Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003
Misskilin pólitík og hagsmunum
Vestmannaeyja ýtt til hliðar
-með alls kyns vitleysu og við emm að skemma fyrir okkur með þessu, segir hin
fjölhæfa Selma Ragnarsdóttir sem nú situr sitt fyrsta kjörtímabil í bæjarstjórn
SELMA: Mér hefur líka fundist sem fólk vinni ekki nógu vei saman, það væri vel hægt að gera þetta skipulegra og samnýta hlutina. Ég
velti fyrir mér hvort framboðið sé of mikið, alla vega veltir maður oft fyrir sér hvernig maður eigi að komast yfir allt sem er í boði. Ég held
það vanti svolítið í samvinnu fólks.
Hún hefur verið áberandi í
bæjarlífinu síðan hún sneri
heim eftir nám í höfuð-
borginni fyrir sjö árum síðan.
Auk þess að reka fyrirtækið
Listauka ehf. hefur hún verið
mjög virk í menningarheimi
Eyjanna, starfar sem kennari
og situr í bæjarstjórn fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Selma
Ragnarsdóttir ólst upp í Vest-
mannaeyjum og er dóttir
Margrétar Klöru Jóhanns-
dóttur og Ragnars Sigurjóns-
sonar, ráðsmanns íViðey sem
þekkist varla öðruvísi en sem
Raggi Sjonna. Selma fór til
Reykjavíkur árið 1990 og hóf
nám í fatahönnun við Iðn-
skólann í Reykjavík. Sam-
býlismaður Selmu er Kristófer
Jónsson og á hann 3 börn
þau Tinnu Rún, Kolfinnu og
Kristófer Jón. Selma á 5 ára
son, Oskar Alex frá fyrra
sambandi.
Ung áhuga k hönnun
Hún sagði áhuga sinn á fatahönnun
hafa kviknað mjög snemma. „Það lá
alltaf nokkuð ljóst fyrir hvert hugur
minn stefndi, strax ellefu og tólf ára
var alltaf eitthvert vesen hjá mér með
hárgreiðslu og fötin og var farið í það
að redda hlutunum," sagði Selma og
bætti við að það hafi svo verið í
Bandaríkjunum, þar sem hún var sem
skiptinemi sem endanlega var ýtt
undir áhuga hennar á hönnun. „Þama
fékk ég mikla hvatningu. Banda-
ríkjamenn geta verið mjög ýktir og ef
þeir sjá einhveija hæfileika ítjá fólki er
því lyft á ákveðinn stall. Eg hafði
kennara þama úti sem höfðu mikla trú
á mér og það hjálpaði mikið.“
Selma var í Maine fylki sem skipti-
nemi, var í high school og útskrifaðist
þaðan. I þeim efnum er hvorki hægt
að tala um gmnnskóla né fram-
haldsskóla enda em það tveir efstu
bekkir gmnnskóla og tveir fyrstu
bekkir framhaldsskóla sem sameinast
í skólakerfi Bandaríkjamanna. „Þetta
var nú ekki eins amerískt og maður sér
til dæmis í bíómyndunum en það var
óneitanlega gaman að útskrifast og ég
fór í tíu ára útskriftarafmælið fyrir
nokkmm ámm og þar hitti maður
flesta þá sem vom með manni í
skólanum."
Skapandl
andrúmsloft 1 leikhúsum
Meðan Selma var í Iðnskólanum tók
hún þátt í nokkram verkefnum. Meðal
annars vann hún á saumastofu Borgar-
leikhússins og sem aðstoðar- sauma-
kona hjá íslenska dansflokknum. „Það
var frábært að vinna í leikhúsinu og
sérstaklega íyrir íslenska dansflokkinn
sem mér hefur alltaf þótt vera mjög
merkilegur. Það er svo skapandi
andrúmsloft í leikhúsunum"
Hún flutti svo aftur til Eyja fýrir sjö
ámm og hófst strax handa við að
skapa sér nafn sem hönnuður. Mikil-
vægt er fyrir fatahönnuði að minna
reglulega á sig með sýningum og
hefur Selma verið mjög virk á því
sviði. „Sýningamar em afskaplega
mikilvægar, það er allt öðmvísi og
meira lifandi heldur en að vera bara
með myndir. Svo er þetta eitthvað til
að steftia að og setja ákveðna pressu á
sjálfan sig,“ sagði hún og bætti við að
þetta væri sérstaklega mikilvægt íyrir
hönnuði sem ekki em í hringiðu
markaðarins sem er í Reykjavík. „Ég
væri líklega betur stödd með mitt
fyrirtæki í Reykjavík en í Eyjum."
Stillimyndar-
bolur RUV vinsæll
Það em samt sjálfsagt kostir og gallar
á því eins og öðm. Selma segir að hún
hafi selt talsvert af hönnun sinni í
Reykjavík en í dag séu það helst
bolimir hennar. „Ég hef ekki farið
með nýju línuna í sölu í Reykjavík
enda er hún ekki það stór en bolimir
mínir hafa selst vel í versluninni
Dogma á Laugaveginum"
Það sem hefur komið Selmu mest á
óvart er hversu vinsælir RÚV bolimir
hennar hafa verið. „Bolirnir með
mynd af stillimynd RÚV framan á
hafa rannið út og satt að segja komið
mér í opna skjöldu. Það er nú einmitt
málið í þessum bransa að hann er
svolítið óútreiknanlegur, sumt verður
vinsælt sem maður bjóst alls ekki við
og svo annað, sem á að vera pottþétt,
það selst ekkert. Markaðssetningin
skiptir líka miklu máli, en hún getur
verið kostnaðarsöm. Þannig að það er
ekki hægt að segja að ég sé í mjög
ömggu starfi,“ sagði Selma.
