Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 20
20 Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003 Sátt við lífið þrátt fyrir áföll ✓ -Guðfinna Kjartanía Olafsdóttir og Erlendur Stefánsson hafa upplifað margt á langri ævi en nú er það Gaujulundur, vinin í hrauninu, sem er þeirra aðalverkefni Gaujulundur vekur jafnan mikla athygli ferðamanna sem heimsækja Eyjarnar en þeir skipta þúsundum sem þangað hafa komið. Guð- finna Kjartanía Olafsdóttir og Erlendur Stefónsson hafa af mikilli elju og hugviti, gróðursett fjölda plantna ó þessum hrjóstruga skika ó nýja hrauninu. Þau hjónin eru jafnan kölluð Gauja og Elli en ævintýrið hófst með því að Gauja fór í ógúst 1988 með um tuttugu plöntur, úr garðinum heima, og setti niður úti ó hrauni. Nú eru þar ríflega þúsund tegundir, trjóplöntur, fjölær blóm og sumarblóm. Það sem Elli hefur smíðað og prýðir garðinn gefur honum mikið gildi. Hann hefur útbúið sveitabæ, sem nýtist sem verkfærageymsla, sett upp hús og skjólgarða af einstakri smekkvísi. Garðurinn er því dæmi um nóna samvinnu þeirra hjóna og mun lengi halda merki þeirra uppi. Skaftfellíngur 1 húð og hár „Ég er Skaftfellingur í húð og hár, langt aftur í ættir, bæði í kven- og karllegg, segir Gauja þegar ég heimsæki þau hjónin á heimili þeirra. „Langa- langafí minn, Símon Jónsson frá Jórvíkurhryggjum í Álftaveri, var þekkt hraustmenni. Hann var lítið fyrir að gefast upp og ég sæki eitthvað af þrjóskunni til hans. Hann var líka mjög léttur og sagði sögur af sjálfum sér og öðrum, sagðist meðal annars hafa riðið á lús yfir Þjórsá," segir Gauja. Hún er fædd 16. september 1923, og alin upp á bænum Fagradal en hann er fimm kílómetra austan við Vík í Mýrdal. „Foreldrar mínir voru uppeldissystkini frá tólf ára aldri. Foreldrar móður minnar skildu og amma lést skömmu seinna. Mömmu var komið í fóstur til föðursystur sinnar sem hét Guðrún. Hún bjó í Fagradal og pabbi kom þangað með föður sínum sem varð seinni maður hennar. Móðir mín sagði einhverju sinni að Guðrún hafi aldrei verið vond við hana en hún fann samt að hún var fósturbam. Foreldrar mínir vom mjög samhent og dugleg að koma sér áfram. Þau giftu sig 1916 og hófu sambýli við afa og konu hans en 1941 hætti pabbi búskap og Jónas hálfbróðir hans tókvið. Þau eignuðust átta böm en misstu tvö þeirra ung. Það var mikil raun fyrir bæði, mamma tók það óskaplega nærri sér og það hittist þannig á að pabbi var ekki heima vegna vinnu, þegar börnin létust,“ segir Gauja. Lærði skósmíði Elli er fæddur á Stokkseyri en var aðeins nokkurra mánaða gamall þegar hann fiulti með foreldmm sínum til Eyja og hefur búið hér mestan sinn aldur. „Mamma var frá Stokkseyri en pabbi frá Norðfirði en þau kynntust í Eyjum 1917. Þaufluttuá Norðfjörð og bjuggu þar frostaveturinn ntikla 1918 en trúlega hefur mamma ekki verið hrilln því þau fóru aftur á Stokkseyri. Þau fluttu til Eyja haustið 1920 en ég er fæddur 20. febrúar sama ár,“ segir Elli sem hóf nám í skósmíði þegar hann var 19 ára gamall og vann við hana til 1948. „Ég var fjögur ár að læra en það tók þrjú ár að fá meist- araréttindi og ég hætti fljótlega eftir að ég fékk réttindin. Þegar ég var við þetta voru hér fimm skóverkstæði og a.m.k. tólf manns unnu við þetta. Þá vom allir skór úr leðri og nóg að gera en seinna komu endingarbetri efni og úrval af skóm varð meira.“ Vann á sjúkrahúsinu Gauja kom fyrst til Eyja 1944 og vann í Hraðfrystistöðinni um tíma en hét því að koma aldrei aftur vegna innilokunarkenndar. Hún kom samt sem áður aftur 1947 til að hjálpa systur sinni sem átti von á bami. Hún fór m.a. á skóverkstæðið þar sem Elli vann, og sá hann þá í fyrsta skipti. „Ég man að hann kom til tals þegar ég kom aftur til systur minnar og við vomm sammála um að hann væri elskulegur maður. Mig langaði alltaf að læra hjúkmn og ég vissi að mömmu hafði alltaf langað til þess líka. Þegar hún orðaði það við fóstm sína sagði hún, „þú átt eftir að vinna fyrir uppeldinu þínu,“ þannig að það varð ekkert úr því. Ég vissi að það vantaði fólk á sjúkrahúsið og fór að vinna þar í mars. Árinu áður fékk ég Akureyrarmænuveiki sem þá gekk og var hræðilega bakveik eftir það. Eldhúsið á sjúkrahúsinu var í kjallaranum og maturinn var allur hífður upp á efri hæðimar, í stómm pottum, tvær hífðu upp á neðri gang og ein hífði upp á efri gang. Ég þoldi þetta illa og mér var sagt að það væri vonlaust fyrir mig að læra hjúkrun, bakið þyldi það ekki,“ segir Gauja og bætir því við að trúlega hafi hún í gegn um tíðina reynt meira á bakið en nokkur hjúkmnarkona. Erfið ár, en ég minnist þeirra með hlýju Örlögin gripu inn í þegar Gauja vann á sjúkrahúsinu en þá var ungur maður, Ingi Gunnar Stefánsson, sjúklingur þar. „Um leið og ég sá hann vissi ég að hann yrði maðurinn minn. Það var út af draum sem mig dreymdi. Ég vissi að það stæði ekki lengi og hélt að kona myndi spilla á milli,“ segir Gauja þegar hún ritjar þetta upp. Ingi Gunnar lést þegar hann var aðeins þrjátíu og tveggja ára. