Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 22
22
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember2003
-segja Óskar og Lauga sem starfa við hjálparstarf í Rúmeníu
Óskar Sigurðsson og Gunn-
laug Rósalind Sigurðardóttir
eru bæði fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum. Þau starfa
nú við trúboð og hjólparstarf
í Rúmeníu. Foreldrar Óskars
eru Sigurður Óskarsson og
Sigurbjörg Óskarsdóttir en
foreldrar Laugu eru Sigurður
Gísli Þórarinsson og
Kristbjörg Unnur Grettisdóttir.
Óskar og Lauga kynntumst
1990, Óskar stundaði þó
nóm í smíðum og Lauga var í
Framhaldskólanum. Þau fóru
til Reykjavíkur 1993 en þó
stundaði Lauga nóm við
Iðnskólann í Reykjavík og
Óskar vann við tónlistarstörf.
Þau fluttu svo til Reykjavíkur
haustið 1997 og í byrjun
næsta órs fluttu þau til
Indiana í Bandaríkjunum þar
sem þau voru í biblíuskóla.
Búa 1 Timisoara
„Þar kviknaði fyrst áhugi á trú-
boðsstarfi en þar lærðum við allt sem
tengist því að veita kirkju forstöðu.
Tími okkar í Bandarikjunum var mjög
dýrmætur og reynslurfkur," segja
Oskar og Lauga. Þau eiga tvö böm,
Benjamín Elí er fæddur 3. júní 1997
og Sigurbjörg Líf er fædd 29. april
2003.
Hvað varð til þess að þess að þið
áh’áðuð aðflytja til Rúmem'u og sinna
þar hjálparstaifl?
„Við fómm fyrst til Rúmeníu í
ágúst 2001 til að heimsækja vini, og
aðstoða þau. A meðan á dvölinni stóð
vomm við spurð hvort við hefðum
áhuga á að taka við starfinu í Rúm-
eníu, kirkjustarfi sem og hjálparstarfi.
Þetta kom auðvitað flatt upp á okkur
en að vel athuguðu máli ákváðum við
að slá til.“
A þessum tíma bjuggu þau í
Reykjavík, Óskar starfaði hjá Vinnu-
lyftum í Garðabæ og Lauga vann á
leikskóla. Einnig vom þau virk í
kirkjustarfi í Betaníu, sem er til húsa á
Lynghálsi. „Ákvörðunin varekki svo
erfið þar sem við fundum bæði að
Guð var að kalla okkur til slíkra
starfa," segja Óskar og Lauga. Þau
búa í Timisoara en þaðan er um það
bil, eins og hálfs tíma akstur að landa-
mæmm Ungverjalands. Ibúafjöldi í
Timisoara er um það bil 600,000.
„Við búum í tæplega 800 fm húsi sem
inniheldur heimilið, hjálparstarfið og
kirkjuna. Húsakostur er góður miðað
við margt sem hér þekkist. Húsið er
stórt og glæsileg, klætt að innan með
marmara þar sem marmari var mjög
ódýr meðan á byggingu stóð. Einnig
em glæsilegar gipsskreytingar og antik
húsgögn. Þó húsið sé glæsilegt á að
líta, þá er það byggt af miklum
vanefnum og vankunnáttu, svo það
þarfnast stöðugs viðhalds."
Þau segja kirkjustarfið vera mjög
ÓSKAR og Lauga eru fædd og uppalin í Eyjum en nú starfa þau við kristniboð og hjálparstarf í Rúmeníu. -Við fórum fyrst til Rúmeníu í ágúst 2001 til
að heimsækja vini, og aðstoða þau. Á meðan á dvölinni stóð vorum við spurð hvort við hefðum áhuga á að taka við starfinu í Rúmeníu, kirkjustarfi sem
og hjálparstarfi. Þetta kom auðvitað flatt upp á okkur en að vel athuguðu máii ákváðum við að slá til,“ segja þau.
BÖRNIN, Benjamín Elí og Sigurbjörg Líf.
víðtækt. Óskar sér um að predika og
stjórna samkomum og söngurinn
hvílir á herðum beggja. Lauga sér um
bamastarfið sem skipar stóran sess
innan kirkjunnar. Samkomur eru
fjórum sinnum í viku ásamt miklu
félagsstarfi, „Við erum með konu-
kvöld, uppákomur fyrir unglinga,
tónlistarkennslu, kór, bamaskemmt-
anir og allt annað sem viðkemur
kirkjustarfi svo sem giftingar, jarðar-
farir, ráðgjöf, heimsóknir á sjúkrahús
sem em tíðar og fleira. I söfnuðinum
em 60 manns og kirkjan heitir Beula.
Hún er ein af 1400 kirkjum Christ
Gospel Churches int. sem hafa
höfuðstöðvar sínar í Jeffersonville
Indiana. Við kennum okkur við
hvítasunnu. Þangað sækjum við
kristileg mót einu sinni á ári.“
Komu saman í felum
Var ekki kristin trú bönnuð í Rúm-
eníu?
