Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 21
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember2003
21
gosnóttina þá talaði ég við Guð og
sagði. „Ef húsið stendur þá er ég
ákveðin í að koma hingað aftur, og
það stóð. Við komum hingað aftur 30.
júní 1973 og vorum hér í hálfan
mánuð, en fluttum heim í ágúst,“ segir
Gauja.
Elli segir að strákamir hafí allir
viljað flytja aftur til Eyja og minnist á
það þegar þeir vom að tala um það sín
á milli. „Eg man sérstaklega eftir því
að Valur Bogason var með þeim og
hann sagði svo fullorðinslega, „enda
er maður fæddur hér og uppalinn,“ en
hann var þá sjö ára. Það var búið að
grófhreinsa en Gauja og strákamir
fóru strax að hreinsa vikur framan við
húsið og þeir notuðu litlar snjóþotur
sem þeir fylltu og drógu á eftir sér.
Það gekk ótrúlega vel en þetta var
mikið verk,“ segir Elli.
„Gróðurinn sem kom undan ösk-
unni var lifandi en ég kom með
sumarblóm með mér að austan og ég
man hvað þeir Sigurður Ingi og
Svavar í Brimnesi vom hissa þegar
þeir sáu mig bera þau upp úr gamla
Herjólfi,“ segir Gauja. „Við settum
blómin niður þegar við vomm búin að
hreinsa en það var alveg frábært veður
þetta sumar. Við fómm meðal annars
út á hraun og þá var fólk að baða sig í
Viðlagavíkinni en sjórinn var glóð-
volgur og hraunið allt í kring. Eg fann
þar skemmtilegan stein sem ég setti í
garðinn héma úti en hann var horfinn
næst þegar ég kom. Það vom margir
sem töluðu um vin í eyðimörkinni
þegar þeir sáu garðana hér hjá okkur
og Sjonna sem bjó hér efst á Vallar-
götunni," segir Gauja. Fjölskyldan
flutti heim 16. ágúst 1973 og Elli sagði
að þau hefðu komið fyrr ef þau hefðu
ekki þurft að bíða eftir flutningabíl til
að flytja búslóðina heim.
Var alltaf
að Idkja eítir gróðri
Talið berst að annarri vin í eyði-
mörkinni, Gaujulundi og tilurð hans.
Gauja segir að sig hafi alltaf langað í
blómagarð. Elli var hins vegar ekkert
spenntur fyrir því og vildi hafa gras
þar sem strákamir gætu sparkað bolta
og leikið sér. „Eg með allan minn
þráa bjó til þríhyming í einu hominu
og setti niður blóm. Það vatt síðan upp
á sig, ég bætti við beðum og var
komin með tvö hundruð tegundir áður
en ég vissi af. Eg var farin að gefa
afleggjara og blóm út um allt land,
segir Gauja og heldur áfram. „Eg
byrjaði að planta í Gaujulundi 1988.
Eg hef alltaf verið hrifin af því að
fara niður í ljöm og við löbbuðum oft
um hraunið. Eg var alltaf að kíkja eftir
gróðri og ég man alltaf eftir
krækibeijalynginu sem ég sá fyrst þar.
Það kemur reyndar lítið af berjum á
lyngið sem vex á hrauninu. Eg var
strax voða hrifm af þessu gili sem
Gaujulundur er í og þegar ég kom að
klettinum sem stendur við húsið þá
hugsaði ég með mér, hér væri gaman
að setja blómabeð og síðan hugsaði
ég, fólk heldur að ég sé snarmgluð.
Bæjaryfirvöld höfðu hins vegar hvatt
fólk til að fara með afganga úr görðum
út á hraun í vegkanta og fleira."
Gauja talaði við Ingibjörgu Péturs-
dóttur, frænku sína og þær fóm þann
25. ágúst út á hraun með plöntur og
heilmikið af grasi. „Við grófum nítj-
án til tuttugu holur og settum gras
undir og gróðursettum plöntur. Þær
vom allar lifandi, nema næturfjólan,
árið eftir. Þá byrjaði ég að setja sprota
af öspum en þær em allar héðan úr
garðinum, héma heima, en ég er með
tvö kvæni, annað er miklu sterkara. Eg
hef puðað heilmikið við þetta en ég
held ég hafi aldrei verið eins þreytt á
ævinni og þegar ég gróf upp tíu holur,
bar upp Qörutíu fötur af vikri og
fjömtíu fötur af mold og skít til baka
ásamt því að gróðursetja plöntumar.
Ég labbaði fram og til baka, Elli var
auðvitað að vinna en ég hef aldrei
keyrt bíl. Ég veit ekki hvað ég er með
margar plöntur en ég hef sagt að þær
væm á milli þúsund og milljón en þó
nær fyrri tölunni.
ÞAU eru orðin mörg handtökin í Gaujulundi.
