Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 11. desember 2003 Samskip vill aftur hækka gjaldskrá Herjólfs Samskip hefur óskað eftir því við Vegagerðina að gjaldskrá Herjólfs verði hækkuð um að minnsta kosti 7,5% frá og með næslu áramótum. Kemur þetta fram í bréfi sem Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri sendi bæjarráði á mánudag. Þar segir jafnframt að gjaldskráin hafi verið óbreytt frá I. júlí 2002 og beiðni um hækkun kemur til vegna kostnaðarhækkana, einkum vegna hækkunar á gjaldskrá haífia, sem hefur hækkað á árinu um 40%. Er þess farið á leil við bæjarstjóm Vestmannaeyja að hún samþykki hækkun á fargjaldi fyrir fullorðna farþega og fólksbíla úr 1700 krónum í 1800 krónur og aðra liði í gjaldskránni til samræmis við það. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum samgönguráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Samskipa til að ræða um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Berglind kynnir bók sína í Húsinu Starfsemi Húsins er nú í fullu gangi og margt á dagskrá. Berglind Sigmarsdóttir, höfundur bókarinnar, Hvað er málið? mun kynna bók sína hjá okkur í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 19.00 Eftir kynningunna mun svo dúettinn Acoustic vera meðtónleika. Allir velkomnir. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður skrfar: Nú er allri Vestljarðaaðstoð lokið ÁRNI Mathísen, sjávarútvegsráðherra og Guðjón vísiteruðu Eyjar í gær. Agœtu Eyjamenn. Eins og þið hafið orðið var við þá var fmmvarp um línuívilun, afnám byggðakvóta og heimild ráhðerra til sértækra aðgerða. Ég studdi þetta fmmvarp og ætla að gera grein fyrir því og öðm sem snýr að okkur í sjávarútvegsmálum. Línuívilnun í stað byggðakvóta Sjávarútvegráðherra nýtir byggða- kvóta og krókaflamarkspott til mót- vægis við 16% línuívilnun í Þorski, ýsu og steinbít. Búið er að setja há- mark 3.575 tonn á þorskinn en ekkert hámark er enn á ýsu og steinbít en heimild ráðherra að setja það á með reglugerð. Ég gerði grein íyrir atkvæði mínu á Alþingi sl. mánudag, þar sem ég sagðist treysta á að þak verði jafn- framt sett á ívilnum í ýsu og steinbít þegar á þessu fiskveiðiári. Því máli mun ég fylgja fast eftir. Mismunur á þeim pottum sem sjávarútvegsráðherra hefur haft og 16% línuívilnunar em 99 tonn í þorskígildum í heild yfir landið, sjá töflu og hlutur Eyjamanna í þorski er tæp 7% af 489 tonnum eða 7 tonn. Byggðakvóti til Eyja árið 2002 var 29 tonn og árið 2003 41 tonn. Þessi úthlutun fellur út. Ef þeir aðilar í Eyjum sem eiga rétt á að nýta sér línuívilnun m.v. lögin þá er hlutur Eyjamanna 55 tonn. Að teknu tilliti til þessa fáum við 7 tonn af þorski til Eyja v/línuívilnunar þegar byggða- kvótinn dettur út. Misskilningurinn með 2000 tonnin frá Eyjum Fyrst fór í loftið að um 2000 tonn gætu farið frá Eyjum vegna 16% línuívilnunar. Þá vom 16% reiknuð af 150.000. tonna heildar þorksaflakvóta 24.000 tonn og hlutur Eyjamanna um 9% sem er 2.1 óO.tonn. Ef þetta hefði verið raunin þá hefði fmmvarpið aldrei verið lagt fram. Línuívilnun kemur til dagróðrarbáta og beita í landi og sem dæmi að dagróðrarbátur sem er með 10 tonna kvóta fær að veiða 1,6 tonn í viðbót. Þannig em lögin og gerbreytir því sem snýr að Eyjamönnum. Viðbótin liggur í sértækum að- gerðum ráðherra Sjávarútvegsráðherra hefur skv. 9. gr. fmmvarpsins 12.000 þorskígildispott, en hann hefur verið til staðar í nokkur ár. Nú verður sá pottur til ráðstöfunar til aðstoðar byggðarlögum sem orðið hafa fyrir óvæntri aflaskerðingu sem hefur haft veraleg áhrif á atvinnu- ástand viðkomandi byggðarlaga. Þessi breyling styrkir það afla- markskerfi sem við búum við í dag. Það tekur jafnframt af hnökra sem verið hafa að mínu mati í núverandi kerfi og styrkir það enn frekar. Það er eðli markaðarins bæði í sjávarútvegi svo og