Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003
Jólahugvekja Þorvalds Víðissonar
Afhimnum ofan
boðskap ber
Kæra Eyjafólk, kæru systkin!
Hátíð ber að höndum ein, hátíð gleði
og hátíð friðar. Allir vilja skarta sínu
fegursta, allir vilja sýna sínar bestu
hliðar.
Jólahátíðin minnir okkur á dýpt lífsins,
dýpt lífsins okkar. Við finnum þann
anda sem ríkir yfir frásögum heilagrar
ritningar, þann anda sem ríkir á jólum.
Hamingja er það orð sem kemur upp í
hugann þegar hugsað er um jólin.
Fjölskyldur og vinafólk sameinast og
allir standa jafnir frammi fyrir því
undri sem jólin boða, því undri sem
lífið er.
Á jólum hlúum við að lífinu, leitum að
þeirri sátt sem hjartað þráir. Þeirri sátt
sem manneskjan þarfnast, sátt við lífið
og sátt við hlutskiptið sitt. Það er svo
mikilvægt að finna það jafnvægi sem
líf okkar þarfnast, jafnvægi milli þess
sem við viljum og þess sem við
getum. Stilla væntingum okkar í það
hóf að þakklætið komist þar fyrir.
Jólin em hátíð tækifæranna. Ájólum
er tækifæri til að líta í hjarta sér,
hreinsa lífið af reiði og öllu því sem
íþyngir okkur. Það að taka erfiða
reynslu í sátt, taka framgang lífsins í
sátt, er tækifæri jólanna. Að fyrirgefa
er svo gott á jólum, leyfa anda jólanna
að blása burt öllu því sem angrar
okkur eða vekur sorg, okkur og
samferðafólki okkar til blessunar.
Nægjusemi gefur fyrirheit um þakklátt
hjarta og hamingju. Það að vænta
ekki alls í heimi hjálpar okkur að lifa
hinum sannajólaanda.
Hamingjuleitin er hið eilífa verkefni
mannsins, að leita þess sem gefur
þann anda sem fyllir lífið tilgangi og
gleði. Það að njóta stundarinnar sem
við lifum, hinnar líðandi stundar, ekki
alltaf vera að plana framtíðina eða
horfa til fortíðar heldur lifa í hinni
líðandi stund. Það er mikill máttur
sem andráin geymir, það er mikill
máttur sem býr í núinu.
Það að upplifa hamingju lífsins felst
að svo miklu leyti í því að finna
samhljóm væntinganna og þeirra
lífsins göngu sem himnafaðirinn hefur
valið sem okkar veg. Himnafaðirinn
ætlar sér eitthvað með okkur öll.
María Guðsmóðir og Jósef gengu sinn
lífsins veg sem varðaður var af
himnaföðumum sjálfum. Þar var lítið
pijál í kringum þau en þau hafa án efa
fundið h'fsins hamingju því þau fengu
reglulega skilaboð að þau væru á réttri
leið.
María fékk ótvíræða köllun, skilaboð,
og komu þau úr hinum ýmsu áttum.
Hún hlustaði og fann, geymdi það allt
í hjarta sér. Gabríel engill vitraðist
henni og boðaði henni það sem beið
hennar. Vitringar komu úr austri,
boðberar ríkidæmis, konungdæmis.
Þeir komu langt að til að færa
Jesúbaminu gjafir og sýna alla þá
virðingu sem þeir best kunnu.
Hirðarnir í haganum, sem gættu
lambanna, urðu vitni að himneskum
hersveitum sem sungu: „Dýrð sé
Guði í upphæðum og friður á jörðu
með þeim mönnum sem hann hefur
velþóknun á.“ Hirðarnir boðuðu
upplifun sína, það sem þeir sáu og
heyrðu. Símeon, hinn aldni sem talað
er um síðar í guðspjöllunum, lofsöng
Guð er hann sá Guðsbamið koma með
móður sinni er Jesús var kominn á
legg. Símeon sagði: „Nú lætur þú
Drottinn, þjón þinn í friði fara eins og
þú hefur heitið mér því augu mín hafa
séð hjálpræði þitt, sem þú hefur
fyrirbúið í augsýn allra lýða(...).“
Oll þessi orð geymdi María í hjarta
sínu, eins og segir í heilagri ritningu.
Hún hefur án efa fundið að hún gekk
hamingjuveginn, hún gekk þann veg
sem henni var ætlaður, sem himna-
faðirinn sjálfur varðaði og passaði upp
á. Hún var sátt, nægjusöm, þakklát
íyrir sína lífsins göngu, fyrir sitt mikla
hlutverk.
Af himnum ofan boðskap ber
oss, bömum jarðar, englaher.
Vér fögnum þeirri fregn í trú,
af fögnuð hjartans syngjum nú.
1 dag erheimifrelsifœtt,
er fœr vor mein og hanna bœtt,
það bamið þekkjum blessað vér,
vor bróðir Jesús Kristur er.
(sb. 85:1-2)
Guð gefi ykkur öllum, nær og fjær,
hamingju og frið á komandi jólum.
Gleðilega jólahátíð!
Sr. Þorvaldur Víðisson
Landukirkju
r
A
Við sendum ættingjum og vinum bestu óskir um gleðileg jól
og gæfuríkt komandi ár og þökkum liðnu árin.
