Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 28
28
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember
| Fimleikafélagið Rán:
Glæsileg sýning á 15 ára crfmæiinu
Hin árlega vetrarsýning
Fimleikat'élagsins Ránar fór fram
á þriðjudaginn í síðustu viku og að
vanda var hún hin glæsilegasta.
Reyndar var bæði um að ræða
jóla- og afmælissýningu Ránar en
félagið varð 15 ára 29. nóvember
sl. 160 krakkar á aldrinum
fjögurra til sautján ára sýndu þar
afrakstur æfinga vetrarins. Voru
aðstandendur himinlifandi með
hvernig til tókst og sagði Unnur
Sigmarsdóttir, formaður, að allur
ágóði af sýningunni færi í að
kaupa áhöld. Sagði hún það
keppikclli stjórnar og þjálfara
Ránar að gera þetta vel. „Það var
rosalega gaman að sjá svona góða
mætingu og er hún besta auglýs-
ingin sem við getum fengið, þá
vitum við að okkur tókst vel upp í
fyrra.“ Búningarnir vöktu mikla
athygli en af níu hópum sem sýndu
voru búningar átta þeirra
sérsaumaðir fyrir sýninguna.
„Þetta sýnir hvað það eru
frábærar saumakonur í félaginu,“
sagði Unnur.
FIMI og skraut á afmælissýningu.
STRÁKAR og
stelpur tóku þátt
ísýningunni. en
í allt voru
sýnendur um
160.
Tíundi bekkur Hamarsskóla:
Tóku málin í sínar hendur
ÞESSAR stúlkur sýndu eigin hönnuð á fatnaði.
ÞEIR sýndu góða takta á gítar og bassa.
SILJA Elsabet söng sig inn í hjörtu
gesta.
-og buðu upp á fjölbreytta skemmtun
Á sunnudaginn var mikil hátíð í
Höllinni þegar nemendur tíunda
bekkjar Hamarskóla héldu þar
aðventuskemmtun. Var þetta
gert á síðasta ári og þótti takast
með eindæmum vel og því alveg
tilvalið að endurtaka leikinn.
Hátíðin, sem var mjög
fjölbreytt, er liður í f járötlun
krakkanna sem hyggja á
útskriftarferð. Þarna var boðið
upp á fjölbreytta dagskrá þar
sem komu fram Litlir
lærisveinar, nemendur Súsönnu í
sjötta bekk sýndu dans, Ófeigur
og Gunnar voru með uppistand,
Silja Elsabct söng, Flautukórinn
flutti lög, Kristín Alda lék á píanó
og herlegheitunum lauk með
hópsöng tíunda bekkjar. Til að
krydda þetta voru félagar úr
Leikfélaginu á staðnum.
Þetta framtak krakkanna var
skemmtilegt. Ekki síst fyrir þá
sök að þarna tóku þau málin í
sínar hendur og skemmtu
sjálfum sér og öðrum í stað þess
bíða eftir því að einhver annar
færi í málið. Skemmtunin var vel
sótt og ekki annað að sjá en að
fólk skemmti sér vel.
ÞAU dönsuðu af mikilli list.
X