mörgum öðmm atvinnu- greinum að samþjöppun verði samhliða hagræðingu í rekstri og má rekja til stærri og öflugri skipa, og meiri tækni. Ráðherra hefur ráðstafað 5.700 tonnum eða 4.700 þorskígildum úr þessum sjóði. Aðalúthlutun sjávarútvegsráðherra hefur verið vegna aflabrests í rækju og skel á Snæfellnesinu. Ef Sjávarútvegsráðherra ráðstafar meim þá munu Eyjamenn setja í þennan sjóð 9,5% í samræmi við hlutfall okkar í bolfiski. Sem segir okkur það að af hverjum 1.000 tonnum sem ráðherra ráðstafar eftir 4.700 þorskígildistonn þá fæm 95 tonn frá Eyjum, 2000 tonn í ráðstöfun þá fæm 190 tonn frá Eyjum svo dæmi séu tekin. Óvissan er í fólgin í þessu en ráð- herra hefur verið varkár í þessum úthlutunum, en ljóst er að einhver sveitarfélög sem hafa fengið byggðakvóta og em ekki með neina dagróðrarbáta á línu gætu fengið úthlutun til viðbótar. Ég tel að þeir aðilar hvaðan af af landinu sem hafa ljárfest í þessu aflamarkskerfi séu sáttari við þessa ráðstöfun, m.a. vegna áhrifa samþjöppunar sem orðið hefur á markaðnum. Sjávarútvegsmál í kosninga- baráttunni í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar og stjómarsáttmála er greint frá að línuívilnun verði sett á á kjörtímabilinu. Þetta var samykkt í báðum þingflokkum. Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vissu að þetta væri eitt af kosningamálunum, en það var ekki mikil ánægja með þetta hjá Eyjamönnum. Samt sem áður vom aðrir valkostir í stöðunni. Stefna Frjálslynda flokksins þar sem færa átti smábátum enn meiri aflaheimildir með handaflsákvörðunum eða stefna Samfýlkingarinnar þar sem átti að fara svokallaða fyrningarleið. Úttekt var gerð á Vinnslustöðinni í Eyjum varðandi þá leið og það hefði ekki liðið á löngu að það fyrirtæki myndi hætta starfsemi sinni m.v. fyrirliggj- andi gögn fagaðila sem gerðu úttektina. Hver væri staða okkar Eyjamanna í dag ef þessir aðilar væra í ríkisstjórn og þeirra kosningaloforð í sjávarút- vegsmálum yrðu efnd? Allar þessar stefnur í sjávarútvegsmálum höfðu mismunandi áhrirf á okkur Eymenn en við höfum verið manna duglegastir að lifa í þessu umhverfi og fjárfesta í aflamarkskerfinu. Þegar þetta fmmvarp lá fyrir fór ég á fundi upp í Sjávarútvegsráðuneyti, kynnti mér áhrif frumvarpsins á Eyjar sérsteklega, jafnframt því að gera mér grein fyrir því að einhver línuívilnun kæmi á. I kosningabaráttunni var verið að flagga 5- 8% af heild sem er langum meiri skellur fyrir Eyjamenn heldur en 16% álag á þá dagróðrarbáta sem stunda línuveiðar. Af hverju studdi ég frumvarpið Þegar ég sá hvað þetta fmmvarp hafði lítil áhrif á Eyjamar m.v. það sem rætt var um fyrir kosningar þá hugsaði ég Eg hefði ekki viljað lenda í þessu máli og einhverjum hótunum þegar líða tekur á kjörtímabilið. Síðast en ekki síst í þessu máli, voru valkostirnir að styðja þetta frumvarp eða fella það. Þá hefði tillaga Kristins H. Gunnarssonar um 20% ívilnun á þorsk og 50% ívilnun á aðrar tegundir verið samþykkt þar sem þrír stjórnarþingmenn höfðu lýst sig samþykka tillögunni. Með þessari ákvörðun lít ég svo á að aðkomu stjórnvalda með sértækum aðgerðum til trillubáta sé lokið og allri Vestfjarðaraðstoð líka, ef svo mætti kalla. Nú er komið að því að þessi aðilar þurfa að taka þátt í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi sem komið er á og starfa í samræmi við það. með mér að fyrst þetta er í stjómarsáttmálanum og við þurfum einhvem tímann að lenda þessu þá er best að ljúka þessu af, áður en allir reiknimeistarar fara að reikna, eða reyna að læða einhverri viðbót inn í frumvarpið. Ég hafði 4 valkosti í stöðunni. 1. Að sitja hjá. 2. Að vera ekki viðstaddur atkvæða- greiðslu. 3. Að vera á móti framvarpinu. 