Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2003
Með aðra löppina í gröfinni
-segir írena Þórarinsdóttir sem nú stendur á tvítugu - Hún byrjaði að þyngjast úr hófi þegar
hún var 17 ára - Mest varð hún 137 kíló en þá sá hún mynd af sjálfri sér sem varð til þess að
hún sneri við blaðinu og í dag er þyngdin komin í tveggja stafa tölu - Sjálfstraustið sem var í
molum er komið aftur og nú horfir írena fram á veginn með bjartsýni
IRENA með körfuna góðu en um ástand segir hún: Þetta var rosalega erfitt en stærsta skrefið var að byrja. Ég
gat til dæmis ekki farið í sturtu, ég var svo spéhrædd. Það var tekið vel á móti mér í Hressó en það stakk þegar
fólk var að spyrja; hvað kom eiginlega fyrir þig?
Hvað gerist hjá 1 7 ára stelpu
sem sker sig á engan hátt úr
hópnum en þyngist á rúmu
einu ári hátt í 100 kíló? I því
tilfelli sem hér um ræðir voru
það breyttar aðstæður og
áfall, sem í fyrstu virðist ekki
stórvægilegt. Það verður til
þess að hún fer að borða úr
hófi, já matur varð hennar
mál númer eitt, tvö og þrjú og
svo illilega að sjálf telur hún
að hún hafi verið komin með
aðra löppina í gröfina. Hún
lifði í algjörri afneitun, lokaði
sig af og það var ekki fyrr en
hún sá mynd af sjálfri sér að
henni var allri lokið. A þeim
tímapunkti varð henni Ijóst að
hún hafði ekkert val, það var
annaðhvort að snúa við
blaðinu og taka upp breytta
lífshætti eða halda áfram á
leiðinni til glötunar. Móðir
hennar hafði eðlilega af
henni áhyggjur og saman
fóru þær í málið, töluðu við
einkaþjálfara sem síðan í
janúar á þessu ári hefur
unnið með þessari ungu
stúlku sem í dag stendur á
tvítugu. Kílóin hafa fokið,
sjálfstraustið er komið aftur
og nú horfir hún fram á
veginn með tilhlökkun ungrar
konu sem á lífið fyrir
höndum.
Vigtin sýndin 137 láló
Upphaf þessa viðtals var stór karfa
sem stóð í afgreiðslunni á Hressó, full
af sykri, hveiti og sælgæti, samtals 20
kg. Henni fylgdi þakkarkort frá írenu
Þórarinsdóttur, tvítugri stelpu sem
vildi með þessu minna á góðan
árangur í baráttunni við aukakílóin og
þakka starfsfólki Hressó fyrir góða
þjónustu. Blaðamanni var bent á að
þama gæti verið efni í skemmtilegt
viðtal og ákvað hann að slá til. Helst
fyrir það að þama gat verið komið gott
fordæmi fyrir þá fjölmörgu sem eru í
stöðugri baráttu við aukakílóin, ekki
síst nú þegar jólin fara í hönd.
Hressófólk tók að sér að hafa milli-
göngu um viðtalið og blaðamaður
fékk þau skilaboð að Irena væri til í
slaginn en heldur væri hún feimin. Það
kom því skemmtilega á óvart þegar
viðtalið hófst að þama var mætt opin,
skemmtileg og alhyglisverð ung kona,
ekkert vantaði upp á sjálfstraustið og
hún dró ekkert undan þegar hún sagði
sögu sína. „Þegar ég var hvað þyngst
var tekin af mér mynd og þegar ég sá
hana var mér allri lokið. Þá steig ég á
vigtina í fyrsta sinn í marga mánuði og
hún sýndi 137 kg.,“ segir Irena og
heldur áfram. „Þetta var þvílíkt áfall,
áður en ég bytjaði að þyngjast hafði ég
verið alveg passleg og þyngd eitthvað
sem ég hafði engar áhyggjur af.“
Blaðinu snúið við
Þetta gerðist í janúar síðastliðnum og
síðan hefur líf írenu breyst og viðhorf
hennar til sjálfrar sín og lífsins
sömuleiðis. „Alveg þangað til ég var
sautján ára var ég bara eins og aðrar
stelpur á mínum aldri og var á fullu í
íþróttum. A þessum tímapunkti lendi
ég í aðstæðum sem höfðu mikil áhrif á
mig,“ segir írena en leggur áherslu á
að það tengist ekki heimili hennar eða
fjölskyldu á nokkum hátt.
