Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003 13 ZELMA.IS Hcimasíðan byggir á hinum fornfræga Packman og er mjög óhefðbundin og afskaplega skemmtileg hönnun en forsíðan er í stfl gamla tölvuspilsins pacman. Selma hefur frá því að hún bvrjaði að selja vörur sínar selt undir vöruheitinu Zelma. búin að skapa sér vissan sess í starfi vetrarins hjá krökkunum og virðast flestir bíða spenntir eftir að byrja að vinna. Sérstaklega stelpumar sem em alltaf í miklum meirihluta í fatahönn- unarkeppninni. Þema næstu hátíðar er Framtíðarsýn og verður hún um miðjan mars nk.“ Mikið ftam- boð af menningarefni Þegar talið berst að menningar- viðburðum segir Selma að í Eyjum sé gríðarlegt framboð af alls kyns uppákomum. „Hér em margir tón- leikar og margir listamenn hafa sett upp sýningar. Undanfarið má segja að hver einasta helgi hafi verið þéttsetin í menningunni.“ Hún bætti því við að framboðið sé slíkt að það bitni óneitanlega á að- sókninni. „Mér hefur líka fundist sem fólk vinni ekki nógu vel saman, það væri vel hægt að gera þetta skipulegra og samnýta hlutina. Ég velti fyrir mér hvort framboðið sé of mikið, alla vega veltir maður oft fyrir sér hvemig maður eigi að komast yfir allt sem er í boði. Ég held það vanti svolítið í samvinnu fólks.“ Selma bætti við að tilkoma Hall- arinnar hafi skipt sköpum í menn- ingarlífi Eyjamanna. „Höllin var og er algjör vítamínsprauta inn í samfélagið okkar og má segja að frá því gamla Höllin hafi hætt og þangað til nýja Höllin var vígð hafi ekkert hús verið til staðar til að sinna stærri menn- ingarviðburðum og þar af leiðandi urðu Eyjamenn útundan." Selma sagði líka að nýjasta dæmið í menningarlífi Eyjamanna sé kaffi- og menningarhús ungs fólk, Húsið sem opnaði í síðustu viku. Þar hefur Selma unnið hörðum höndum undan- farin tvö ár við það að gera þann draum að veru- leika. „Þetta hefur verið rosalega erfitt og mikið bras að koma þessu á koppinn. Þeir voru nokkuð margir þröskuldarnir á leið okkar og margir sem maður bjóst engan veginn við. Við ætluðum okkur að klára þetta og vonandi er að nýtingin á húsinu verði góð og unga fólkið standi sig,“ sagði Seltna á léttu nótunum en Húsið hefur fengið bráða- birgðaleyfi til 15. janúar og verður eftir það metið hvort hægt verði að halda starfseminni áfram. Fyrsta konan í formannsstól Eyverja Selma hefur á síðustu árum látið mikið að sér kveða á pólitíska vett- vangnum. Hún tók sæti í Eyverjum fyrir þremur árum og er að heíja sitt annað ár sem formaður samtakanna. Er hún fyrsta konan til að gegna því embætti hjá Eyverjum. „Þetta var góður félagsskapur og lifandi starf en ég get sagt þér að fyrir þann tíma hafði ég aldrei viljað láta stimpla mig í pólitík. Svo þegar ég var á annað borð komin inn í þetta þá var starfið það skemmtilegt að ég ákvað að skella mér í þetta á fullu. Enda er það svolítið lýsandi fyrir mig, annaðhvort er ég í jressu eða ekki.“ Selma tók þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks sem var nokkuð ör- uggt bæjarfulltrúasæti enda kom það á daginn að hún komst í bæjarstjóm. „Vinir mínir vom rosalega hissa á þessari ákvörðun minni,“ sagði hún og bætti við að eftir á að hyggja hafi hún ekki gert sér grein fyrir hvað fólst í því að vera bæjarfulltrúi. Mikið gerst á skömmum tíma „Mér finnst stundum eins og ég sé í fangelsi og í eigu einhverra annarra. Hvort sem það er Sjálfstæðisflokksins eða fólksins í bæn- um en ég er auðvitað fulltrúi þess.