Heimasíðan
fenglð góðar viðtökur
I síðustu viku opnaði Selma heima-
síðu þar sem verk hennar em sýnd og
farið yfir feril hennar. Þar má einnig
finna nýja línu og boli sem em til sölu.
Síöan er mjög óhefðbundin og af-
skaplega skemmtileg hönnun en
forsíðan er í stíl gamla tölvuspilsins
pacman. Selma hefur frá því að hún
byrjaði að selja vörur sínar selt undir
vömheitinu Zelma. „Það byrjaði
eiginlega í Bandaríkjunum, vinum
mínum þar fannst þeim nafn mitt
flottara með Z. Ég hélt þessu svo á
lofti þegar ég kom heim enda tel ég
mikilvægt fyrir hvern hönnuð að
skapa sér sérstöðu og ég held að
vöramerkið mitt veki meiri athygli
vegna Zetunnar."
Selma sagði að það hafi komið sér
vemlega á óvart hversu mikil við-
brögð hún hefur fengið við síðunni
þessa tæpu viku sem hún hefur verið
virk. „Ég hef fengið mikið af tölvu-
pósti, það er ánægjulegt og sýnir mér
að þetta var nauðsynlegt."
Aðspurð um útlitið á síðunni sagði
hún að það hafi hún gert, ásamt
Sæþóri Þorbjamarsyni, sem hannaði
síðuna og eftir talsverðar vangaveltur
varð þetta niðurstaðan. „Systir mín
hafði gert heimasíðu fyrir mig þegar
hún var í námi í Danmörku. Það var
svipuð hugsun á bakvið hana og ég
vildi halda í það.“
Sæþór Þorbjamarson, sem rekur
margmiðlunarfyrirtækið DeVído, fær
góða dóma hjá Selmu. „Hann er mjög
klár á þessu sviði og við náðum mjög
vel saman í hugsunarhætti. Þegar
hugmyndin um Pacman kviknaði var
það ekki spuming, hún yrði ofan á."
Midnight Fashion Show
Eitt af stærri verkefnum Selmu síðan
hún flutti aftur til Eyja var Midnight
Sun Fashion Show sem var haldin í
Eyjum fyrir tveimur ámm. Auk þess
að vera einn þriggja íslenskra hönnuða
sem tóku þátt í sýningunni sá hún að
miklu leyti um undirbúninginn hér í
Eyjum. Þegar Selma lítur til baka segir
hún að allt hafi heppnast rosalega vel
og umijöllunin sem sýningin fékk hafi
verið ómetanleg og þá sérstaklega
fimm mínútna myndbrot sem sýnt var
í tískuþættinum Fashion Show sem
náði til tveggja milljóna áhorfenda.
Það var þó ekki allt dans á rósum í
kringum sýninguna. Selma fór illa út
úr samstarfsaðilum sínum. „Ég þurfti
að taka á mig talsverðar skuldir vegna
þessa sem ég er enn að reyna að vinna
mig út úr.“ Sagði hún þá aðila sem
komu ásamt henni að sýningunni hafa
hlaupið á brott þegar reikningar fóm
að berast. Sagði Selma þetta hafa
verið talsvert áfall fyrir sig og samtals
hafi það verið hátt í ein milljón króna
sem féll á hana ásamt því sem hún tók
engin laun fyrir starf sitt. „Ég tók þá
ákvörðun að reyna að standa við
skuldbindingar hér heima þrátt fyrir að
ekkert hafi verið skráð á mig
persónulega. Siðferðislega fannst mér
ég þurfa að klára þessi mál,“ sagði
Selma og var afar ósátt við framkomu
fyrrverandi samstarfsaðila sinna.
„Þetta var samt góð kynning fyrir
mig en ég hefði viljað ná að fylgja
þessu betur eftir og virkja þau
sambönd sem náðust. En allt kostar
það mikla peninga. Það var mjög gott
móralskt að fá viðurkenningu frá
hönnuðum víðs vegar úr heiminum.
Þetta hefur þó komið sér vel fyrir mig
hér á landi þar sem sýningin kom mér
á kortið.“
Kennslan
og Listahátíð ungs fólks
Selma er einnig kennari í unglinga-
deild í báðum grunnskólum Vest-
mannaeyja en hún iauk fjamámi við
Kennaraháskólann árið 1999. „Ég
kenni fatasaum, hönnun og sögu og
hef komið að undirbúningi árshátíða
og á opnum vikum skólanna. Ég kenni
einnig tvo áfanga í Framhalds-
skólanm.“
Selma sagði skólana yfirleitt góða
vinnustaði. „Mér líkar mjög vel að
kenna þessum aldurshóp. Krakkamir
em svo lifandi og skapandi. Ég tel að
þetta sé viss lífsleikni líka, þar sem
mikið er spjallað um heima og geima
í tímunum.“
Selma sagði að undirbúningur
Listahátíðar ungs fólks 2004 sé þegar
hafinn, en eiginleg vinna innan skól-
anna hefst strax eftir áramót. Þá er
mjög mikilvægt að vera í góðu
samstarfi við kennarana, Tónlistar-
skólann, Féló og fleiri svo að allt
gangi upp. Listahátíðin virðist vera