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Sigrún Ósk, dóttir þeirra, var eins árs og Gauja gekk með son þeirra, Inga Stefán. Gauja bjó með bömin hjá foreldmm sínum í Fagradal en fiutti, ásamt þeim til Víkur 1960 en þá urðu breytingará búskaparháttum í Fagradal. „Þá var Sigrún Ósk 12 ára og Ingi Stefán 10 ára. Foreldrar mínir fengu lítið hús fyrir sig og ég bjó með bömin í elsta húsinu í Vík. Það var kolakynt og það var ákaflega dýrt að kynda húsið en ég notaði líka sprek sem féllu til. Þetta vom erfið ár en ég minnist þeina með hlýju, þvíjjað voru allir mjög góðir við mig. Ég veit hvað það er að vera með böm og eiga ekki alltaf fyrir mat. Það var lítið um vinnu en ég var ákaflega stolt og stór upp á mig . Ég man að pabbi lánaði mér einu sinni tvö þúsund krónur sem vom heilmiklir peningar en þegar ég mátti ekki borga honum til baka, vildi ég ekki fá lánað hjá honum aftur. Ég lærði að taka mál og sauma, vann í timbri og var í sláturhúsinu á haustin. Það vom litlar tryggingabætur á þessum ámm, ég man að það sem ég fékk yfir árið með Sigrúnu, nægði fyrir fermingarkápu handa henni,“ segir Gauja. Radarstöð sem aldrei fór 1 gang Eftir að Elli hætti að starfa sem skó- smiður fór hann að vinna sem netagerðarmaður. Hann var búinn með iðnskólann og fór á samning og byijaði hjá Netagerð Reykdals en Elli heíur starfað við netagerð mestan sinn starfsferil. „Sumarið 1937 var ég á trillu með pabba á Bakkafirði og 1938 var ég smátíma á snurvoð með Guðjóni á Heiði og um haustið fór ég á reknet. Þá var ég á vertíð með Dodda bróður, Þórði Stefánssyni, 1953 til 1954 og eina sumarvertíð á humar. Ég vann í Keflavík á ámnum 1955 til 1956 og lenti um haustið vestur á Straumnesljalli en þá var verið að klára að setja upp radar- stöðina sem aldrei fór í gang. Ég var þama í tíu vikur og ég fór einu sinni niður á þessu tímabili en yfirleitt unnu menn í tvær vikur og fóm svo í frí. Við vomm þama fram í desember og ég var hissa hvað það var lítill snjór á fjallinu. Það var allt gert klárt nema stöðin sjálf. Ég hef að mestu unnið við netagerð en hætti 1993, ég meiddist á öxl og hætti fyrr en ég ætlaði mér, ég hafði hugsað mér að vinna tvö ár í viðbót,“ segir Elli. Gauja hélt allaf góðu sambandi við tengdafólk sitt í Vestmannaeyjum. Elli var bróðir fyrri manns hennar, örlögin tóku aftur í taumana og þau ákváðu að rugla saman reytum. „Ég flutti hingað til Eyja 1964 og við bjuggum okkur heimili á Vallargötu 6,“ segir Gauja. „Elli gekk börnunum í föðurstað og þau kalla hann alltaf pabba og bamabömin em afabörnin hans. Sigrún kláraði Iðnskólann eftir að hún kom hingað en hún lærði eftir það hárgreiðslu í Keflavík. Hún fór héðan þegar hún var sextán ára gömul og ég saknaði hennar óskaplega. Ingi varð eftir hjá mömmu og pabba og kláraði unglingastigið en kom svo hingað og tók landspróf. Hann fór svo á Laugarvatn og síðan í Háskólanám. Ég vildi eignast fleiri böm og þann 5. september 1965 eignuðumst við tvfbura þá Ólaf og Stefán en ég hafði alltaf þráð að eignast tvíbura, annað hvort tvo stráka eða tvær stelpur. Ég fékk ósk mína uppfyllta. Sextán mánuðum seinna, 23. janúar 1967 eignuðumst við Kjartan." Notuðu snjó- þotur til að flytja vikur Gauju leiddist í Eyjum fyrstu árin, langaði alltaf austur í Vík þar sem hún kunni afar vel við sig. „Ég fann fyrir einangrun en allir vom mér ákaflega góðir. Ég var alveg vissi um að ég myndi missa heimilið og hélt að það yrði í eldi en ég er hryllilega ber- dreymin. I draumnum sá ég svartan geim og heimilið allt í óreiðu, blöð út um allt og síðan var ég komin heim að Fagradal," segir Gauja og þar með færist talið að gostímanum og for- vitnilegt að vita hvers vegna þau komu aftur efir gosið. „Þegar ég kom út með strákana

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.