Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 31
Frcttir / Fimmtudagur 18. desember 2003 31 Tvötöp hjá ÍV Körfuknattleikslið Eyjamanna, ÍV lék tvo leiki urn á dögunum en báðir leikimir fóru fram á fastalandinu. Fyrst var Ieikið gegn toppliði riðilsins, Drangi en daginn eftir léku Eyjamenn gegn Hrunamönnum. Fyrri leikurinn var afar ójafn. Heimamenn í Drangi byrjuðu á að ná góðu forskoti og staðan eftir fyrsta Ieikhluta var 18-9. Munurinn hélt áfram að aukast og í leikhléi var staðan orðin 20-29 fyrir heimamenn. Leiknum lyktaði svo með 22 stiga mun, 81-59 og virðist Drangur vera að stinga af í sjötta riðli 2. deildar. Síðari leikur IV var mun betur leikinn af Eyjamönnum en þess ber að geta að marga af lykilmönnum liðsins vantaði í þessa leiki. Leikmenn ÍV byijuðu betur í leiknum og höfðu tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 14-16. Annar leikhluti var hins vegar ekki eins góður og í hálfleik var staðan 38-30 fyrir UMFH. Munurinn hélst svo út þriðja leikhluta en í þeim fjórða settu Eyjamenn í gírinn og minnkuðu muninn hratt. En Hrunamenn héldu út leikinn og sigruðu með tveimur stigum, 75- 73. Fréttatilkynning frá knattspyrnuráði: Samningar við yngri leikmenn Knattspymudeild IBV hefur á undanfömum vikum farið af stað með hugmyndafræði sem verið hefur áður hjá klúbbnum sem gengur út á að leikmenn sem em ungir að ámm og em enn í 2. flokki karla fái leikmannasamning. Með þessu vill knattspymuráð karla gera 2. flokk karla enn tengdari meistaraflokknum og hafa starfsemi klúbbsins að erlendri fyrirmynd likt og vinafélag ÍBV, Crewe. Leikmenn taka þátt í almennri starfsemi félagsins líkt og leikdögum mfl., íjáröflunum, skemmtikvöldum sem leikmenn halda ásamt fleiru innan klúbbsins. Með kvöðum koma fríðindi sem leikmenn fá, svo ekki er þetta eintómt puð og vinna. Verið er að gera leikmenn 2. flokks fyrr reiðubúna til að takast á við verkefni, kröfur og væntingar sem gerðar em til leikmanna meistaraflokks svo að hægt verði að gera leikmenn fyrr reiðubúna fyrir meistaraflokkinn. Með þessu vonar knattspymu- deildin að leikmönnum fjölgi sem eiga þess kost að æfa með 2. flokki sem og þeim leikmönnum sem skila sér upp í meistaraflokk karla á næstu ámm sem fullmótaðir knattspymumenn. | Handbolti karla: ÍBV 30 - Selfoss 28 Sigur í síðosta leik IBV og Selfoss mættust í síðustu umferð Suðumðils en leikurinn hafði litla þýðingu fyrir liðin þar sem hlutskipti þeitra beggja er að leika í neðri deild eftir áramót. Eyjamenn vom lengst af sterkari aðilinn í leiknum, höfðu lengst af þægilegt forskot en Selfyssingar stríddu þó heimaliðinu nokkmm sinnum. Lokatölur urðu hins vegar 30-28 fyrir ÍBV. Þeir vom ekki margir áhorfendumir sem létu sjá sig í íþróttahúsinu á laugardaginn. Leikurinn átti upphaf- lega að fara fram klukkan fjögur en leiktímanum hafði verið breytt til 13.30. Forráðamenn ÍBV áttu auk þess ekki von á húsfylli þar sem að engu var að keppa fyrir liðin og ljóst að leikurinn yrði líkari æfingu heldur en alvöru handboltaleik. Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti, komust í 8-1 og allt stefndi í stórsigur ÍBV. Eina mark Selfyssinga fyrstu tólf mínútumar var úr víti en eftir að annað markið kom þá komust þeir á bragðið. Eyjamenn héldu ágætu forskoti framan af í síðari hálfleik en undir lok hálfleiksins skomðu gestimir fjögur mörk gegn aðeins einu marki IBV og staðan í hálfleik var 13-10. Skömmu fyrir leikhlé misstu gestimir litháíska leikmanninn Ramuros Mikalonis út af vegna þriggja brottvísana og áttu Eyjamenn því von á vængbrotnu liði Selfyssinga í síðari hálfleik. En sú varð ekki raunin, Selfyssingar mættu tvíefldir til leiks og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 14- 13 og svo 15-14. En þá vöknuðu Eyjamenn loksins úr rotinu, þeir skomðu fimm mörk gegn einu marki gestanna og náðu aftur þægilegu forskoti. Eyjamenn héldu fímm marka forystu allt þar til undir lok leiksins en þá fengu varamenn IBV að spreyta sig. Þá minnkaði forystan niður í tvö mörk og var farið að fara um áhorfendur en strákamir héldu haus og sigmðu með tveimur mörkum. Bestir hjá ÍBV vom þeir Sigurður Ari Stefánsson, sem virðist loksins vera að ftnna sig að nýju, og Sindri Haraldsson, sem fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það vel. Þá varði Jóhann Guðmundsson mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það sem vakti hins vegar athygli í leiknum er agaleysi leikmanna IBV. Þannig kom það fyrir alloft í leiknum að Eyjamenn vom einum leikmanni fleiri en þá komu ótímabær skot og í stað þess að auka forskotið, minnkuðu Selfyssingar yfirleitt muninn. Mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 7, Sindri Haraldsson 6, Davíð Óskarsson 5/3, Joseph Bösze 3, Michael Lauritzen 3, Kári Kristjánsson 2, Zoltán Belányi 2, Björgvin Rúnarsson 1, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 18/1, Eyjólfur Hannesson 2/1. | Knattspyrna: ÍBV mætir Grindavík í fyrsta leik - kvennaliðið byrjar gegn Breiðablik I síðustu viku var dregið í töfluröð knattspyrnudeildanna fyrir sumarið 2004 en dregið var bæði í efstu deildum karla- og kvennafótboltans, auk 1. og 2. deildar karla. ÍBV leikur sem kunnugt er í efstu deild bæði í karla- og kvennaboltanum og KFS er svo í 2. deild. Fyrsti leikur karlaliðs ÍBV verður gegn Grindavík á útivelli en fyrsti heimaleikur liðsins yrði í næstu umferð gegn Fram. Kvennalið ÍBV byrjar á stórleik gegn Breiðabliki á Hásteinsvellinum. KFS mun byrja sumarið á að leika gegn KS á heimavelli og svo gegn Víði á útivelli. Síðasti leikur KFS sumarið 2004 verður svo væntanlega gegn IR á heimavelli. Karlalið IBV leikur í næstsíðustu umferð gegn Fylki í Eyjum en síðasti leikur liðsins verður svo gegn ÍA á útivelli. Kvennalið ÍBV leikur gegn Fjölni á útivelli í næst síðustu umferð Islandsmótsins en í síðustu umferðinni mætir liðið Val á Hásteinsvellinum og gæti sá leikur jafnvel orðið úrslitaleikur. Vinningshafar í jólagjafaleik Frétta Mikil þátttaka var í jólagjafaleik Frétta enda vinningamir ekki í lakari kantinum. Var fólk að skila inn svörum alveg fram á síðustu stundu. Aðalvinningurinn var ársáskrift að sjónvarpstöðinni Fjölsýn og þann vinning hlaut Helga Svandís Geirsdóttir Foldahrauni 42. Jólahlaðborð fyrir tvo á Fjólunni hlaut Gunnar Friðberg Jóhannsson Kirkjuvegi 53 og þriðja vinninginn, sem var máltíð fyrir tvo á Fjólunni, fékk Ema Alfreðsdóttir Hásteins- vegi 62. Vinningshafar, vitjið vinningana á Fréttum. Lögreglan hvetur fólk til