Frúin - 01.02.1963, Side 12

Frúin - 01.02.1963, Side 12
aldri. Fyrir nokkrum dögum gafst mér einnig tækifæri til að sjá frú Helgu á leiksviði í Iðnó, í leikritinu „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson, og er það álit mitt að frúin hafi sýnt þar mjög góðan leik í erfiðu hlut- verki. Er það trú mín að frú Helga eigi eftir að veita íslenzkum leiklist- arunnendum margar ánægjustundir með list sinni á ókomnum árum. M. Th. Leiðrétting. f síðasta blaði „Frúarinnar“ var við- tal við Valborgu Bentsdóttur. Nokk- ur mistök urðu í viðtalinu sem hér verða leiðrétt: Bent Bjarnason var sonur Þóreyjar Pálsdóttur, dóttur Jóhönnu á Grund, og Bjarna Þórðar- sonar á Reykhólum, en ekki giftur Þóreyju. Kona Bents hinsvegar Kar- ólína Friðriksdóttir Zöbeck frá Reykjarfirði í Strandasýslu. Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessari rangfærslu. — M. Th. Guðmundur Páls- son og Helga Val- týsd. í Tíminn og við. Móðir og dóttir. Til „FRÚARINNAR". Ég vona að þú getir hjálpað mér. Við mamma erum alltaf að rífast. Hún er alltaf að finna að við mig, og ég get aldrei gert henni til hæfis. Bræður mínir segja að þetta sé allt mér að kenna, ég hugsi ekki um ann- an en sjálfa mig, hirði ekki eftir mig, og nenni engu. Stundum get ég ekki sofnað á kvöldin út af þessu, þá finnst mér þetta allt vera mér að kenna, og mér finnst mamma svo hrygg. Hún talar alltaf um erfiðan aldur, hún er 45 ára. Mig langar mest til að fara að heiman, en þá er það skólinn. Annars langar mig mest til að við verðum vinkonur, ég sakna þess að geta ekki flúið til hennar með mín vandamál, því ég treysti henni bezt. Ég er 15 ára og mér líður hræði- lega illa. Blessuð. Ingunn. SVAR Svona ósamkomulag milli móður og dóttur, er því miður mjög algengt, og er jafnerfitt fyrir báðar. Telpur á þessum aldri lifa aðeins í sínum eigin heimi. Móðirin er oft uppstökk og mjög vansæl, jafnvel alveg niður brotin á þessum aldri, og engin á heimilinu, sem gefur því gaum, og því ætlast til jafnmikils af henni, sem heil væri. Þegar maður sér mæð- ur með litlu börnin sín, sem þær þráðu svo innilega að eignast, og enn ekki skilja að um leið og börn fæð- ast, eru þau engra eign, heldur sjálf- stæðar verur. Við sjáum hversu böm elska og virða föður og móður, með- an þau eru lítil og svo getur allt breytzt í óvináttu, það er sorglegt. Reyndu að tala við mömmu þína í einlægni, hugsaðu þér að þú ættir enga mömmu. Mörg stúlkan hefur fyrst séð hvað hún hefur gert móð- ur sinni á þessum árum, eftir að hún hefur sjálf eignazt börn, en þá hef- ur það oft verið of seint. Gættu þess að það sama hendi ekki þig. Varastu að koma mömmu þinni í vont skap með tillitslevsi og sjálfselsku. Og þar sem þú finnur sök hjá sjálfri þér, mun þér takast að færa birtu og yl inn á þitt heimili á ný. 12 FRÚIN

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.