HJÓNIN framan við sveitabæinn góða.
BRÚÐKAUP sonar í Gaujulundi. Ólafur og Gunnhildur giftu sig í lundinum og hér eru þau með foreldrum og
börnum.
Fyrir fjórum til fimm ámm komu
ensk hjón sem höfðu séð frá Gauju-
lundi í blaði og langaði að sjá garðinn.
Fljótlega eftir að ég byijaði kom mynd
frá Gaujulundi í þýska sjónvarpinu
þannig að það er ekki öll vitleysan
eins,“ segir Gauja og hlær.
Trúin hefur hjálpað mér
Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli
þegar Stefán, annar tvíburinn, varð
bráðkvaddur 31. desember 2000, að-
eins þrjátíu og fimm ára gamall.
„Trúin hefur hjálpað mér, maður er
aldrei einn,“ segir Gauja og það er
enginn vafi að trúin hefur hjálpað
þeim hjónum í þessu mikla mótlæti.
„Ég var níu ára þegar ég varð fyrir
minni fyrstu trúarreynslu. Mér var
afskaplega illa við þoku og var myrk-
fælin enda hafði ég lesið mikið af
þjóðsögum. Mamma sendi mig að
sækja kýmar en ég varð að fara ein því
eldri krakkarnir vom að tína grjót en
það var verið að steypa heima. „Þú
verður að biðja Jesúm að hjálpa þér,“
sagði mamma og sendi mig af stað.
Ég fann engar kýr og þegar ég kom
upp á hæðina settist ég niður í litlu
dalverpi á leiðinni. Ég sagði; „góði
Jesús, viltu koma með kýrnar." Þá
komu þær eins og þær væm reknar til
mín og ég beið eftir að hann kæmi
líka,“ segir Gauja.
Kjartan, yngsti sonur þeirra hjóna,
býr í Danmörku nánar tiltekið á
Jótlandi. Hann er í námi og konan
hans heitir Rikke, sonur hennar er
ellefu ára og er afskaplega montinn af
þvQ að eiga afa og ömmu á Islandi.
Ólafur er netagerðarmaður og sjó-
maður. Kona hans er Gunnhildur og
fyrir átti hún tvo drengi, Atla Frey og
Sindra Geir. „Þau eiga saman litla
dóttur sem heitir Stefanía Ósk og er
ljósið okkar," segir Gauja
Sigrún Ósk er gift Guðmundi Sig-
urðssyni og þau eiga þrjá syni,
Guðmund, Sigurð Ragnar og Inga
Guðna sem á tvö böm sem vom fyrstu
barnabarnabörnin. Sigrún og Guð-
mundur reka fyrirtæki sem framleiðir
Vogasósur. Sambýliskona Inga
Stefáns er Katrín Andrésdóttir og þau
eiga tvö börn, Sólveigu og Andrés.
Andrés á einn son þannig að
bamabarnabörnin em orðin þrjú, Ingi
Stefán er kennslustjóri á Litla Hrauni.
„Mér finnst ég hafa mikið að
þakka,“ segir Gauja „og það hefur
verið haldið verndarhendi yfir mér.
Lífið hefur verið mikil barátta en
erfiðleikamir em til að sigra þá. Vilji
er allt sem þarf, ef maður hefur vilja
til, þá er hægt að sigrast á erfiðleikum.
Mér finnst gott að vera úti í náttúmnni
og hlusta á þögnina, það er ólýsanlegt.
Ég man eftir því þegar ég var stelpa þá
vomm við að keppast við að ná inn
heyi og vöktum alla nóttina. Ég man
hvernig allt þagnaði upp úr miðnætti
og svo fór allt að lifna við aftur,
klukkan að ganga þrjú, segir Gauja
sem virðist umfrarn allt reyna að horfa
á það jákvæða í lífinu þegar hún lítur
yfir farinn veg.
Svettabærínn lístasmíð
Áður en ég kveð þau hjónin fæ ég að
líta á lítinn sveitabæ sem Elli er að
smíða. Reyndar hafði hann bmgðið
sér í leikfimi, til Kötu Harðar, á meðan
á viðtalinu stóð og það er greinilegt að
ekki er slegið slöku við á heimilinu, þó
svo húsmóðirin sé áttræð og
húsbóndinn áttatíu og þriggja. Litli
sveitabærinn er listasmíð, svo ekki sé
meira sagt, og þar inni má sjá pínulítil
húsgögn og muni sem hann hefur
komið haglega fyrir. „Það væri allt í
lagi ef maður sæi þetta almennilega,“
segir Elli, hógværðin uppmáluð en
hann á við sjóndepm að stríða. Ég
fullyrði að fáir gætu smíðað svo
vandasamt verk en hann svarar því til
að hann hafi vanist á vandvirkni þegar
hann var við skósmíðar í gamla daga.
gudbjorg@ eyjafrettir. is