eldgos er nýr drykkur sem Olgerð Egils Skallagrímssonar hefur hafið framleiðslu á. Eldgos verður kynnt um allt land en aðaláhersla verður lögð á tvo stórviðburði í Eyjum, goslokahátíðina og þjóðhátíðina. Eldgos er sagður vera suðrænn og seiðandi gosdrykkur enda Vest- mannaeyjar syðsta byggð landsins. Ölgerðin er einn aðalstyrktar- aðili IBV-íþróttafélags og munu þau sameinast um kynningu á Eldgosinu. Meðal annars var upp- ákoma við Hvalfjarðargöngin liður í kynningunni. Þar bauð Andrés Sigmundsson öllum þjóðhátíðargestum 2010 frítt í gegnum göngin til Eyja. beggja liða orðnir mjög þreyttir sem að sjálfsögðu kom niður á leiknum. Hvomgu liði tókst að skora í fremlengingu og því voru úrslitin fengin með vítaspymukeppni. Þar skomðu bæði lið úr fyrstu íjórum spyrnum sínum og því var gripið til bráðabana. Þar byijuðu Grindvfldngar á því að skora úr sinni spymu en Olafur Gottskálksson varði spyrnu Bjama Geirs Viðarssonar og kom þar með sínu liði áfram í átta liða úrslit. Bjarnólfur Lámsson sagði eftir leikinn: „Við höfum stillt okkur upp að vegg í annað sinn í sumar með því að tapa síðustu tveimur leikjum. Þá brugðumst við þannig við að verjast aftarlega og einbeita okkur að vamar- leiknum. Það tókst vel, við héldum hreinu en því miður tókst okkur ekki í síðustu viku lék ÍBV gegn Þrótti og fór leikurinn fram í Laugardalnum. Með sigri gat IBV lyft sér upp í annað sæti deildarinnar en það gátu heimamenn líka þannig að búist var við baráttuleik. Það fór hins vegar Iítið fyrir baráttunni í liði ÍBV í fyrri hálfleik en leikur liðsins var skárri í þeim síðari. Það voru hins vegar heimamenn sem sáu um að skora, eitt mark í hvomm hálfleik og þar með missti ÍBV af góðu tækifæri á að blanda sér í toppbaráttuna. Bræðumir Steingrímur og Hjalti Jóhannessynir léku ekki með IBV í leiknum, vonir stóðu reyndar til þess að Hjalti gæti leikið en þegar á reyndi var hann ekki orðinn góður af þeim meiðslum sem hann á í. Þá meiddist að skora. Mér fannst við reyndar spila vel f dag, betur en í síðustu tveimur leikjum þannig að við emm á réttri leið. Við söknum Steingríms í sókninni en svo lengi sem við höldum hreinu þá eigum við möguleika á sigri. Það er bara leiðinlegt að falla úr bikamum, þetta er stemmningskeppni og úrslitaleikurinn sá stærsti á tímabilinu en ég var samt sem áður mjög ánægður með Ieik liðsins í dag.“ ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannes- son, Tryggvi Bjamason, Tom Betts, Unnar Hólm Ólafsson, Atli Jóhannsson, Bjarni Geir Viðarsson, Bjamólfur Lárusson, Andri Ólafsson, Bjarni Geir Viðarsson, Gunnar Heiðar Þoivaldsson. Ian Jeffs í leiknum og Bjamólfur Lámsson fékk gult spjald í leiknum sem þýðir að hann leikur ekki með gegn KR á laugardag. Ian Jeffs mun hins vegarekki leika með liðinu næstu þijár vikumar. IBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Hjalti Jónsson, Tryggvi Bjamason, Tom Betts, Unnar Hólm Ólafsson, Atli Jóhannsson, Bjarnólfur Lárusson, Bjarni Geir Viðarsson, lan Jeffs, Bjarni Rúnar Einarsson, Gunnar Heiðar Þor- valdsson. Varamenn: Igor Kostic, Hjalti Jóhannesson, Einar Hlöðver Sigurðs- son, Andri Ólafsson (kom inn á 83. mín), Pétur Runólfsson (kont inn á 73. mín). Knatts., Landsbankad.k: Þróttur 2 Glatað tækifæri Óvænt úrslit fyrir norðan: KFS tapaði naumlesa fyrir Völsunsi KFS lagði land undir fót og hélt norður í land þar sem liðið átti að mæta Völsungi. Sem fyrr var keyrt norður og var gist eina nótt á Húsavík. Leikmannahópur KFS var fámennur en þrettán leikmenn vom á skýrslu ásamt þjálfara liðs- ins. En baráttan var í lagi hjá KFS og þrátt fyrir að lenda undir strax í byrjun leiks var leikurinn jafn og spennandi. Um miðjan síðari hálfleik jafnaði svo Óðinn Steins- son metin meðþmmuskoti af stuttu færi en undir lokin færði dómari leiksins heimamönnum sigurinn með þvf að dæma mjög vafasama víti. Húsvíkingar skomðu úr víta- spymunni og em því enn með fullt hús stiga þegar þegar sjö umferðum er lokið en KFS er í sjöunda sæti með sex stig, tveimur stigum frá fallsæti. Hjalti léns fer út í ágúst Enn aukast vandræði Magnúsar Gylfasonar, þjálfara ÍBV, sem þarf að glíma við meiðsli sem hafa nú þegar sett strik í reikninginn auk þess sem Bjamólfur Lámsson fer í sitt annað bann á tímabilinu gegn KR á laugardaginn. Hjalti og Steingrímur Jóhannes- synir hafa báðir verið meiddir auk þess sem Ian Jeffs bættist í hóp þeirra. Þá hefur Unnar Hólm verið meiddur að undanfömu en nú sér vonandi fyrir endann á því. Þá mun Hjalti Jónsson yfírgefa liðið um miðjan ágúst en þá heldur kappinn til Danmerkur í nám. Margrét Lára á opna Norður- landamótinu Margrét Lára Viðarsdóttir, leik- maður ÍBV, er um þessar mundir stödd í Svíþjóð með U-17 ára landsliði íslands þar sem liðið tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu. Island tapaði fyrsta leiknum 4-2 gegn Frökkum og var Margrét Lára fyrirliði íslenska liðsins. Framundan Föstudagur 4. júlí Kl. 20.00 KFS-Létúr 2. deild karla. Kl. 20.00 Selfoss-ÍBV 2. fl. karla. Laugardagur 5. júlí Kl. 13.30 ÍBV-KR Landsbanka- deild karla. Kl. 15.00 Víkingur-ÍBV 3. fl. karla Sunnudagur 6. júlí Kl. 13.OOHK-iBV3.fi. karla. Mánudagur 7. júlí Kl. 18.00 ÍBV-KR 3. fl. kvenna. Þriðjudagur 8. júlí Kl. 17.00 IBV-ÍA 4. fl. kv. ABC. Miðvikudagur 9. júlí Kl. 17.00 ÍBV-IA 5. fl. karla ABCD Kl. 20.00 ÍBV-Breiðablik 2. fl. karla. Kl. 20.00 Stjaman-ÍBV Lands- bankadeild kvenna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.