að fara varlega með eld Næstu Fréttir þriðjudaginn 30. desember Um leið og ritstjórn Frétta óskar lcsendum nær og fjær gleðilegra jóla vekjum við athygli á að næsta blað kemur út þriðjudaginn 30. desember. Eru auglýsendur og greinahöfundar beðnir um að hafa þetta í huga. Grcinum þarf að skiia í síðasta lagi um morguninn 29. desember og auglýsingum fyrir kvöldmat sama dag. Gleðileg og farsœl jól. Ritstjórn Frétta. Sl. fimmtudag var tilkynnt um bmna í heimahúsi en þama hafí gleymst að slökkva á hellu sem á var panna með feiti. Nokkrar skemmdir urðu vegna sóts en engin slys á fólki. Lögreglan vill minna fólk á að fara varlega með eld yftr hátíðimar og þá sérstaklega skreytingar sem í eru logandi kerti. Jólahátíðin er hátíð fjölskyldunnar og því vill lögreglan minna fólk á að fara varlega í neyslu áfengis þannig að íjölskyldan eigi gleðilegjól saman. Lögreglumenit í Vestmannaeyjum óska Eyjamönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Anna yakova íslenskur ríkisborgari Umsókn erlendra aðila að ís- lenskum ríkisborgararétti var eitt af þeim málum sem komið var í gegn á Alþingi á lokadögum þingsins. Leikmaður IBV til tveggja ára, Anna Yakova var á meðal umsækjenda og var henni veittur fslenskur n'kisborgararéttur. Anna er þar með orðin gjaldgeng í íslenska kvennalandsliðið og mun án efa koma til með að spila með liðinu enda er Anna í hópi bestu skyttna deildarinnar. Tveir leikmenn ÍBV hafa þar með öðlast íslenskan ríkisborgara- rétt en Alla Gokorian varð íslensk fyrr á þessu ári. Auk Önnu, fékk Aliaksandr Shamkuts, leikmaður Islandsmeistara Hauka í karla- boltanum, sömuleiðis íslenskan ríkisborgararétt. Hvaða lið eru í neðri deild? ÍBV mun leika í neðri deild eftir ármót í karlahandboltanum en nú verður gert rúmlega mánaðarhlé á Islandsmótinu þar sem Evrópu- mótið ferfram íjanúar. Með ÍBV í neðri deild leika Víkingar, FH, Afturelding, Selfoss, Þór og Breiðablik. Leikið verður heima og heiman eins og í hefðbundinni deildarkeppni en tvö efstu sætin gefa möguleika á sæti í átta liða úrslitum Islandsmótsins. Fyrirfram má búast við að Víkingar og FH muni berjast um efstu tvö sætin auk þess sem ÍBV og hugsanlega Þór gætu blandað sér í jressa baráttu. Eyjamenn ósáttir við HSÍ Handknattleiksráð kvenna sótti um, í síðustu viku, breytingu á leikdegi ÍBV liðsins í bytjun janúar. Þannig er mál með vexti að ÍBV á að leika miðvikudaginn 7. janúar næstkomandi útileik gegn Gróttu/KR og var send beiðni til mótanefndar HSÍ um að færa leikinn til laugardagsins 10. janúar. Astæðan fyrir breytingunni var sú að dýraraerfyrirEyjaliðiðaðleika í miðri viku, þar sem því fylgir kvöldflug sem eykur kostnaðinn töluvert. Forráðamenn ÍBV bentu á það að liðið væri að leika í Evrópukeppninni í sama mánuði en því fylgja mikil útgjöld og því væru ráðsmenn með allar klær úti við að spara. Til að gera langa sögu stutta þá hafnaði mótanefnd HSI beiðni ÍBV á þeim rökum að í upphafi vetrar haft verið lagt hart að mótanefnd að finna fasta leikdaga sem yrði ekki breytt. Kaldhæðnin í málinu er hins vegar sú að upphaflega átti leikur ÍBV og Gróttu/KR að fara fram 10. janúar en því var breytl vegna þátttöku ÍBV í Evrópu- keppninni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.