Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember2003
Þróunarfélagið lagt niður á bæjarstjórnarfundi 1 kvöld:
Afskipti cif þremur fyrirtækjum
komu
í vikunni var samþykkt fundargerð
Þróunarfélagsins sem var sú síðasta í
sögu félagsins en slit þess voru
samþykkt á fundinum. Er þar með sjö
ára sögu félagsins lokið. Bæjarsjóður
hefur á tímabilinu lagt til tæplega
níutíu milljónir króna í beinum
framlögum til félagsins og aðrar tekjur
þess voru rúmlega sextíu og tvær
milljónir. Rekstur félagsins var í góðu
jafnvægi frá 1996 og út árið 2000 en
eftir það fór heldur að halla undan
fæti. Árið 2001 var tæplega tveggja
milljóna króna tap á rekstrinum en
heldur verra varð ástandið árið eftir en
þá var tapið tæplega sextán milljónir.
Við slituppgjör félagsins var tap
félagsins svo reiknað 32,3 milljónir
króna.
Reksturínn í góðu lagi til
ársins 2001
í slitauppgjörinu nema skammtíma-
og langtímaskuldir Þróunarfélagsins
67,7 milljónum króna. Bergur Elías
Ágústsson, bæjarstjóri og starfandi
framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins,
lagði fram útreikninga sína á
heildarniðurstöðu félagsins og þar
kemur fram að nettókostnaður vegna
félagsins sé rúmlega 191 milljón
króna. Reiknar Bergur með áætluðum
ógreiddum vaxtakostnaði upp á rúmar
28 milljónir króna og í útreikn-
ingunum áætlaði hann upplausnarvirði
eigna upp á fjörutíu prósent og tekið
verði lán fyrir heildarskuldum til 15
ára með 5,5% vöxtum.
Sagði Bergur í greinargerð sinni að
það væri hans mat að vandræði
félagsins megi rekja til aðkomu þess
að þremur hluta-félögum á tímabilinu
2001 til 2003. Westmarehf, fiskrétta-
verksmiðjan sem keypt var og hefur
aldrei hafið starfsemi, er stærsta
skuldbindingin og kostnaður vegna
félaginu u
þess er 32,8 milljónir króna. Skúlason
ehf. kostaði félagið sex milljónir
króna. Enn hefur ekki fengist formleg
staðfesting á eignar-haldi bæjarsjóðs á
hlutabréfum í félaginu og er það mál
núna í höndum lögfræðinga bæjarins.
Islandslax kostaði svo tæplega hálfa
milljón króna.
Margt óklárað hjá félaginu
Hafsteinn Gunnarsson, endurskoð-
andi, skilaði minnisblaði til bæjar-
stjóra með skilauppgjörinu þar sem
fram kemur að fasteign félagsins að
Skólavegi 1, sem hýsti Athafnaverið á
sínum tíma, er færð á fasteignamati
þar sem markaðsverð liggur ekki fyrir.
Hlutabréfin í Westmar ehf. voru í
samráði við bæjarstjóra færð niður í
fimmtán milljónir króna en kostn-
aðurinn var kominn upp í 38,8
milljónir króna fyrir utan laun til
Ragnars Guðmundssonar sem sá um
uppsetningu verksmiðjunnar.
Segir Hafsteinn að ekki hafi verið
nein tjárfestingar- eða verkáætlun við
það að koma upp þessari verskmiðju
og virðist Ragnar hafa haft frjálsar
hendur varðandi fjárútlát og hvemig
staðið var að uppbyggingu. Öll vinna
við uppbyggingu verksmiðjunnar
virðist hafa verið ómarkviss og ekki
ljóst hve mikil vinna er eftir til að fá
starfhæfa verksmiðju. Þess má geta
að bæjarsjóður hefur fengið tilboð upp
á 3,5 milljónir króna í verksmiðjuna.
Hlutabréfin í Skúlason ehf. eru
afskrifuð í reikningum félagsins. I
samræmi við það sem aðrir eigendur
Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja
hafa gert er eignarhlutur þess færður
niður um 80% eða í 600 þúsund
krónur. Ekki er búið að segja upp
leigusamningi við Eyjaís vegna
húsnæðis sem fiskréttaverksmiðjan er
í. Er leigan 180 þúsund krónur á
nkoll
mánuði.
Eins er rekstrarleiga á tölvum frá
Nýherja vegna Athafna-vers. Samn-
ingur um rekstrarleigu er enn í gangi
og er óljóst í hvaða ástandi þessar
tölvur eru og hvemig hægt verður að
loka þessum samningi. Árið 2002
nam kostnaður vegna samningsins 1,8
milljón króna. Enn er óljóst hvemig
er með starfslok Auróm Friðriksdóttur
en laun vegna hennar verða gjaldfærð
hjá bæjarsjóði eftir því hvemig verður
samið um hennar starfslok.