„Þetta tók svo á mig að ég byrjaði
að borða og borða. Þá leið mér best og
um leið fór ég að blása út. Ég byijaði á
Herbalife og náði af mér 20 kg. og
jjegar ég steig á vigtina í Hressó var ég
117 kg.“
írena segir að eðlilega hafi móðir
hennar haft áhyggjur. „Hún spurði
aldrei neins en hvatti mig til að hreyfa
mig. Ég brást reið við og bað hana um
að vera ekki með neinar áhyggjur. Ég
skil í dag af hverju mömmu stóð ekki
á sama því ég var komin með aðra
löppina í gröftna. Ég gat ekki einu
sinni komist úr herberginu mínu og
inn í stofu í einni atrennu. Þetta er ekki
langt en ég varð svo móð að ég þurfti
að stoppa til að ná andanum."
Sjálfstraustið á núlli
Þetta segir hún að mamma sín hafi
þurft að horfa upp á og sjálf lýsir hún
sér sem lofbelg. „Ég einangraði mig
og vildi helst ekki fara út. Mér leið
best í herberginu mínu með fullt af
nammi og spólu. Ég var hreint alveg í
rusli og fór að gráta við minnsta til-
efni. Ég gat ekki talað í síma án þess
að fara að gráta. Þó þyngdin væri að
aukast mjög hratt þá hrundi sjálfsálitið
á ennþá styttri tíma.“
Allt þetta faldi Irena og fór ekki út
úr húsi nema í ýtrustu nauðsyn. „Mér
leið samt þannig að þetta væri ekkert
mál, ég gæti tekið þetta af mér hve-
nær sem ég vildi. Þegar talað var um
þetta við mig varð ég alveg brjáluð.
Ég fór aldrei út í fíkniefni eða slíkt,
maturinn var mín ást og fíkn,“ segir
Irena aðspurð.
Hún hafði byijað á föstu 17 ára og
þau eru ennþá saman. „Hann var
svolítið þéttur og því fannst mér allt í
lagi að ég væri aðeins of þung en þetta
gerðist bara svo hratt.“
Það er trúlega með öllu ómögulegt
að lýsa hugarástandi írenu en Herba-
lifekúrinn sýnir að henni hefur ekki
alveg staðið á sama. Þegar hún horfir
á myndina rennur upp fyrir henni ljós.
„Þegar ég horfi á hana spyr ég sjálfa
mig; lít ég svona út? Ég gat ekki
annað en svarað játandi og hugsaði,
hingað og ekki lengra. Mamma talaði
við einkaþjálfara og Hafdís Kristjáns-
dóttir var tilbúin til þess að taka mig í
tíma svo framarlega sem ég hefði vilja
til að taka mig á. Viljann hafði ég,
hann kom eftir að ég sá myndina."
Þar með hóf írena baráttuna við
kílóin og ekki síst við sjálfa sig. Hún
segir að fyrstu skrefin inn á Hressó
hafi verið erfið. „Þetta var rosalega
erfitt en stærsta skrefið var að byrja.
Ég gat til dæmis ekki farið í sturtu, ég
var svo spéhrædd. Það var tekið vel á
móti mér í Hressó en það stakk þegar
fólk var að spyrja; hvað kom eiginlega
fyrir þig?“
Hægt af stað
Irena segist hafa verið í íþróttum frá
því hún var fimm til sex ára og það
kom henni til góða þegar hún byrjaði
hjá Hafdísi. „Hafdís byrjaði á að vigta
mig og svo lét hún mig labba á
hlaupabrettinu og lyfta léttum lóðum.
Fyrst var ég þrjá daga í viku en núna
er ég á hverjum degi."
Hafdís og írena hafa haldið áfram
samstarfinu og hittast þær þrisvar í
viku. Smátt og smátt hefur prógramm-
ið þyngst en Irena segist vilja fara sér
hægt. „Þegar ég er ekki hjá Hafdísi
legg ég áherslu á brennsluna," segir
hún en hvað um mataræði?
