Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 23
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003 23 LAUGA útdeilir gjöfum til fólks. friðsælu sveitaumhverfi. Þar sem mannlífið er ólíkt því sem er að finna í borginni." HEIMILI Óskars og Laugu í Rúmenínu. Þegar rútan er hingað komin og búið að fara í gegnum toll og græja alla pappírsvinnu, sem er mjög mikil og tekur stundum nokkra daga, þá er byijað að vinna að því að sortera niður eftir pöntunum, og afgreiða fyrir- spumir. Þær geta komið frá ein- staklingum, fjölskyldum eða stofn- unum eins og sjúkrahúsum, elli- heimilum, munaðarleysingjaheimilum svo einhver dæmi séu nefnd. Mikill tími fer í undirbúning áður en rútan kemur þar sem kerfið er mjög seinvirkt. Mikill skortur er á nútíma tækni og nútíma vinnubrögðum. Þetta veldur óþægindum og töfum. Að hjálparstarfinu koma fimm manns en álag er mikið í kringum jólin og eru þá starfsmenn stundum fieiri.“ Hús að hruni komin en við hliðina stendur höll Hvemig er ástandið í landinu, er ekki mikill munur á aðstœðum fólks? „Það er erfitt að átta sig á ástandinu í Rúmeníu. Það er gífurlega mikil stéttarskipting og launamismunur mikill. Sjá má mikla fátækt, helst í þorpum, einnig má sjá mikið ríki- dæmi. Ekki er óalgengt að sjá fjöl- skyldu á hestvagni og glænýjan Benz aka framhjá. í húsahverfum má sjá hús að hruni kominn en við hliðina stendur höll. Ástandið er ekki svo auðséð í fyrstu, það er erfitt að átta sig á því hvort fólk sé ríkt eða fátækt. Mikið er um vel klætt fólk, í nýjustu tísku með gsm-síma. Það virðist ekki fátækt en heima hjá þeim getur verið mikill skortur, ekkert rennandi vatn og jafnvel kamar úti við. Mikið er um betlara á götunum, en það þýðir samt ekki þeir séu í neyð. Þetta gerir það að verkum að erfitt er að finna út hvar þörfm fyrir hjálp er. Fátæktin er nærri allsráðandi í þorp- unum. Skortur á öllu, enga atvinnu að fá, hreinlæti lítið, húsakostur slæmur, ekkert rafmagn, hiti, sími og hrein- lætisaðstæða. Flestir búa við sjálfs- þurftarbúskap. Hafa sinn eigin garð, rækta sitt eigið grænmeti og sín eigin dýr. Þegar komið er í þorpin er eins og tíminn hafi stoppað fyrir mörgum árum og allt virðist deyjandi.“ Fólk er vonlítið, mikil fáfræði „I borgunum er fátæktin meira falin, þó er hana vissulega að finna þar. Mikið um munaðarleysingja, við höfum tekið að okkur munaðar- leysingja um tíma. Öryrkjar eiga mjög erfitt og bætur mjög litlar, jafnvel engar. Ellilíf- eyrisþegar fá mjög lítið, dæmi er um 1500 kr. á mánuði. Margir hverjir þurfa að vinna að baki brotnu, 60 til 70 ára gamlir, til þess að hafa ofan í sig og á. Atvinnuleysi er mikið að finna í þorpum og bæjum.“ Gífurieg uppbygging Óskar og Lauga segja ástand stofnana svo sem munaðarleysingjaheimila, skóla og sjúkrahúsa fara batnandi þó mikið vanti á. Biðstofur sjúkrahúsa minna t.d. á verbúðir í gömlu Fiskiðjunni. „Mikil aðstoð kemur frá erlendum kirkjum, helst Bandaríkjunum. Á þessum tveimur árum sem við höfum verið hér, hefur gífurleg uppbygging og viðhaldsvinna átt sér stað, víðs vegar um landið. Gatnakerfi hefur verið endurbætt og glæsilegar gamlar byggingar orðnar sem nýjar. Það má segja að það sem var gert á dögum kommúnista, sé lýti á Rúmeníu í dag svo sem „kommablokkimar" og auðar verksmiðjur. Við fórum og heimsóttum höll Ceausescu sem er eitt fallegasta mannvirki sem við höfum séð. Það er næststærsta bygging í heimi á eftir Pentagon. Byggingin sem kallast „hús fólksins“ hefur að geyma vel á annað þúsund herbergi, svo ekki sé minnst á undirgöngin sem áttu að notast sem flóttaleið.