Frúin - 01.03.1963, Page 12
Dau'ð? Já, hún er dauð, fyrir fullt og allt, eins og Eva Biack.“
„Nei, Nei. Eva White er hér ekki meir. Hún er farin, að eilífu.
höfuð sér, eins og hún hefði allt í
einu fundið sáran verk. Læknunum
brá, þegar hún opnaði augun aftur,
því það var eins og ný manneskja
hefði tekið sér bólfestu í henni. Hin
feimna, hlédræga frú White var orð-
in að ungri konu með ögrandi augu.
Hún kippti kjólnum upp fyrir hnén
og hagræddi sér í stólnum með ginn-
andi brosi.
— Hæ, læknir, sagði hún og drap
tittlinga framan í Thigpen lækni.
Rödd hennar var breytt, og hún
fór nú að tala um Eve White eins
og hún væri þriðja persóna. Hún taldi
Eve leiðinlega konu, sem kynni ekki
að fá neitt út úr lífinu. Og Ralph
— maður Eve — væri bara bjáni!
Henni fannst dóttir Eve óþolandi, og
hún hló illkvittnislega, þegar hún
sagði frá því, að það hefði verið
hún, sem hefði keypt djarflegu kjól-
ana. Hún sagði, eins og ekkert væri
eðlilegra, að hún héti Eve Black, og
að hún og Eve White væru tvær
mismunandi konur. Hún hefði sann-
arlega ekki sætt sig við það líf, sem
Eve White lifði. Hana langaði til að
skemmta sér — og hún hefði aldrei
átt barn, enda langaði sig alls ekki
til þess. Hún gæti ekki skýrt, hvar
hún hefði verið við fæðingu Bonnier
litlu, — en hún ætti a. m. k. ekki
telpuna!
Það var allt önnur kona, sem sat
skyndilega á stólnum fyrir framan
læknana tvo.
Eve Black var alger andstæða Eve
White. Hún reykti og drakk og hafði
gaman af að fara út að skemmta
sér, eins og hún nefndi það. Hún
sagði líka, að sér tækist stundum
að „sleppa að heiman“, og hún hefði
oft dansað lengi nætur við menn, sem
hún hefði kynnzt af tilviljun. Og Eve
White hafði raunar sagt frá því, að
hún hefði oft vaknað að morgni með
vont bragð í munni — eins og hún
hefði verið að reykja — og með höf-
uðverk, sem bezt var að kalla bara
timburmenn.
Eve Black sagði glottandi, að
hvorki Eve White né Ralph hefðu
hugboð um, að hún væri til, enda
þótt Ralph hefði oft og mörgum sinn-
um talað við hana.
Nú skildist læknunum, hvers vegna
Ralph White hafði sagt um konu sína,
að hún væri frek og ósvífin. Hann
átti við þau skipti, þegar Eve Black
hafði tekið völdin af Eve White. Eve
Black gat hins vegar ekkert sagt um
það, sem gerðist, þegar Eve White
hvarf og hún kom sjálf upp á yfir-
borðið, en læknunum var ljóst, að
það gerðist þegar frú White missti
minnið.
Þeir skoðuðu frú White nú mjög
vandlega. Augljóst var, að hér var
ekki um neina uppgerð að ræða, held-
ur var hér um að ræða sálklofa, sem
engin dæmi voru til áður.
Eve White „sneri aftur“, þegar
læknarnir höfðu hvað eftir annað
kallað á hana með nafni. Hún greip
um höfuðið, leit forviða á læknana,
og mundi ekki nokkurn skapaðan
hlut.
Hefði hún haft eitthvert hugboð
um tilveru Eve Black, hefði hún vafa-
laust beitt öllu sálarþreki sínu til að
berjast gegn þessu „illa afli“, — en
Eve Black hafði ekki farið leynt með,
að hún mimdi berjast, svo að lík-
ami Eve White yrði um síðir einka-
heimkynni hennar!
Við síðari rannsókn létu læknarnir
Ralph White kynnast Eve Black, og
hann varð sem steini lostinn, þegar
honum skildist, hvað hafði raunveru-
lega komið fyrir, og hann féllst þeg-
ar á uppástungu læknanna um að
láta leggja konu sína í geðveikrahæli
til sálsýkilækningar. Eve Black féllst
og á þessa tillögu, og loks gerði Eve
White það einnig. Hún vissi ekki,
hvað að sér amaði, og læknarnir vildu
ekki segja henni það. En henni var
ljóst, að það var svo alvarlegt, að
það krafðist nákvæmrar meðhöndl-
unar.
En sálklofi er einstakt fyrirbæri
innan læknislistarinnar. Á síðari tím-
um er aðeins vitað um eitt tilfelli,
sem svipar til Eve White—Eve Black
tilfellisins, en þar kom sálklofinn að-
eins fram við dáleiðslu. Eve Black
kom hins vegar alltaf fram af sjálfs-
dáðum, og aldrei var nauðsynlegt að
dáleiða Eve White til þess að hún
birtist.
Sumir læknir telja sálklofa dæmi
um móðursýki, en aðrir álíta, að hann
sé ástand, sem aðeins verði til við
dáleiðslu. Tilfelli Eve White var hins
vegar af því tagi, að læknavísindin
höfðu aldrei komizt í kynni við neitt
því líkt. Hún var hvorki móðursjúk
né dáleidd — og hún var heldur ekki
12
FRÚIN