Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 30
30
Fréttir/ Fimmtudagur 18. desember 2003
| Þrekmeistarinn: Vel heppnað en þátttaka hefði mátt vera meiri
Aðeins sekúnda skildi á milli liðanna
Á laugardaginn var haldið Þrek-
meistaramót í Hressó. Er þetta í annað
sinn í vetur sem slíkt mót er haldið.
Þrekmeistaramót sem þetta fer
þannig fram að annaðhvort er keppt í
liðakeppni eða einstaklingskeppni.
Fimm skipa hvert lið og skipta þeir
með sér tíu ælingastöðvum en í
einstaklingskeppninni klárar einn aðili
allar tíu stöðvamar. Klára þarf hverja
stöð en æftngamar eru mismunandi.
Brautin er svo farin á tíma og það lið
eða einstaklingur, sem fer hana á
skemmstum tíma, vinnur keppnina.
Keppnin um helgina var mjög
skemmtileg, sérstaklega í kvenna-
keppninni þar sem fjögur lið tóku þátt
en í karla- og einstaklingskeppninni
var aðeins eitt lið og einn einstak-
lingur. Þó að samkeppnina hafi vant-
að, þá vantaði ekki keppnisskapið hjá
þátttakendum því markmiðið er
auðvitað alltaf að klára brautina og
keppa við sjálfan sig en bæði
karlasveitin og Guðrún Bjamý
Ragnarsdóttir, sem tók þátt í einstak-
lingskeppninni, klámðu brautina af
krafti.
Karlasveitina skipuðu þeir
Þorvarður Þorvaldsson, Guðmundur
Sveinsson, Valdimar Pétursson, Elías
Friðriksson og Smári Harðarson.
Kvennakeppnin var hins vegar opin
og skemmtileg en þrjú lið skráðu sig
til leiks auk þess sem „Gullömm-
umar“ eins og þær vom kallaðar, fóm
brautina en þurftu ekki að gera jafn
margar endurtekningar. Rauðu
djöflamir, sem tóku þátt í íslands-
mótinu á Akureyri um daginn vom
sigurstranglegasta liðið.
Keppnin var hins vegar æsi-
spennandi og þegar upp var staðið
munaði ekki nema einni sekúndu á
sigurliðinu og Rauðu djöflunum.
Sigursveitina skipuðu þær Júlíana
Bjamadóttir, Hafdís Kristjánsdóttir,
Dagmar Skúladóttir, Björg Guðjóns-
dóttir og Anna Dóra Jóhannsdóttir.
SIGURLIÐIÐ, Björg, Anna Dóra, Júlía, Dagmar og Hafdís.
HRIKALEG átök, Emma í róðrinum.
GULLÖMMURNAR, Unnur Jóna, Kristjana, Emma, Lilla og Þurý fagna góðum árangri.
| Frjálsar: Jólamót yngri flokkanna
Krakkarnir náðu frábærum árangri á landsvísu
Jólamót UMF. Óðins í frjálsum
íþróttum í flokki átta ára og yngri, níu
til tíu ára og 11-12 ára stelpna og og
stráka var haldið á sunnudaginn.
Mæting var góð þó nokkur forföll hafi
verið. Frábær árangur náðist á mótinu
og má ætla, miðað við árangur
mótsins að við eigum margar
upprennandi stjömur hér í Eyjum.
Indiana Kristinsdóttir fékk flest
stigin í flokki stelpna átta ára og yngri
þegar hún stökk 1,53m í langstökki án
atrennu. Hún er bara sjö ára gömul og
má geta þess að hún náði með þessu
lengsta stökki ársins á öllu Islandi í
sínum flokki. Aðeins þremur stigum á
eftir var árangur Þóreyjar í 60 m
hlaupi sem hún hljóp á 11,0 sek.
í flokki 8 ára og yngri stráka var
það Sigdór Kristinsson sem fékk flest
stig í langstökki án atrennu er hann
stökk l,58m sem er þriðji besti
árangur á landinu í ár. Sindri
Jóhannsson kom aðeins tíu stigum á
eftir honum í 60 m hlaupi sem hann
hljóp á 11,1 sek. sem er þriðji besti
árangur í hans flokki á landinu í ár.
í flokki níu til tíu ára bar árangur
Kristínar Sólveigar hæst en hún vann
allar sínar greinar og jafnaði Vest-
mannaeyjametið í 60 m hlaupi í sínum
flokki er hún hljóp á 9,3 sek. sem er
annar besti tími ársins á landinu. Síðan
stökk hún 1,97 m í langstökki án
atrennu og kastaði kúlu 4,97 m.
Bylgja Sif Valsdóttir er ung og
efnileg hlaupadrottning og gerði sér
lítið fyrir og hljóp á sínu fyrsta móti
60m á 10,3 sek. sem er frábær
árangur. 1 flokki níu til ára stráka var
það árangur Símonar Henryssonar
sem gaf flest stigin en hann er aðeins
níu ára gamall og vann 60 m hlaupið á
10,0 sek. sem er annar besti tími ársins
á landinu. Einnig sigraði hann í
langstökki án atrennu er hann stökk
1,84 m sem er fjórða besta stökkið á
landinu í ár.