Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003 Margt til gamans gert á aðventunni Árlegir jólatónlcikar Kórs Landakirkju voru í kirkjunni á sunnudaginn. Var hvert sæti skipað og fengu kór og einsöngv- arar frábærar viðtökur. Á efnisskránni voru þekkt og vinsæl jólalög og önnur minna þekkt sem juku bara á fjölbreytnina. Einsöngvarar voru Bergþór Pálsson, Anna Alexandra Cwalinska og Helga Jónsdóttir og að venju var stjórnandi kórsins Guðmundur H. Guðjónsson. Þetta er í annað skiptið sem tónleikagestir taka þátt í f jiildasöng undir lok tónleikanna sem jók enn á stemmninguna og í lokin var svo sungið Heims um ból við kertaljós. Þar með lauk góðum og mjög hátíðlegum tónleikum Kórs Landakirkju og einsöngvaranna þriggja. Krakkarnir á Rauðagerði voru í miklu jólaskapi á föstudaginn þegar þau gerðu sér bæjarferð og kíktu meðal annars í Landakirkju og Safnahúsið. Þar var dansað í kringum jólatréð og jólasögur lesnar og tók starfsfólk Bókasafnsins fullan þátt í fjörinu. Krakkarnir voru svo leystir út með smá góðgæti áður en haldið var aftur upp á leikskóla. INGA við eina af myndunum á sýningunni. Myndlist í Vilberg-Kökuhúsi I síðustu viku opnuðu þær Inga Sólveig Friðjónsdóttir og Inga Hlöðversdóttir sýningu á verkum sínum í Vilberg-kökuhúsi. Þær nöfnurnar em mjög ólíkar í listsköpun sinni, Inga Sólveig sýnir glerlistaverk en Inga sýnir hefð- bundin málverk þar sem fuglar em viðfangsefnið. Vilberg-kökuhús hentar að mörgu leyti vel til listsýninga og það gleður augað að hafa eitthvað nýtt til skoða á meðan gestir fá sér snúð og kakó. Y msir listamenn hafa nýtt sér þennan möguleika og nú hafa þær Inga og Inga Sólveig bæst í þann hóp. Verk þeirra munu hanga uppi næstu daga og er vel þess virði að kíkja inn í Vilberg, fá sér kaffi eða kakó, hvíla lúin bein í jólaösinni og njóta um leið myndlistar sem sannarlega gleður augað. JÓLAHLAÐBORÐIN eru vinsæl í Vestmannaeyjum og ekki færri en þrír veitingastaðir sem bjóða upp á þessa tilbreytingu í mat nú í desember. Einn þeirra er Prófasturinn þar sem Jón Ingi og Steinunn ráða ríkjum. Þar beið gesta hlaðið borð kræsinga og þjónustan var til fyrirmyndar. Til að skemmta mættu svo þeir Einar Hallgrímsson og Friðrik Gíslason með gítar og bassa og stóðu fyrir fjöldasöng.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.