Frúin - 01.03.1963, Page 13

Frúin - 01.03.1963, Page 13
geðveik, eða að minnsta kosti ekki það, sem venja er að kalla því nafni. Þegar konan var komin í sjúkra- húsið, þar sem henni var ætlað að dveljast, fóru fram nákvæmar rann- sóknir bæði á Eve White og Eve Black, sem auðvelt var að fá upp á yfirborðið, þegar vitað var, að hún var til. Loks var ákveðið að segja Eve White frá tilveru hinnar „spilltu systur“ hennar. — Það er ekki satt, hvíslaði Eve White og greip fyrir háls sér. — Það er ekki satt, — það getur ekki verið rétt, stundi hún. Læknunum tókst að sefa hana með því að skýra það fyrir henni, sem gerðist, en samt var hún gripin skelf- ingu vegna hinnar konunnar, sem gat farið að vild með líkama henn- ar, án þess að hún hefði minnstu möguleika á að taka í taumana. Rétt er að benda á, að líkamlega voru Eve White og Eve Black ein og sama kona. Þær höfðu sama lík- ama — sömu líkamsþarfir. Sálrænt starf þeirra var hins vegar mjög frá- brugðið — og það hafði augljós áhrif á hinn sameiginlega líkama þeirra. Læknarnir sáu á augabragði, hvort það var Eve White eða Eve Black, sem þeir mættu á ganginum í sjúkra- húsinu, því að önnur var ögrandi og ósvífin, en hin hlédræg og líkt og hrædd við umhverfi sitt. Nú verður að fara dálítið hratt yfir sögu, þar sem lýst hefur verið aðal- atriðum þessa máls, en þó verður að koma að einu mikilvægu atriði. Allt í einu gerði þriðja konan vart við sig í líkama Eve. Hún var ólík þeim tveim, sem fyrir voru, og eftir nokkra hríð gáfu læknarnir henni nafn og kölluðu hana Jane. Þegar læknar höfðu rannsakað Eve — Eve Jane, sem þeir töldu mögu- legt, en treystu sér þó ekki til að gera neitt, sem hindraði það, að kon- urnar í líkama hennar tækju völdin til skiptis, var hún útskrifuð af sjúkrahúsi því, sem hún hafði verið til athugunar í. Hún fluttist heim til manns síns, en allt var nú ger- breytt á milli þeirra, þótt hvorugt hefði viljað neina breytingu. Árang- ur þessa varð sá, að Eve White flutt- ist á brott frá manni sínum og sett- ist að í öðru fylki, alllangt frá hon- um. Þau ætluðu að minnsta kosti að sjá, hverju fram yndi og athuga sinn gang vandlega. En hér verður að gera nokkra grein fyrir Jane, þriðju konunni, sem virt- ist eiga bústað í líkama Eve White. Hún var á marga lund frábrugðin þeim Eve-nöfnum, því að hún hafði mikinn áhuga fyrir öðru fólki og langaði mjög til að eignast vini. Að því leyti var hún ólík Eve White, sem var hlédræg og óframfærin. Og hún var líka ólík Eve Black, því að hún var ekki frökk, ögrandi og ósvífin í umgengni eins og hún. Jane kynntist einu sinni manni, sem hét Earl Lancaster, og felldi hún hug til hans, en hann endurgalt til- finningar hennar. Hún sagði honum opinskátt frá því, sem hún vissi um hag sinn og „sambýliskvennanna“, en hann brást þá ekki við eins og flestir höfðu gert, sem þær höfðu kynnzt, því að hann sneri ekki baki við henni. Þvert á móti; því að hann ákvað að standa með henni í blíðu og stríðu og sjá hverju fram yndi. Ralph White átti heldur leiðinlega ævi um þessar mundir. Hann var kvæntur konu, sem var eiginkona hans aðeins að nokkru leyti, og hann hafði ekki búið með henni um lang- an aldur. Loks stóðst hann ekki mát- ið lengur. Hann langaði til að vita, hvað henni liði, svo að hann ferð- aðist til smábæjarins, þar sem kona hans bjó og spurði hana, hvort