Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 3

Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 3
FRÚIN Luenna UJ 2. ARG. FEBRUAR 1963 2. TBL. TIL LESENDA Þegar liafin er útgáfa á nýjum blöðum, er oft allmikið vanda- mál að gefa þeim nafn, sem er i senn létt í munni og gefur bend- ingu um tilgang og efnisval. Er velja átti nafn á íslenzku kvenna- blaði komu ýmis nöfn lil greina. Fgrir valinu varð þetta nafn: „Frúin“. Nafnið er að vísu hvorki frumlegt né skáldlegt, en hefur hina fyrrgreindu kosti. Flestir hafa tátið í tjósi áinægju sina yfir nafninu en nokkrir talið það vera útlent. Það síðasttalda er alrangt. Orðið frú er mjög gamalt i íslenzku máli, og á þar að auki við um bæði ógiftar og giftar konur. Allar íslenzkar konur hafa sam- kvæmt íslenzkum lögum rétt til að kalla sig f r ú. Ungfrú er að vísu mikið notað um ógiftar konur og fröken þó öllu meira. Það er þó aldanskt og á engan rétt á sér í íslenzkri tungu. Halldóra Bjarnadóttir, sú merka kona, sem óþarfi er að kynna íslenzkum konum, hefur skrifað „Frúnni“ bréf, þar sem hún segir frá því, að hún hafi barizt fyrir því í 50 ár, að titillinn f r ú sé notaður um allar konur. „Frúin" vill gjarnan leggja því máli lið og vill beina því til íslenzkra lwenna, hvort þær telji ekki rétt að gefa þessu máli gaum. Ekki er gerður greinarmunur á titli karlmanna, herra, hvort þeir eru kvæntir eða ókvæntir, og því á ekki að gilda það sama um konur? „Frúin“ telur sig eiga erindi við allar konur, og miðar ekki efnisval sitt við giftar konur frekar en ógiftar. Það má til sanns vegar færa, að dálítið hjákátlegt sé að segja ungfrú um sjötuga konu þótt hún sé ógift. Orðið ungfrú er sam- sett orð og á i raun og veru við um unga frú og segir þar af leið- andi ekkert um það, hvort sú unga frú er gift eða ógift. Láttu draumaljósið skína, láttu opnast sálu þína fyrir öllu fögru og háu, fjarri öllu ljótu, smáu. Einar Benediktsson. r*---------------------------------- Efnisyfirlit: Bls Til lescnda 3 Björn Þorsteinsson sagnfr.: Ólöf Loftsdóttir hin ríka og samtíð hennar 4 Grímur Thomsen: Ólöf Loftsdóttir ríka, ljóð 9 Viðtal við Helgu Valtýsdótt- ur, leikkonu 10 Spurning og svör 12 Bjargvættur mæðranna, Ignaz Semmelweis 13 Litlu systur Jesú 17 Fyrsta tízkudrottningin, Rose Bertin 20 Líkamsrækt 23 Frú Valborg Bentsdóttir: Skrifað í sandinn, smásaga 24 Tízka 26 Matur er mannsins megin 30 Litið inn til gömlu skáldanna 33 Francois Sagan verður móðir 34 Anna Magnani 37 Fætur í húsnæðisvandræðum 38 Fegurð og snyrting 41 i Handavinna 42 , Hún verðskuldar betra 44 Hvíld og afslöppun 46 Snigillinn og Iitla húsið hans barnasaga 27 Frá „Frúnni“ til frúarinnar 48 Verðlaunakrossgáta 49 Verðlaunagetraun, 10.000,00 króna verðlaun 50 ___________________________________________________________________1 FRÚIN 3

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.