Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 37

Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 37
varfærnislega. „Þér hafið séð hend- urnar á honum, hvað þær eru falleg- ar. Og nefið, það er fjölskyldunefið; en hann hefur alveg sérstaklega fallegar hendur, og þessar pínulitlu neglur. Það er ótrúlegt, hvað þetta er fallega skapað.“ Hún vaggar hon- um ,stund, svo er kominn tíma til að 'hann fái að drekka. Hún hefur hann ekki á brjósti, hún hefur ekki nóga mjólk. EFTIR HVERJA FJARVERU SÉ ÉG HANN STÆKKA. Þannig er það miklu betra, í raun og veru; návíst mín verður þá ekki alltaf ómissandi, og þá get ég farið við og við í frí á Miðjarðarhafsströnd- ina, raunveruleg frí. Auðvitað hringi ég heim á hverju kvöldi. Ég er líka viss um, að ekki verður liðinn nema mánuður, fyrr en mér finnst aðskiln- aðurinn óbærilegur. En vitið þér hvað! Þetta er nú alveg einstök til- finning, að eiga allt í einu þessa litlu mannveru, sem breytt getur öllu lífi manns. Bók byggir maður upp og fæðir af sér smám saman, en hvað barnið snertir, þá er maður samtímis nálægur og fjarlægur sköpun þess og byggingu. Það lætur kjánalega í eyrum, en samt sem áður finnst mér ég vera miklu óvenjulegri fyrir það, að 'hafa fætt af mér barn held- ur en bók. Nú ætla ég að sjá hann stækka og hjálpa honum að mótast í sam- ræmi við hæfileika sína og lyndis- einkunn. Ég ætla sannarlega ekki að hefta hann í fjötra. Sjálf naut ég mjög góðs og frjálslegs uppeldis. Mitt uppeldi og hans verða þó ekki hlið- stæður, því að foreldrar mínir hafa ávallt lifað ákaflega kyrrlátu lífi Ég vil, að sonur minn hafi traust á mér, og að hann geti alltaf fundið, að ég stend á milli hans og lífsins. Ég vona, að hann fái að lifa jafn glöðu lífi, og ég hef átt. En ef hann lang- ar til þess að verða verzlunarmað- ur, sem verði tekið tillit til, þá er það hans mál. Sjálfsást er notuð í íslenzku máli í þröngri og illri merkingu sjálfs- elsku og eigingirni. En það er ekki rétt. Hún er jafn guðdómleg sem hún getur verið djöfulleg-mannleg eins og dýrsleg Fórn Signýar (Syginar) ásynju, konu Loka lævísa, sýnir göfugri sál norrænnar heiðni, en nokkur önnur trúarbrögð hafa átt. Hin fræga ítalska skapgerðarleikkona ANNA MAGNANI er mörg- um íslenzkum kvikmyndahúsgestum vel kunn. Anna Magnani hefur verið sett á bekk með fremstu Ieikkonum aldarinnar. Hún er mjög fjöl- hæf leikkona og skaphita hennar er viðbrugðið. „Frúin“ mun seinna veita lesendum sínum nánari upplýsingar um þessa miklu leikkonu og lætur nægja í þetta sinn að birta mynd af leikkonunni, þar sem hún er að dansa „twist“ í nýrri kvikmynd, sem nú er verið að gera í Rómaborg. _______________________________________________________________________J FRÚIN 37

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.