4. Að samþykkja framvarpið. Valkostur 1 og 2 vom ekki á dagskrá af minni hálfu. Ég hefði vissulega getað verið á móti þessu og verið eini stjórnarliðinn. Ég veit að Eyjamenn hefðu verið ánægðir með það, enda gerðu þeir þá kröfu til mín og ekki skrýtið þar sem þeir upplifðu það að það ættu að fara 2000 tonn úr bænum. Ég hefði sjálfur bmgðist þannig við með slíkar upplýsingar. Ég valdi þann kost að standa að þessu framvarpi í samræmi við stjómarsáttmálann. Ég tel að við Eyjamenn hefðum ekki getað sloppið betur m.v. það að við stjórnarliðar þurftum að ljúka þessu máli í samræmi við kosningaloforð og stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég hefði ekki viljað lenda í þessu máli og einhverjum hótunum þegar líða tekur á kjörtímabilið. Síðast en ekki sfst í þessu máli, vom valkostimir að styðja þetta fmmvarp eða fella það. Þá hefði tillaga Kristins H. Gunnarssonar um 20% ívilnun á þorsk og 50% ívilnun á aðrar tegundir verið samþykkt þar sem þrír stjómarþingmenn höfðu lýst sig samþykka tillögunni. Með þessari ákvörðun lít ég svo á að aðkomu stjómvalda með sértækum aðgerðum til U-iIlubáta sé lokið og allri Vestfjarðaraðstoð líka, ef svo mætti kalla. Nú er komið að því að þessi aðilar þurfa að taka þátt í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi sem komið er á og starfa í samræmi við það. Ég tel mig sterkari á eftir að verja þetta fiskveiðistjómunarkerfi, það em góðir hlutir í frumvarpinu sem ég er búinn að bíða eftir í dágóðan tíma, þ.e. að leggja byggðakvótann af í núvemdi mynd og bregðast við sértækum aðgerðum. Ég mun fylgja því eftir að viðunandi þak verði sett á ýsu og steinbít á þessu fiskveiðiári, en ég tel það mjög mikilvægt fyrir þá hagsmunaaðila sem em í aflamarkskerfinu. Að lokum Ef þú Eyjamaður góður hefur áhuga á að ræða við mig sérstaklega um þetta mál eða önnur mál, fá mig á vinnustaðinn eða kaffistofúna og hvað annað þá endilega hafðu samband. Það er best að ræða málin og skiptast á skoðunum, ekki síst þegar málin em heit. Ég vil að endingu senda öllum Eyjamönnum nær og fjær bestur óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári með þökk fyrir allt sem liðið er. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður Drífandi vill fé til rannsókna á jarðgöngum Á fundi bæjarráðs á mánudag var tekið fyrir bréf frá Drífanda stéttar- félagi þar sem stjóm félagsins hvetur hlutaðeigandi aðila og ríkisstjómina að samþykkja allt að 80 milljón króna framlag til áframhaldandi rannsókna á jarðgöngum milli lands og Eyja. „Mikilvægt er að sú ákvörðun liggi fyrir eigi síðar en í janúar á næsta ári. Þær undirbúningsrannsóknir sem gerðar hafa verið lofa allar mjög góðu. Jarðgöng milli lands og Eyja yrðu stærsta framfaraspor sem stigið hefur verið í byggðamálum Vest- mannaeyja og austanverðs suðurlands frá upphafi. Þau myndu ekki aðeins nýtast þeim landssvæðum, heldur landsmönnum öllum og byggðum um allt austan- og norðanvert landið ef rétt er haldið á málum.“ Bæjarráð tók undir erindið. Á að aldursskipta grunnskólunum? Þessi spuming var rædd á vinnufundi í Hamarsskóla sem haldinn var að fmmkvæði Skólaskrifstofunnar. Rætt var um spuminguna út frá jákvæðum og neikvæðum áhrifum á faglega, félagslega og fjárhagslega þætti. Afrakstur fundarins verður birtur í bæjarblöðunum við fyrsta tækifæri og verður vonandi til þess að fá í gang ljömgar umræður í bænum. Þegar jafn mikilvægt málefni og þetta ber á góma er nokkuð víst að sitt sýnist hverjum. Því em bæjarbúar hvattir til að ræða málin og láta skoðanir sínar í ljós. Einn liður í því, að gefa sem flestum tækifæri til að tjá sig um þessa spumingu, er að sett hefur verið upp netfang sem bæjarbúar geta notað til að koma hugmyndum sínum og rökstuddum skoðunum á framfæri við fræðsluyfirvöld. í framhaldi af því em bæjarbúar eindregið hvattir til að láta heyra frá sér um þetta mál. Netfangið er skolamal @ vestmannaeyjar. is.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.