„Það gjörbreyttist og nú hef ég bara
einn nammidag í viku en ég reyni að
sleppa namminu og fæ mér frekar
góðan mat. Mamma hefur staðið með
mér allan tímann og er orðin algjört
heilsufrík. Það var líka frábært að hafa
stuðning frá íjölskyldunni, það er
eitthvað sem er ómetanlegt."
Hvemig er matseðillinn? „Ég borða
fimm sinnum á dag, bara lítið í einu.
Ég get ekki nýtt mér skyrið eins og
margir sem stunda líkamsrækt því ég
er með mjólkuróþol. Ég byrja að
vinna klukkan sjö á morgnana en mér
finnst ekki gott að fá mér að borða
klukkan sex á morgnana en að öðru
leyti hefúr þetta gengið vel.“
Hvenær fórstu að sjá árangur? „Ég
fann mun eftir tvo til þrjá mánuði, það
sást á buxunum því ég hafði misst 21
sentimetra í mittið. En til að byrja
með sáu allir mun á mér nema ég, mér
fannst ég ekki sjá nokkra breytingu.
Sjálfstraustið var ekki meira, það var í
molum og það er ekki langt síðan það
fór að fara upp á við.“
Blöðruandlitið horfið
Finnst þér þú eiga langt í land? „Núna
finnst mér að mér hafi gengið vel og
Hafdís á mikinn þátt í því. Hún hefur
hvatt mig og stutt á allan hátt.“
Finnst þér að þú hafi endurheimt sjálfa
þig? „Ékki alveg en mér líður miklu
betru andlega. Blöðruandlitið er horfið
og það er ekki lengur hægt að nota
rassinn á mér sem hillu undir glös. Ég
hef allan tímann sett mér takmark og
ég ætlaði mér að komast í tveggja
stafa tölu fýrir jól. Það tókst og í dag er
ég 97 kíló. Þegar við náðum tak-
markinu stökk Hafdís í loft upp af
ánægju en ég var svolítinn tíma að átta
mig á þessu sjálf. Og ég ætla ekki að
reyna lýsa því hvað mér líður miklu
betur. Það er t.d. enginn smáléttir að
passa í buxumar sem mann langar í og
geta umgengist fólk, óhrædd.“
Irena segir að best sé að fara sér
hægt vilji fólk ná af sér aukakílóunum.
Eins og áður hefur komið fram segist
hún ekkert vera að flýta sér. „Ef
maður fer hratt af stað er hætta á að
þetta komi aftur. Já, mér finnst ég vera
sterkari í dag og nú þekki ég sjálfa mig
betur, styrk minn og veikleika sem
vonandi á eftir að nýtast mér í lífinu.“
Hvað er takmarkið? „Það er að
komast niður í kjörþyngd, halda henni
og vera sátt við sjálfan sig. Ég er
þvílíkt hamingjusöm, á frábæra fjöl-
skyldu og ég hef Hafdísi til að styðja
mig. Er hægt að hafa það betra? Þegar
þú sérð árangurinn gemr þú ekki hætt,
þetta verður eins og fíkn. Mér finnst
orðið hræðilegt að sleppa úr einum
degi því líkamsrækt verður hluti af
lífsstílnum.
Hvað með kærastann? „Við erum
ennþá saman eins og ég sagði þér áðan
og hann fór í átakið með mér. Honum
gekk reyndar miklu betur til að byija
með. Ég var grautfúl yfir því en svo
var mér sagt að yfirleitt gengi þetta
betur hjá karlmönnum. Maður varð
því að sætta sig við þetta og nú er hann
kominn í íþróttaskólann.
Hvað með framtíðina? „Ég ætlaði að
læra nudd og það getur orðið ofan á en
annars er allt opið,“ sagði þessa hressa
og skemmtilega stelpa sem að lokum
sagði: „Ég vil hvetja alla sem eiga við
offituvandamál að stríða að fá sér
einkaþjálfara, það veitir aðhald og
félagsskap og er ávísun á árangur. Ég
vona að þetta viðtal verði hvatning
fyrir aðra sem þurfa að taka á sínum
málum. Hafdís, takk fyrir hjálpina, ég
ætla að halda áfram.“
omar@eyjafrettir.is