“ ÞETTSETINN bekkurinn í kirkju. LAUGA og Óskar með Súsönnu, nágrannakonu sinni. Þegar Óskar og Lauga eru spurð hvort það taki ekki á þau að sjá umkomu- og hjálparleysi fólksins segja þau að það geti tekið verulega á að sjá ástand fólksins. „Sérstaklega þegar böm, gamalmenni og öryrkjar eiga í hlut. Samt verður maður að læra að taka ekki of mikið inn á sig, annars dugar maður skammt. Oft á kvöldin, þegar komið er að því að fara í háttinn, situr í huga manns svöng fjölskylda, klæðlaus böm og erfitt heimilsástand. En með hjálp Guðs er þetta mögulegt. Jesús sagði; fátæka hafið þér ávallt á meðal yðar. Svona reynsla lætur engan ósnortinn. Þetta er skóli sem við hefðum aldrei viljað sleppa. Fyrst og fremst gefur þetta manni þakklæti fyrir það sem maður á. Og skilning á því sem máli skiptir. Að eiga allt af öllu er löngu vitað að færir manninum ekki sanna hamingju og frið. Þó að fæðan og klæðin séu nauðsynleg þá dugir það skammt. En trú á Jesúm Krist og Hans orð varir að eilífu. Það skiptir mestu máli.“ Oft finnst okkur vanta „Víkinginn“ í Rúmenann Hvað með atvinnuvegi í Rúmeníu, hafa orðið framfarir síðan einræðis- stjómin fór ífá, hvemig er stjómarfarið núna? „Helstu atvinnuvegir em land- búnaður, iðnaður og námugröftur. Rúmenar framleiða fallega skó, fatnað og glervömr. Ótrúlega miklar fram- farir hafa verið síðan einræðisstjómin fór frá og einstaklingsfrelsið hefur fengið að njóta sín. Dæmi má nefna um efnilegt íþróttafólk sem ekki mátti fara úr landi til að leyfa hæfileikunum að njóta sín. Fólk má eignast bíl, en áður þurfti sérstakt leyfi til að kaupa bfl. Ef þú áttir bfl máttir þú einungis aka á tilteknum dögum. Ljós má loga allan sólarhringinn, en áður var rafmagn skammtað, sem og matur. Nú ríkir lýðræði með forseta. Það má enn finna mjög sterkt fyrir því að Rúmenar hafa um langt bil lifað undir kúgun einræðis. Þetta hefur vissulega mótað hugsanagang fólks, karakter og drepið allt sem heitir frumkvæði, metnaður og sköpun. Þetta er mjög ólíkt því sem við höfum vanist á Islandi þar sem einstaklingur- inn fær að njóta sín. Þó vart sé við breytingar er ennþá langt í land. Þetta tekur kynslóðir að breytast. Við finnum mjög mikið fyrir þessu er við störfum með fólki. Erfitt getur reynst að setja ábyrgð á fólk. Islendingar eru sífellt að bæta umhverfi sitt og klífa upp metorðasigann. En hér er fólk lengi að taka við nýjungum og er hugmynda- snautt. Starfokkar felst einnig íþvíað sýna fólki fram á hvað margt er hægt að gera án mikils kostnaðan Til dæmis varðandi matargerð, heimili, uppeldi, klæðnað vinnuaðferðir og fleira,“ og þess má geta að Lauga ætlar að gefa úr matreiðslubók, með íslenskum uppskriftum. Þegar þau eru spurð hvemig þeim hafi tekist að aðlagast og hverjir séu helstu kostir og gallar þess að búa þama úti segja þau að það hafi gengið vel að aðlagast. „Þó hefur oft verið erfitt að sætta sig við að hlutirnir séu öðmvísi en maður hefur vanist. Má þá helst nefna „Kerfið“ og hugsanagang fólksins. Kostimir em þó fleiri en færri og okkur líður mjög vel. Minna stress, lífíð einfaldara, áhyggjulausara, og lífsgæðakapphlaupið ekki eins mikið. Góða veðrið skipar stóran sess. Mest áberandi í fari landsmanna er feimni og óöryggi. Og þeim finnst jrcir ávallt undir aðra komnir. Ólíkt okkur íslendingum sem finnst við vera yfir aðra hafnir, þar sem við teljum okkur fremsta og mesta í öllu. Oft finnst okkur vanta „Víkinginn" í Rúmen- ann. Götulíf er friðsælt en lfflegt og er gaman að ganga um í miðbænum með Qölskyldunni að kvöldlagi. Mikið af fólki safnast saman í