“ Það má segja að á þeim tveimur ámm sem Selma hefur setið í bæjar- stjórn hali hlutimir verið þannig að hún sé á hálfgerðri hraðferð í gegnum hinn pólitíska skóla. Hún hóf bæjarfulltrúahlut- verk sitt í meirihluta en fyrir tæpu ári slitnaði upp úr því meirihlutasamstarfi og Selma sat ásamt félögum sínum í Sjálfstæðisflokkn- um eftir í minnihluta. „Það hefur geng- ið á ýmsu og ég hef oft verið mjög ósátt við hvemig staðið hefur verið að málum.“ Aðspurð um hvað hafi komið henni mest á óvart segir hún það vera hvað fólk geti verið þvermóðskufullt í pólitík. „Ég hef haft það á tilfinn- ingunni að stundum sé eina markmið sumra að vera á móti, alveg sama hvert málið er.“ Hér eru allir flokkaðir Hún er gagnrýnin á sjálfan sig og segist ekki alls kostar sátt við hvemig hún hefur staðið sig. „Mér finnst ég ekkei nógu góð í bæjarmálunum en ég er að læra. Ég hef oft hugsað um þelta en svo er maður bara það sem maður er. Ég er að vinna með góðu fólki og Sannfærð um að Eyjamenn muni hafa gaman af tónleikunum - segir söngkonan Ragnheiður Gröndal sem syngur í Höllinni á laugardaginn RAGNHEIÐUR: í maí á þessu ári söng ég á tónleikum í Höllinni og fékk fínar viðtökur. Því fannst mér tilvalið að koma til Eyja aftur. Síðan finnst mér alltaf jafn gaman að koma til Eyja, enda mikla náttúru og sögu þar að finna. Söngkonan unga og stórgóða, Ragn- heiður Gröndal, mun halda jólaút- gáfutónleika í Höllinni nú á laugar- daginn kemur. Em tónleikamir hluti af lítilli tónleikaröð hjá Ragnheiði, en miðvikudaginn 17. desemberhélt hún velheppnaða tónleika í Þjóðleikhúss- kjallaranum og 21. desember mun hún síðan fara norður yfir heiðar og halda tónleika á Akureyri. Tilefnið er að kynna nýútkomna geislaplötu Ragnheiðar. Það er því mikil fengur að fá Ragnheiði hingað til Eyja til tónleikahalds. Fréttir heyrðu í Ragnheiði og spjölluðu við hana um tónlistina og tónleikana í hér í Eyjum. Frábærar viðtökur á sinni fyrstu plötu Ragnheiður hefur verið mjög áberandi í tónlistarlífinu í haust og sungið inn á nokkrar plötur ásamt því að gefa sjálf út sína fyrstu plötu. „Já, það hefur verið mikið að gera í haust hjá mér f tónlistinni og það hefur verið mjög skemmtilegt. Ég fékk tækifæri til að syngja inn á plötuna Islensk ástarljóð og hefur platan fengið mjög góðar viðtökur og mikla spilun á útvarps- stöðvunum. Síðan er ég sjálf að gefa út mína fyrstu plötu ásamt ýmsum öðmm minni verkefnum," segir Ragn- heiður, en á plötunni hennar er að finna þekktar perlur úr djasssögunni. Með Ragnheiði á plötunni leika þeir Jón Páll Bjamason á gítar, Daninn góðkunni Morten Lundsby á kontra- bassa og bróðir hennar, Haukur Gröndal á saxófón. „Þetta em frábærir músíkantar og það hefur verið sérlega lærdómsríkt fyrir mig að vinna með þeim,“ segir Ragnheiður. Jón Pál ættu flestir að þekkja úr KK sextettinum gamla og Haukur Gröndal hefur oft og tíðum komið við í Eyjum til að leika á saxófón, meðal annars með Lúðrasveit Vestmannaeyja. Morten Lundsby kemur síðan sérstaklega til landsins til að leika á tónleikunum. Ertu ánœgð með útkomuna á plötwmi þinni? ,Já, ég er ánægð með að hafa gert þetta og held að okkur hafi tekist ágætlega upp. Einnig var frábært að fá tækifæri til að spila inn á plötu með Jóni Páli gítarleikara sem þekkir þessa tónlist út í gegn. Annars hefur platan fengið frábærar viðtökur og er gaman að segja frá því að hún er að verða uppseld. Ég vona samt að ég geti tekið einhver eintök með mér á tónleikana fyrir Eyjamenn," segir Ragnheiður sem nýverið var tilnefnd í þremur fiokkum til Islensku tónlistarverð- launanna, meðal annars sem besta söngkonan. Alltaf gaman að koma til Ey|a Hvers vegna viltu koma til