Frúin - 01.03.1963, Qupperneq 36

Frúin - 01.03.1963, Qupperneq 36
Spama&ar- réttlr Uppbakaðar leifar af fiski eða kjöti í deigi úr 150—175 g af hveiti, 150 g smjörl. og 3 matsk. af vatni eða rjóma. Bakað í ofni þar til skorpan er gulbrún og stökk. Ath.: Engan sykur í deigið! Ósætt pönnukökudeig gerir sama gagn. Hvað á ég að hafa í matinn í dag? er spurning, sem daglega skýtur upp kollinum í huga húsmóðurinnar. Daglega reynir á hugmyndaflug hennar, dugnað og sparsemi í mat- reiðslunni. Bezta ráðið er að skipu- leggja innkaup og matartilbúning, þá sparast bæði tími og peningar. Húsmæður, er á hverjum degi brjóta heilann um það rétt fyrir hverja máltíð, hvað skuli nú hafa til matar, fá óneitanlega minna út úr sínum peningum en þær, sem skipuleggja og kaupa inn í stórum dráttum til allrar vikunnar. Heillaráð er að taka sér einn „eldhúsdag“ í viku, gera þá nokkurs konar „vörutalningu“, at- huga matarleifar og hvernig hægt sé að nota þær, útbúa ýmislegt, sem hægt er að grípa til á síðustu stundu og geymist vel. Þannig má t. d. búa til salatblöndu úr matarolíu, ediki eða sítrónusafa og kryddi og geyma á stórri flösku á köldum stað. Með því að búa til salat, fæst heil máltíð úr fisk-, kjöt- og grænmetisleifum, borið fram með eggjum og brauði. Það er líka tímasparnaður í því, að hnoða saman smjörlíki og hveiti í pylsu, sem maður geymir í ísskápn- um og sker svo af bita eftir þörfum, til þess að gera úr jafninga, súpur, sósur o. fl. (þeytt með rjómaþeytar- anum út í soðið). Búið til hlaup úr kjötsoði og geymið í plastpoka eða málmpappír í ísskápnum. Það er bæði til bragðbætis og skrauts á smurðu brauði. Þannig má útbúa allt mögulegt á þessum eldhúsdegi, sem enzt á að geta heimilinu alla vikuna og lengur. T. d. eru ýmsir réttir, sem búa má til í stórum skömmtum og geymast vel, eins og rétturinn Pork and Beans (svína- kjöt og brúnar baunir). Hann er bú- inn til á eftirfarandi hátt: V2 kg brúnar baunir, 2 matsk. dökkt síróp, 2 tesk. sinnep, 1 stykki léttsaltað óreykt svína- kjöt (flesk), 4—5 stórir laukar eða 10 litlir „shalet“-laukar. Baunirnar látnar í bleyti daginn áð- ur, og næsta dag soðnar í sama vatni þar til hýðið fer að losna utan af þeim. Vatninu hellt af og baun- irnar látnar í djúpt eldfast mót eða leirkrukku (eldfast), ásamt fleskinu brytjuðu í bita, sírópi, sinnepi og lauk. Hrærið í og hellið vatni yfir. Vatn og baunir eiga að vera í sama yfirborði. Þar eð baunirnar þurfa mjög langa suðu, 3—4 klukkustund- ir, er mótið látið standa í vatns- 36 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.