Þórey, Nicklas, Sara Ósk og Kristín, Karlskroga í Svíþjóð
FRÉTTIR
Utgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar
Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir:
Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi
47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur:
frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
Hekylnold jól ocj órawf
Landakirkja________________________________________________
Sunnudagur 21. desember 2003
Kl. 11.00 Sunnudagaskóli á fjórða sunnudegi í jólaföstu. Mikill söngur,
jólalögin og jólafrásögur. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og bamafræðaramir.
Sunnudagur 21. desember, fjórði sd. í jólaföstu.
Kl. 20.00 Jólapoppmessa í Landakirkju. Hljómsveitin Prelátar (Dans á
Rósum) spilar ásamt írisi Guðmundsdóttur. Prestur sr. Fjölnir Ásbjömsson.
Þriðjudagur 23. desember 2003
Kl. 20.30 Kyrrðarstund með altarisgöngu á Þorláksmessu. Sr. Fjölnir
Ásbjömsson og organisti Guðmundur H Guðjónsson.
Aðfangadagur jóla 24. desember 2003
Kl. 14.00 Bæna og kertastund í kirkjugarði Vestmannaeyja. Ritningarlestur
og bæn. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson.
Aðfangadagur jóla 24. desember 2003
Kl. 16.00 Barnastund í Landakirkju. Hjördís Kristinsdóttir kennari og
bamafræðari í kirkjunni leiðir stundina ásamt prestum kirkjunnar.
Aðfangadagur jóla, 24. desember 2003
Kl. 18.00 Aftansöngur. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar
H Guðjónssonar, Védís Guðmundsdóttir leikur á þverflautu, prestur sr.
Þorvaldur Víðisson.
Aðfangadagur jóla, 24. desember 2003
Kl. 23.30 Jólanótt í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjóm
Guðmundar H Guðjónssonar, Védís Guðmundsdóttir leikur á þverflautu,
prestur sr. Fjölnir Ásbjömsson.
Jóladagur, 25. desember 2003
Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta í Landakirkju á jóladag. Lúðrasveit
Vestmannaeyja byrjar að leika kl. 13.30 undir stjóm Stefáns Sigurjóns-
sonar. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H Guðjónssonar.
Sr. Fjölnir Ásbjömsson leiðir helgihald og sr. Þorvaldur Víðisson predikar.
Annar í jólum, 26. desember 2003
Kl. 14.00 Skímar- og Ijölskylduguðsþjónusta í Landakirkju á öðmm degi
jóla. Kór Landakirkju syngur. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson.
Annar í jólum, 26. desember 2003
Kl. 15.10 Guðsþjónusta á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum. Kór
Landakirkju syngur, prestur sr. Þorvaldur Víðisson.
Sunnudagur 28. desember 2003
Kl. 15.00 Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimili kirkjunnar á fjórða degi jóla.
Helgileikur Bamaskólans, 6. bekkur. Jólasveinar, jólasaga, kaffi og léttar
veitingar. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og leiðtogamir.
Gamlársdagur, 31. desember 2003
Kl. 18.00 Aftansöngur á gantlársdag. Kór Landakirkju syngur undir stjóm
Guðmundar H Guðjónssonar, prestur sr. Þorvaldur Víðisson.
Nýársdagur, 1. janúar2004
Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta með altarisgöngu í Landakirkju á nýársdag.
Kór Landakirkju syngur, prestur sr. Fjölnir Ásbjömsson.
Sunnudagur 4. janúar 2004
Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Stafkirkjunni á Heimaey í anda þrettándans. Kór
Landakirkju syngur, félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika við
athöfnina. Prestur sr. Fjölnir Ásbjömsson.
Hvítasunnukirki an_________________________________________
Föstudagur 19. desember
Kl. 20.30 Unglingakvöld.
Laugardagur 20. desember
Kl. 20.30 Bæna- og lofgjörðarsamvera. Gott að undirbúa jólin í bæn til
frelsarans.
Fjórði sunnudagur í aðventu.
Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn. Jólatrésskemmtun, góðir gestir og gott í
magann.
Kl. 15.00 SAMKOMA Það er fagnaðarhátíð í vændum. Komið og
lofsyngið Drottni. „Gjörið því hugi yðar viðbúna. 1. Pét. 1:13. Allir
hjartanlega velkomnir.
Aðfangadagur
Kl. 18.00 Aftansöngur.
Jóladagur
Kl. 15.00 Fagnaðarsamkoma.
Laugardagur 27. desembcr
Kl. 18.00 Fjölskylduhátíð safnaðarins.
Gamlársdagur
Kl. 18.00 Vitnisburðarsamkoma.
Nýársdagur
Kl. 15.00 Hátíðarsamkoma.
Sunnudagur 4. janúar 2004
Kl. 15.00 Samkoma
Á nýju ári eru nýjar vonir, komið og leyfið Drottni að blessa þær og
snerta líf ykkar. Hvítasunnukirkjan óskar öllum Guðs blessunar og
friðar um hátíðarnar. Gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár.
Aðventkirkjan______________________________________________
Laugardagur 21. desember
Kl. 10.30 Biblíulestur
Jóladagur 25. desember
Kl. 14.00 Guðsþjónusta, ræðumaður Halldór Engilbertsson
Laugardagur 27. desember
Kl. 10.00 Biblíurannsókn
Allir velkomnir.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði
og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun,
hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.