Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003 Líverpool í miklu uppáhaldi Það er misjafnt hvað er lagt á fólk. Gunnar Karl Haraldsson hefur á sinni stuttu ævi gengið ígegnum meira en margir gera á æviskeiðinu. Þessi ellefu ára drengur hefur frá bamæsku glímt við erfiðan taugasjúkdóm og verið inn og út af sjúkrahúsum vegna þess. Hann hefur tekist á við sjúkdóm sinn af mikiu hugrekki og jákvæðni. Sjálfur segir hann að það þýði ekkert annað en að vera jákvæður, það geri hlutina auð- veldari. Það er því vel við hæfi að gera kappann að Eyjamanni vikunnar. Nafn: Gunnar Karl Haraldsson. Fæðingardagur: 25. september 1994. Fjölskylda: Mamma heitir Kristín Gunnarsdóttir, pabbi Haraldur Þorsteinn Gunnarsson og svo á ég tvær systur sem heita Eyrún og Hrefna Haraldsdætur. Draumabíllinn: Það er sko Hondan, stýripinninn er alveg frábær. Mamma ruglaðist til dæmis á rúðupissinu og honum um daginn. Uppáhaldsmatur: Pizza, engin spurning og þá helst margarita. Versti matur: Úff, ætli það sé ekki kjöt í karrý. Uppáhaldsvefsíða: í augnablikinu held ég að það sé leikurl ,is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bítlarnir og írafár. Aðaláhugamál: Fótbolti, engin spurning. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag: Michael Owen er í miklu uppáhaldi og svo ÍBV og Liverpool. Ertu hjátrúarfullur: Nei, ekkert svoleiðis. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ætli það sé ekki bara Stundin okkar. Besta bíómynd sem þú hefur séð: Hún var góð myndin sem sýnd var á laugardaginn, Liar, Liar með Jim Carrey. Hvað ertu búinn að fá í skóinn? Ég er búinn að fá meðal annars nammi, 300 kall, prumpuslím, styttu og skrautskæri. Ég man ekki meir í augnablikinu. Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt? Skín í rauða skotthúfu. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Hátíðin. Áttu þér uppáhaldsjólasvein? Nei, ekki einhvern einn, mér finnst þeir allir jafngóðir. Hvað viltu helst fá í jólagjöf? Bókina Svalasta sjöan. Mér finnst rosalega gaman að lesa. Eitthvað að lokum: Áfram Liver- pool. Hangilæri með beini Ég þakka Friðrikfyrir áskomnina og cetla að hjóða upp á hangikjöt í tilefiii jólanna. Hangikjöt með beini 2 Vi kg liangilœri með heini Vel vafið í cílpappír, sett í steikarpott, hálfian af vatni ítvo tíma við 150 til 180°c. Borið fram með rjómasalati, kartöflum, uppstúfog grcenum baunum. Eftirréttur 2 dósir Mascarpone ostur 6 eggjarauður 6 msk. sykur Þeytið þetta vel saman. 6 eggjahvítur, stífþeyttar Blandið eggjahvftum varlega saman við ostablönduna. Bleytið fingurkökum í sterkt kaffi. Leggið fingurkökur í eldfast mót, ostablanda yfir. Setjið aftur kökur og klárið ostablönduna. Stráið kakói yfir að lokum. ísleifur Vignisson er matgæðingur vikunnar Nýfæddir ?cf Vestmannaeyingar Þann 28. ágúst sl. eignuðust Eydís Osk Sigurðardóttir og Sigursveinn Þórðarson dóttur sem skírð hefur verið Selma Björt. Stúlkan fæddist á Landspítalanum. Hún vó 3330 gr. og var 49 cm við fæðingu. Það er Þórður Yngvi, stóri bróðir hennar sem er með henni á myndinni. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Þann 19. júlí sl. eignuðust Matthildur Þórðar- dóttir og Niklas Jansson son sem skírður hefur verið Lars Gabriel Þór. Hann vó 3700 g og var 50 cm langur við fæðingu. Með honum á myndinni em systkini hans, Mikael Þór og Sofia Rós. Fjölskyldan býr í Svíþjóð. Þann 19. ágúst sl. eignuðust Rakel Einarsdóttir og Bjarki Guðnason son sem skírður hefur verið Adam Einar. Hann vó 3920 grömm og var 54 cm við fæðingu. Hann er á myndinni í fangi stóm systur sinnar, Sæunnar Asu. Fjölskyldan býr í Grindavík. Þann 14. október sl. eignuðust Erla Björg Káradóttir og Kjartan Vídó dóttur sem skírð hefur verið Anna Bima. Hún var 15.5 merkur og 52.5 cm við fæðingu. Á myndinni er Anna Bima með Hlyn frænda sínum og pabba. Fjölskyldan býr í Garðabæ. r I •• £• • a dofinm Desember 19.-20. Hljómsveitin Tríkot á Lundanum. 19. Kaffi Kró: Rökkurkvöld. 20. Jólahlaðborð á Prófastinum. 20. Höllin: Ragnheiður Gröndal með jólatónleika. 26.-21. Hálft í hvoru á Lundanum. 21. Á móti Sól í Hóllinni. 31. Hóllin: Aramótadansleikur með hljómsveitinni Dans ó rósum. Ég skora á Jón Ægisson. Ég veit að hann er mikill matgæðingur og kryddunnandi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.