Eins kemur fram í minnisblaði
Hafsteins að í samningi við fyrrver-
andi framkvæmdastjóra var ákvæði
um að hann myndi færa bókhald og
sjá um afstemmingar á bókhaldi. Átti
hann að skila bókhaldi í fullnægjandi
ástandi til endurskoðanda. Þessi vinna
var ekki innt af hendi og getur því
Þróunarfélagið átt endurkröfurétt
vegna þessa.
Athugasemdir við útreikninga
bæjarstjóra
Fundargerðin var svo tekin fyrir í
bæjarráði á mánudag þar sem
samþykkt var að leggja það til við
bæjarstjóm að Vestmannaeyjabær taki
yfir allar skuldbindingar og eignir
félagsins. Arnar Sigurmundsson (D)
vildi bóka þar sem hann gerði
athugasemdir við útreikninga bæjar-
stjóra um 191 milljón króna kostnað
vegna félagsins.
,,Er sammála niðurstöðum uppgjörs
endurskoðanda, og skoðunarmanna
Þróunarfélagsins, að frátalinni þeirri
framsetningu talna sem birtast í fylgi-
skjali framkvæmdastjóra félagsins í
töflu 2 sem fylgir uppgjöri nu.“
Má búast við að Þróunarfélagið
verði formlega lagt niður á fundi
bæjarstjómar í kvöld.
Línuívilnunarfrumvarpið
orðið að veruleika:
Mikið áfall fyrir
Vestmannaeyjar
-segir Bergur Elías bæjarstjóri
Fmmvarp nkisstjórnarinnar um
línuívilnun var samþykkt á síðasta
degi fyrir rúmlega mánaðarlangt
jólafrí.
Alls greiddu 29 þingmenn atkvæði
með frumvarpinu og þar af fjórir
þingmenn úr Suðurkjördæmi, þeir
Guðjón Hjörleifsson og Kjartan
Ólafsson úr Sjálfstæðisflokki og
Guðni Ágústsson og Hjálmar
Ámason úr Framsóknarflokki.
Tuttugu og tveir greiddu atkvæði
gegn frumvarpinu, fjórir úr Suður-
kjördæmi, allir þingmenn Samfylk-
ingarinnar fyrir utan Lúðvík Berg-
vinsson sem staddur var erlendis á
vegum Alþingis þegar atkvæða-
greiðslan fór fram og Grétar Mar
Jónsson frá Fijálslyndum.
Það var þungt hljóðið í Berg Elíasi
Ágústssyni, bæjarstjóra, þegar haft
var samband við hann vegna
málsins. „Þetta er áfall fyrir byggð-
arlagið og það er miður að sumir
þingmenn Suðurkjördæmis og þar á
meðal annar þingmaður
Vestmannaeyinga skuli taka þátt í að
veikja undirstöðu byggðar í Eyjum.“
Bergur sagði að menn þyrftu að fara
aftur um tólf ár til að átta sig á
alvarleika málsins. „Hvað hefur
verið að gerast? Það hefur verið færð
hlutdeild af heildarúthlutun á ýsu og
steinbít frá okkur til annarra svæða
og nú bætist þorskurinn við.“ Hann
benti einnig á að alvarlegast í þessu
væri að með þessum aðgerðum væri
verið að veikja tekjugmnn samfélags
Vestmannaeyja. „Þær tekjur fara nú
annað og við emm því miður eitt af
þeim sveitarfélögum á
BERGUR Elías.
landsbyggðinni sem hefur átt í vök
að verjast undanfarin ár og við
megum ekki við slíku. Við skulum
líka átta okkur á því að þetta hefur
ekki bara áhrif í sjávarútvegi.
Sjávarútvegurinn er og verður
undirstöðuatvinnuvegur í Eyjum,
staðaráhrifin á verslun og þjónustu
geta verið gríðarleg fyrir okkar
samfélag og mér finnst hreinlega
með ólíkindum að menn skuli gera
svona. Áðumefndir aðilar sem nú
hafa samþykkt þetta mál hafa ekki
komið með neinar mótvægis-
tillögur. Hvað ætla þessir menn að
gera?“ Hann sagði jafnframt að
vandamálið í þessu hafi verið að
línuívilnun hafi verið sett í stjómar-
sáttmálann. „Ég vil nota tækifærið og
óska þingmönnum Vestfjarða til
hamingju þó _ég sé ósáttur við
niðurstöðuna. Ég tek hattinn ofan af
fyrir þeim, þeir vinna heils hugar
fyrir sitt samfélag og láta ekki vaða
yfir sig,“ sagði Bergur Elías.
