Frúin - 01.02.1963, Síða 19

Frúin - 01.02.1963, Síða 19
Anna Godelieve de Jesus og er belg- isk. Hún hefur verið í reglunni í 5V2 ár. Og „Litla systir“ heitir: Litla systir Francoise Joséphe de Jesus. Hún er frönsk og hefur verið í regl- unni í 4 ár. Það er nauðsynlegt fyrir systurn- ar að læra málið í því landi, sem þær starfa. Það auðveldar þeim starfið og gerir þeim kleift að samlagast meðsystkinum sínum og hafa áhrif til góðs. — Rekið þið góðgerðarstarfsemi? spyrjum við. — Við gerum það ekki í stórum stíl. Starf okkar er fólgið náungans- kærleik og hjálpsemi eftir mætti. Ef einhver ber að dyrum og bið- ur okkur hjálpar, gefum við einu sinni, máske tvisvar, en í þriðja sinn verðum við að segja nei, við höfum ekki meira. Þegar skattar og trygg- ing hafa verið dregin frá ásamt öðr- um nauðsynlegum útgjöldum, eigum við eftir í sameiginlegum sjóði um 200 norskar krónur á viku. Það er ekki mikið, sem við getum sent abba- dísinni okkar. Smásysturnar eru all- ar ein fjölskylda, hvar sem þær eru í heiminum, þær styðja hver aðra eftir mætti. — Getið þið búið saman í svona þröngum húsakynnum án þess að verða leiðar hver á annarri? — Við erum hér ekki sem vinkon- ur heldur á guðs vegum. Það, sem sameinar okkur er köllun okkar. Bænin er það mikilvægasta. Við biðj- um fyrir þeim, sem ekki hafa krafta eða tíma sjálfir. Við biðjum um frið milli stétta, ætta og þjóða, milli allra manna og milli okkar þriggja inn- byrðis. — Setjum svo, að þið sæuð eftir því að hafa gerzt nunnur, hvað þá? spyrjum við. — Sjá eftir? Ó, nei! En samt sem áður, eftir átta ára reynslutíma, þá eiaum við að gefa fullnaðarheitið ævilangt. Sú elzta þeirra hefur ein unnið heitið, hún hefur silfurhring á hendi til merkis um það. Regla þessi, sem er sú yngsta innan ka- þólsku kirkjunnar, er hin merkileg- asta á margan hátt. Meðlimir regl- unnar eru úti á meðal fólksins og vinna meðal þess og hafa þar af leiðandi margfalda möguleika til að útbreiða trú sína. Af öllu því, sem við sáum í Osló var heimsókn okkar til „Litlu systra Jesú“, eitt það merkasta, mest hríf- andi og minnst norskt, því að mark beirra er að lifa í trú og fátækt alla sína ævi. f hvítri dragt og með kross á brjóstinu vinnur „Litla systir“ Anna Godelieve í súkkulaði- verksmiðju. „Ein dugleg- asta og bezta starfsstúlka, sem við höf- um haft,“ er vitnisburður- inn, sem hún fær hjá vinnu- veitendum sín- um. „Litlu systur Jesú“ í litlu dagstofunni að loknu dags- verki. Vegna tungumála- kunnáttu sinn- ar m.a. myndu þær geta feng- ið vel launaða vinnu, en þær kjósa heldur verksmiðju- vinnu og þvotta. Systurnar þrjár koma allar til dyra og bjóða okk- ur inn. FRÚIN 19'

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.