miðbænum sem er fallegur yfir sumartímann. Við búum aðeins fyrir utan borgina í Kastali Drakúla Óskar og Lauga hafa ferðast nokkuð mikið um Rúmeníu á stuttum tíma, bæði vegna vinnu og til gamans. Þau eru spurð hvað sé það markverðasta sem þau hafi séð á ferðum sínum. „Fyrst ber að nefna Höll Ceausescus, „hús fólksins" sem 40 % þjóðartekna fóru í. Þá fannst okkur merkilegt að sjá kastala en á honum stóð, Kastali Drakúla í Transylvaniu, Svartahafið, höfuðborgin Bucarest. Ofarlega í minni er ferð sem við fórum síðasta sumar er við heimsóttum þorp nálægt landamærum Búlgarfu, segja þau Óskar og Lauga. Óskar var beðinn að predika í kirkju þar. Þegar komið var á staðinn var kirkjan ekki nema 15 fm og ekkert rafmagn, sem gerði honum erfitt fyrir með lestur úr Biblíunni, en það bjarg- aðist samt. Nú, Óskar þurfti að skreppa á salemið og var þá rétt klósettpappírsrúlla og bent að fara fyrir framan húsið. Þar var lítil hola ofan íjörðina bak við vegg og 120 kg svín bundið við grjót. Hann kærði sig lítið um að notast við þetta salemi sem hefði varla mátt bjóða svíni. Áður en haldið var heim á leið var það einlæg ósk gestgjafans að við þægjum veitingar. Ekki vitum við hvort svínið var matreitt en maturinn fórekki vel í okkur og kostaði okkur mikil veikindi sem stóðu yfir í 3 vikur." Óskar og Lauga eru að gefa út geisladisk sem heitir „Af Hans Kross“ og er annar í röðinni í seríu seni heitir „Sígildirsálrnar." „Þareraðfinna 12 gullfalleg lög í léttum gospel kántrý útsetningum. Flytjendur eru Óskar Sigurðsson, Gunnlaug Sigurðardóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Eva Dögg Sveinsdóttir, Þóra Gísladóttir og Edgar Smári ásamt gospelkór Reykjavíkur. Hljóðfæraleikarar eru Óskar Einarsson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson, Jón Hafsteins- son, Sigurgeir Sigmundsson og lleiri. Einnig gáfum við út hljómdisk 1999 sem heitir „Owe it all to Jesus.“ Hvað með framtíðina ? „Það er alveg óráðið hve lengi við komum til með að búa í Rúmeníu. En það er ekki komið fararsnið á okkur. Við höfum ekki ennþá fengið heimþrá en vissulega söknum við stundum góðrar íjölskyldu og vina. Þá má ekki gleyma góða íslenska matnum. Vestmannaeyjar eru og verða alltaf stór partur af okkar lífi. Þar erum við fædd og uppalin, sem vissulega hefur mótað okkur. Einnig eru bömin okkar fædd þar. Okkur langar að lokum koma þakklæti á framfæri til foreldra okkar sem hafa komið og heimsótt okkur hingað í tvígang, og hafa stutt ómetanlega við bakið á okkur. Sem og kirkjan okkar í Reykjavík." Hvað um jólahald? „Þeim er þannig háttað, á aðfangadag erum við með helgileikrit, sem er í umsjón bamanna. Yfirleitt tekur það mánuð í undir- búningi. Þetta er hápunktur jólanna hjá þeim því hér tíðkast ekki jólagjafir, ekki einu sinni milli foreldra og bama. Eftir þessa skemmtun fömm við svo út og erum þá búin að fylla bílinn af "hjálpargögnum, sem tekur okkur mánuð að útbúa. Við keyrum þessu út til fólks og eftirvæntingin er það mikil að unglingahópurinn labbar með bílnum. Hjá hverju húsi syngjum við jólalög og fyrir vikið fáum við kökur og te eða djús. Þetta getur verið mjög gaman og er stór liður í jólurn hér. Við komum yfirleitt heim eftir miðnætti.. Fyrstu jólin okkar hér var 16 til 17 stiga frost og vomm við að keyra út gjöfum til þrjú um nóttina. Þetta eru .kannski ekki jól eins og við venjumst á Islandi en ég verð að segja að þetta eru eftirminnilegustu jól sem við höfum upplifað, og jafnvel þau skemtilegustu,“ segir Lauga að lokum. gudbjorg @ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.