hún vildi fara með honum í skemmtiför til Florida-skaga. Hún fór með hon- um, og þau skemmtu sér með mikl- um ágætum — unz það rann upp fyrir honum, að hann hafði ekki far- ið þetta ferðalag með Eve White held- ur Eve Black. Þegar Eve White skild- ist, hvað fyrir hafði komið, leit hún svo á, að maður hennar hefði verið henni ótrúr og krafðist tafarlauss skilnaðar! Eve Black fannst þetta í rauninni ágætt, því að hún hafði alltaf talið Ralph White hálfgerða dulu, þegar frá er talin skemmtiferðin til Flor- ida .... Jane samþykkti þetta einnig, eink- um vegna Bonnie litlu. Henni fannst óskaplegt, að telpan þyrfti að alast upp hjá foreldrum, sem þætti ekkert vænt hvoru um annað. Og nú hófst nýr þáttur í ævi „kon- unnar með andlitin þrjú“. Eve White fékk sér starf í skrifstofu og hélt því áfram, unz læknar hennar sögðu læknaþingi einu frá því, sem fyrir hana hafði komið. Blöðin komust þá að öllu saman, svo að ekki var um annað að ræða fyrir Eve White en að fara huldu höfði nokkurt skeið, því að annars fékk hún ekki að vera í friði. En Eve Black gortaði af því í tíma og ótíma, að hún væri „sjúk- dómstilfelli, sem ætti engan sinn líka“. Læknarnir voru alltaf í sambandi við Eve White, og nú rannsökuðu þeir einkum æsku hennar. Komust þeir þá allt í einu að atriði, sem koll- varpaði öllum fyrri skoðunum þeirra um þessa ógæfusömu konu. í dái sagði hún frá atviki, sem hlaut að vera grafið djúpt í vitund hennar. Hún talaði ógreinilega, en allt í einu setti að henni grát. Við þetta urðu læknarnir mjög undrandi, því að fram að þessu hafði engin kvennanna þriggja nokkru sinni grátið. Þeir litu spyrjandi hvor á annan: Var fjórða konan komin á vettvang? Hún líktist Eve Black, en þó var margt í fari hennar, sem minnti ekki á hana. Þá skaut Jane allt í einu upp. Hún talaði hægt og greinilega, eins og hennar var vandi. En allt í einu stirðnaði hún og augu hennar glent- ust upp af skelfingu. Hún veinaði — eins og dýr í dauðans angist. Lækn- arnir sátu eins og lostnir skelfingu. Þeir höfðu aldrei heyrt mannlega veru veina þannig. Á eftir sat hún hreyfingarlaus. Læknarnir spurðu hana, hver hún væri. -—Ég .... ég veit það ekki, taut- aði hún, án þess að líta upp. Smám saman drógu þeir það þó upp úr henni, að hún þekkti bæði Eve White, Eve Black og Jane, en hún hélt því ákveðið fram, að hún væri ekki nein þeirra. Loks skildist læknunum, að fjórði persónuleikinn hafði gert vart við sig. Konan með andlitin þrjú hafði fengið fjórða and- litið. Læknarnir skírðu hana Evelyn, og hún vissi ekki mikið um umheim- inn, frekar en Jane áður, en hún var fljót að læra. Læknarnir gera ráð fyrir, að það verði Evelyn, — hugrökk og góð kona, — sem sigrar um síðir, en vitanlega geta þeir ekki fullyrt neitt um það. Evelyn White hefur nú byrjað nýtt líf ásamt Earl Lancaster, manninum, sem kynntist Jane og varð ástfang- inn af henni. Þau hafa gengið í hjóna- band og tekið Bonnie að sér, en hún lítur líka á þau sem foreldra sína. Læknarnir eru sannfærðir um, að sálklofinn stafi af mikilvægum at- vikum í sambandi við æsku hennar, en þeir vita ekki, hvaða atvik eða aðstæður eru þar að verki. Og það er engin vissa fyrir því, að menn geti nokkru sinni skyggnzt svo langt inn í mannssálina, að séð verði til botns í henni. * FRÚIN 13

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.