Eyja og halda þar tónleika? „I maí á þessu ári söng ég á tón- leikum í Höllinni og fékk fi'nar við- tökur. Því fannst mér tilvalið að koma til Eyja aftur. Síðan finnst mér alltaf jafn gaman að koma til Eyja, enda mikla náttúm og sögu þar að finna. Ég er sannfærð um að Eyjamenn munu hafa gaman af þessu prógrammi sem við ætlum að spila, en við ætlum að leika lög af plötunni í bland við jólalög úr ýmsum áttum," segir hún. Þannig að þú lofar ekta jólastemmn- ingu á laugardaginn? „Já, tvímælalaust. Við munum leitast við að skapa ljúfa stemmningu og þama fær fólk tækifæri til að slappa af í öllu jólastressinu," segir Ragnheiður Gröndal að lokum og vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum. Eins og áður segir verða tónleik- amir í Höllinni á laugardaginn kemur og hefjast þeir klukkan 21.00. Miðaverð er 1500 krónur og 1000 krónur fyrir unga jazzgeggjara. treysti samstarfsfólkinu vel.“ Hún hefur áhyggjur af stöðu Vest- mannaeyja og pólitíkinni hér, sem að sögn Selmu einkennist fyrst og fremst að því að hér séu allir flokkaðir. „Þetta er misskilin pólitík og oft hefur hags- munum Vestmannaeyja verið ýtt lil hliðar með alls kyns vitleysu og við erum að skemma fyrir okkur með þessu. ímynd hins almenna Vest- mannaeyings er í hættu, þessi hressi og duglegi Éyjamaður á undir högg að sækja og umræðan í fjölmiðlum landsins frá Vestmannaeyjum snýst orðið meira og minna um einhver pólitísk deiluefni.“ Vél hægt að vinna saman Selma bætti því við að sér þætti vanta að bæjarstjómin ynni sem ein heild að málefnum bæjarfélagsins. „Það er oft verið að búa til pólitík úr ótrúlegustu málum í bæjarstjórn," sagði hún og hristi hausinn. „Það vantar sanngimi í pólitíkina.“ Eins og áður hefur komið fram er Húsið nú opið fyrir ungt fólk en það verkefni sýnir að vel er hægt að vinna saman óháð pólitískum skoðunum en þar hafa Selma og Jóhann Guð- mundsson, sem em andstæðingar í pólitík, unnið ötullega og náið að þcim málum. Er þetta kannski eitthvað sem yngri kynslóðin getur kennt þeirri eldri? „Það er eitt að koma Húsinu í stand og annað að sýna að hægt sé að starfa saman og ég er viss um að ef fólk fer að hugsa þannig, þá er vel hægt að vinna fleiri mál á þennan hátt,“ sagði Selma að lokum. svenni@eyjafrettir. is Bæjarráð skorar á þingmenn Suðurkjördæmis: Lýsti von- brigðum með línuívilnum Bæjarstjóri óskaði eftir því að fyrirhuguð lagasetning vegna línu- ívilnunar yrði rædd á fundi bæjar- ráðs á mánudag. Þar var samþykkt ályktun þar sem bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með samþykkt Alþingis að taka upp línuívilnun í þorski, steinbít og ýsu og að þessi ákvörðun muni leiða til að hlutdeild Eyjamanna í bolfiskaflanum mun minnka. „Það er með öllu ólíðandi að Alþingi Islendinga samþykki lög sem leiði til mismunar milli út- gerðarflokka og byggðarlaga. Bæjarráð skorar á þingmenn Suður- kjördæmis að vinna heils hugar að uppbyggingu atvinnulífs í Vest- mannaeyjum meðal annars til þess að mæta skertri aflahlutdeild byggðarlagsins." Loks búfjár- eftirlitsmaður Nú virðist loks ætla að takast að klára ráðningu búljáreftirlitsmanns og voru samningsdrög þess efnis samþykkt á fundi bæjarráðs á mánudag. Bæjarráð setur þó fyrirvara um að hér verði um eðlilega kostn- aðarskiptingu að ræða og bærinn leggi til samstarfsaðila til að sinna daglegu eftirliti hér í Eyjum. Jafnframt felur bæjarráð fram- kvæmdastjóra stjómsýslu- og fjármálasviðs að kanna hvemig gjaldskrám vegna dýrahalds er háttað í öðmm sveitarfélögum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.