Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003 19 Hafdís Kristjánsdóttir einkaþjálfari: Allt hægt með viljann að vopni Hafdís Kristjánsdóttir hefur stundað líkamsrækt í mörg herrans ár og starfað sem leiðbeinandi á Hressó allt frá því stöðin var opnuð árið 1995. Síðustu ár hefur hún tekið fólk í einkaþjálfun og náð góðum árangri, enda með mikla reynslu á þessu sviði. „Mamma írenu, Hafdís Sigurðar- dóttir, hafði samband við mig í janúar og mér fannst strax spennandi að takast á við þetta verkefoi með Irenu,“ sagði Hafdís. „írena var frá upphafi mjög áhuga- söm og það hefur verið frábært að sjá hana blómstra á þessu bráðum ári sem við höfum unnið saman. Hún er mjög dugleg og samviskusöm og þegar hún hefur ekki komist í tíma út af vinnu hefur hún sent mér SMS-skeyti og boðað forföll." Hafdís segir að Irena hafi lagt sig 110 prósent fram, árangurinn sé líka frábær og ætti að vera hvatning fyrir aðra. „Það má segja að við séum hálfnaðar að takmarkinu en það er eins og þetta gerist í stökkum. I margar vikur sér maður ekkert gerast en svo allt í einu byija kílóin og senti- metramir að hrynja. Ég hef ekki fengið svona stórt verkefni áður en þarfimar em eins misjafnar og einstaklingamir em margar. Sumir þurfa að losna við nokkur kíló, aðrir vilja komast í gott form og núna er ég til dæmis að vinna með manni sem þarf að bæta á sig vöðvum. Annars snýst þetta allt um að fólki líði betur, geti haldið sér til og verði ánægðara. Og það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, ef þú vilt eitthvað getur þú náð því. írena er talandi dæmi um það og það er mikilvægt að vera jákvæður. An þess verður allt svo miklu erfið- ara,“ sagði Hafdís að lokum. HAFDÍS: írena var frá upphafí mjög áhugasöm og það hefur verið frábært að sjá hana blómstra á þessu bráðuni ári sem við höfum unnið saman. Smári H^rðarson skrifar opið bréf: Til Ornólfs Grétars Hálfdánarsonar ÚTSKRIFT. Mikið hefur verið að gera hjá Visku undanfarið þar sem hver hópurinn af öðrum er útskrifast og námskeiðum að Ijúka. A mánudaginn lauk íslenskunámi fyrir útlendinga sem Sarah Hamilton stjórnaði. Hér eru hún og Bergþóra Þórhallsdóttir með hluta þcirra sem útskrifuðust á mánudaginn. Hver hefur ekki tekið eftir rosknum skeggjuðum manni á göngu um alla eyju, alla daga og í öllum veðrum, það hef ég svo sannarlega gert og er það ástæðan fyrir þessum skrifum mínum. Ég hef alltaf talið mig vera duglegan að hreyfa mig og töluvert gert að því að þjálfa fólk og hvetja til dugnaðar sér til heilbrigðara lífs á sál og líkama. En hverjar eru fyrirmyndimar? Þær hafa verið ýmsar hjá mér, allt frá Superman (fyrstu árin) og Amold Schwarzenegger, í stráka eins og Sigmar Þröst, Hlyn Stefáns og Jón Braga sem voru að gera garðinn frægan fast á fertugsaldrinum. En undanfarið hefur athygli mín beinst frá stjömunum í þennan fyrrgreinda 59 ára gamla harðjaxl sem heitir Ömólfur Grétar. Hann fékk alvarlegan blóðtappa við heila 1996 lengst úti á hafi á Flæmingjagrunni um borð í Andvara VE. Hann fluttist hingað til Eyja sama ár. Ömólfur Grétar tók þá ákvörðun í lífinu að berjast við afleiðingar blóðtappans af alefli og það hefur hann svo sannarlega gert. I dag gengur hann u.þ.b. 70 kílómetra á viku, tvisvar á dag alla daga ársins sama hvaða árstíð er, syndir alla daga ársins og lyftir annan hvem dag. Þar fyrir utan skilst mér, af þeim sem þekkja hann, að hann sé alltaf jákvæð- ur og láti neikvæðni aldrei ná tökum á sér. Ömólfur, annarri eins elju, sjálfsaga, dugnaði og hörku hef ég aldrei orðið vitni að. Ég ætla að láta ósagðar hér þær hetjudáðir í sjávarháskum sem þú drýgðir á yngri árum sem ritað er í dag í sögubækumar, þar sem þú m.a. bjargaðir mannslífum. Ömólfur, ég þekki þig ekki per- sónulega en barátta þín við sjúkdóm þinn er mér og ábyggilega mörgum öðrum áhrifarik og mikill innblástur. Ég þarf ekki að skrifa þessar línur til að skora á þig að halda áfram á sömu braut, ég veit að þú munt gera það óhikað. Manstu fyrirmyndimar sem ég skrifaði um hér að ofan, þær höfðu allar áhorfendur og aðdáendur sem hvöttu þær til dáða. Þessar línur em mín aðferð til að hvetja þig og að þú vitir að þú hreyfir við lífi fólks með dugnaði þínum og elju. Ef einhver ætti, að öðrum ólöstuðum, að bera titilinn íþróttamaður Vest- mannaeyja, þá ert það þú. Gangi þér vel í baráttu þinni. Smárí Harðarson. LAGT upp í göngu. Sýning Steinunnar Einarsdóttur: Hæstánægð með móttökurnar Steinunn Einarsdóttir myndlistarmaður opnaði á fostudaginn sína fjórðu einkasýningu. Vel var mætt á opnunina og var Steinunn hæstánægð. „Égvaralveg rosalega ánægð hversu margir komu. Ég fékk nú smá kvíðakast þegar klukkan var að verða átta og hugsaði með mér hvort engin ætlaði að mæta en þær áhyggjur reyndust sem betur fer óþarfar því fljótlega upp úr því fór fólkið að streyma inn.“ Steinunn sýnir alls 29 myndir á sýningunni og eru þær flestar málaðar úr olíulitum. Eins eru á sýningunni vatnslitsmyndir og þrjár myndir af þeim Guðjóni Hjörleifssyni, Arnari Sigurmundssyni og Arna Johnsen sem málaðar eru úr kol. Fjölbreytnin er mikill á sýningunni sem líkur í dag. Steinunn hefur búið í Eyjum síðan 1996 en hingað flutti hún eftir 27 ára búsetu í Ástralíu. Hún útskrifaðist sem myndlistarmaður 1994 frá Visual FJÖLMARGIR mættu á opnun sýningarinnar. Art and design í Townsville í Ástralíu og hefur starfað sem slíkur síðan 1996. AUs hefur hún tekið þátt í átta sýningum, þar af eru fjórar einkasýningar. Steinunn hefur einnig verið dugleg við að miðla kunnáttu sinni til listunnenda í Eyjum og eru myndlistanámskeið hennar ætíð vel sótt. Steinunn vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra Róberts og Svanlaugar í Prýði fyrir frábæran sýningarsal. „Þau fá ekki nóg af þökkum fyrir sitt framlag,“ sagði Steinunn að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.