„Á dögum kommúnismans var
kristin trú alfarið bönnuð í landinu að
undanskilinni grískkaþólsku kirkjunni
sem er þjóðkirkja Rúmena. Ekki var
einu sinni leyfilegt að eiga Biblíu á
þeim dögum né koma saman til bæna.
Slíkt kallaði á refsingu jafnvel fang-
elsisvist. I skólum var öll trú á Jesúm
Krist bönnuð og bömum skipað að
hylla kommúnismann í ávarpi og
söng. Margir liðu skelfilega meðferð á
þessum ámm vegna trúar sinnar. Við
höfum heyrt marga merkilega
vitnisburði frá fólki og einnig ífá elstu
meðlimum í okkar kirkju. Menn komu
saman í felum til að eiga samfélag um
trú sína. Ef yfirvöld fréttu af slíku var
harðri refsingu beitt. Þekktast dæmið
er Richard Wurnbrand sem var
fæddur í höfuðborginni Búkarest
1909. Hann var lútherskur kristniboði.
Hann neitaði að aðhyllast kommún-
ismann, þar sem trú hans kenndi trú á
aðeins einn Guð. Vegna þessa var
Richard settur í fangelsi. Hann var
tekinn frá konu og syni og varð að
sæta 17 ára fangelsisvist. Þar var hann
beittur hræðilegum pyntingum. Sem
dæmi má nefna að hann var látinn
drekka og eta sinn eigin úrgang til
háðungar altarisgöngunni.
Þetta er aðeins eitt af mörgum
dæmum um hvemig kommúnistar
léku kristna trú og þá sem henni
tiheyrðu. Það er hreint ótrúlegt til þess
að hugsa hve fá ár eru liðin frá því að
slík hörmung átti sér stað í mannlegu
samfélagi, akkúrat þar sem við búum.
En svo er Guði fyrir að þakka að
breyting hefur orðið á, þó má enn
finna fyrir sterkum áhrifum guðleysis
og andstöðu gegn kristni. Jafnvel hjá
fólki í nágrenni við okkur.“
Þeir hafa
unnið stórkostlegt starf
Finnið þið fyrirþví að trúarþörfin sé
önnur, meiri eða minni?
„Vissulega var trúarþörfm meiri á
dögum kommúnismans þar sem frelsi
til trúariðkunar var ekkert. En í dag er
trúarþörfin önnur þar sem fólk þarf
ekki að fara leynt með trú sína. En þar
sem kúgun, fátækt, neyð og sjúk-
dómar eru annars vegar, þá vissulega
færir það manninn oft nær Guði."
Hvaða þjóðarbrot byggja Rúmeníu og
hvemig er samkomulagið milli
þeirra?
„Mönnum ber ekki saman um hvort
hluti af Vestur-Rúmeníu hafi tilheyrt
Ungverjum eða ekki. Þegar ferðast er
um, má sjá heilu þorpin og bæi sem
eru ungverskir, þeir halda fast í sína
menningu og tungumál. Oft má finna
fyrir ríg manna í millum. Þó nokkrir
eru af ungversku bergi brotnir í okkar
kirkju. Einnig er mikið um sígauna
víðs vegar í Rúmeníu og byggja þeir
heilu hverfin. Þeir halda einnig fast í
sína menningu.“
í Rúmenía er töluð rúmenska sem
líkist ítölsku og frönsku og Óskari og
Laugu hefur gengið ágætlega að læra
málið. „Við höfum náð góðum tökum
á málinu núna en enska er mikið töluð
í kringum okkur og hefur það hægt á
náminu. Benjamín sonur okkar var
mjög fijótur að læra rúmenskuna, en
hann lærði fyrst ensku.“
Þau segja hjálparstarfið felast í því
að hjálpa fólki, aðallega um fót og skó
en öll hjálpargögnin koma frá Fær-
eyjum. „Þeir hafa unnið stórkostlegt
starf og er örlæti og samheldni þeirra
aðdáunarverð. Flestir Færeyingar eru
orðnir vel kunnir hjálparstarfinu í
Rúmeníu. Fólk safnar saman hjálpar-
gögnum fyrir kirkju í Færeyjum sem
tilheyrir sömu kirkjuhreyfingu og
okkar. Ekki hefur verið hægt að taka á
móti öllu sem fólk hefur viljað gefa,
viðbrögðin hafa verið svo góð. Þar eru
fötin flokkuð og sett í poka sem síðan
er staflað í stóra rútu í eigu okkar, allt
að fimm tonn í hvert skipti. Rútan fer
með Norrænu til Danmerkur. Þaðan er
svo keyrt niður til Rúmeníu. Önnur
leiðin tekur um fimm daga. Rútan
hefur komið hingað með gögn 38
sinnum á síðustu 7 ámm.
Eiga allt af öllu færir ekki
sanna hamingju og frið