Pysjueftirlitið:
Börn og erlendir ferðamenn
Á nýliðnu pysjutímabili settu Rann-
sóknasetur Vestmannaeyja og
Náttúmgripasafn Vestmannaeyja af
stað verkefni sem bar nafnið
Pysjueftirlitið.
Markmið verkefnisins var m.a. að
reyna að átta sig á því hve margar
pysjur villast í bæinn í sumarlok á
hverju ári, af hverju þær koma ekki
alltaf á sama tíma og í hvemig ástandi
þær eru þegar þær koma. Mikil
umræða var í byrjun pysjutímabilsins
sl. sumar um það hve seint þær vom
tilbúnar til að yfirgefa holumar og
ýmsar vangaveltur vom um ástæðuna.
Þess vegna vildum við keyra
verkefnið áfram strax á þessu ári.
Við leituðum til Sparisjóðs Vest-
mannaeyja um íjármögnun á verk-
efninu og samþykkti Sparisjóðurinn
að styrkja verkefnið myndarlega
ásamt því að veita ýmiss konar aðstoð
þ.á.m. við dreifingu og söfnun skrán-
ingarblaða.
Þar sem um árlegan viðburð er að
ræða fannst okkur nauðsynlegt að
hanna merki sem gæti höfðað til bama
og notað það til að hvetja til þátttöku í
pysjueftirlitinu. Leituðum við til Loga
Kristjánssonar til að teikna merkið og
er afraksturinn lundapersónan sem
sést hér á síðunni. Á skráningar-
blöðunum var óskað eftir tillögum um
nal'n á persónuna og mun nafnið verða
tilkynnt á litlu jólum Sparisjóðs
Vestmannaeyja kl. 15.00 á föstudag.
Á litlujólunum verða jafnframt veitt
verðlun til 15 pysjueftirlitsmanna sem
sendu inn skráningarblöð í ár og voru
dregnir út af Kristjáni Egilssyni,
forstöðumanni Náttúmgripasafnsins.
Alls voru 136 þátttakendur í skrán-
ingunni í þetta fyrsta skipti og
mynduðu þeir 63 hópa sem fóm um
götur Vestmannaeyjabæjar og björg-
uðu pysjum og mældu (Mynd 1).
Böm vom klárlega í meirihluta á
meðal þátttakenda en þar mátti einnig
finna erlenda ferðamenn sem við
auðvitað vonum að muni fjölga í
framtíöinni. Hugsanlega mætti setja
upp skipulagðar ferðir í tengslum við
verkefnið þar sem ferðamennimir
verða þátttakendur í verkefninu.
Niðurstöður úr þessari fyrstu tilraun
lofa góðu. Alls vom taldar 3478
pysjur og kom sú fyrsta sem var skráð
þann 25. ágúst og sú síðasta 17.
september (Mynd 2) Það er greinilegt
að flestar pysjurnar komu í bæinn í
byrjun september, en áberandi flestar
þann 5. september. Mikil fækkun f
fjölda pysja þann 6. og 7. september
gæti stafað af óhagstæðu veðri en
nokkur úrkoma var á þessum tíma og
vindhraði náði 10 til 13 m/sek.
Af þeim pysjum sem náðust vom
333 vigtaðar (Mynd 3). Eins og sjá má
á grafinu þá er óvemleg þyngdar-
aukning milli daga í fyrstu en eftir að
2.september er náð virðast pysjumar
byija að léttast. Ástæðumar gætu verið
ýmiss konar sem vert verður að
rannsaka nánar í framtíðinni.
Með því að gera þessa skráningu á
hverju ári myndast gagnabanki sem
hægt verður að nota til ýmiss konar
rannsókna á lundastofninum við
Eyjar. Með því að efla skráninguna
ætti jafnvel að vera hægt að nota
gögnin til þess að meta ástand árganga
og spá fyrir um stofnstærðir. Þróa
verður aðferðina áfram og jafnvel að
skipuleggja fyrirfram ákveðnar
leitarferðir sem famar verða óháðar
veðri, vindum og sjónvarpsdagskrá.
Að lokum viljum við þakka Spari-
sjóðnum fyrir að styrkja verkefnið og
jafnframt öllum þeim sem lögðu
verkefninu lið.
Páll Marvin Jónsson
Rannsóknasetrí Vestmannaeyja
Krístján Egilsson
Náttúrugrípa- ogfiskasajtti
Vestmannaeyja