Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 38

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 38
Á pönnunni eru sveppir, steiktir í smjöri, þunnar sneiðar a£ lifur. Þegar sneiðarnar eru gegnumsteiktar, er rifnum osti stráð yfir. Látinn bráðna áður en rétturinn er borinn fram. birgðirnar og sjá hvað er til og hvað vantar. í þessu sambandi er þó rétt að benda húsmóðurinni á, að taka sér ekki of mikið fyrir hendur í byrj- un. Ef maður spennir sig til þess að komast yfir allt á einum degi, verð- ur árangurinn aðeins þreyta og leiði. Við höfum allar okkar ákveðnu hreingerningadaga. Hvers vegna ekki líka vissa daga til undirbúnings matreiðslunnar? Urogn Steikt hrognbuff: % kg hrogn, 200 g soðnar kartöfl- ur, salt, pipar, 1 egg, 1 matsk. kar- töflumjöl, 4 matsk. smjörl., 500 g gulrætur. Skolið hrognin vel og sjóðið þau, vafin inn í málmpappír, í saltvatni við mjög vægan hita í ca % klst. Kælið hrognin og rennið þeim síðan í gegnum hakkavélina ásamt köld- um, soðnum kartöflunum. Hrærið þeyttu egginu og kryddinu saman við. Búið til úr þessu kringlóttar kökur, og steikið þær í smjörl. á pönnu. Hreinsið gulræturnar vel, rífið þær smátt á rifjárninu, og hrær- ið þær með dál. sykri og sítrónu- safa. Bragðast hressandi með hrogn- unum. Rifin piparrót saman við gul- ræturnar eftir smekk. Ristuð hrogn: 500 g hrogn, 4 matsk. rasp, 1 egg, 40 m smjörl., 1 sítróna, 1 dós gaffal- bitar, 4 tesk. kapers, rifin piparrót eftir smekk. Hrognin soðin í saltvatni, síðan er þeim vafið inn í stykki í ca 20 mín., þungt stykki lagt ofan á. Þegar þau eru orðin alveg köld, eru þau skorin í ca cm þykkar sneiðar. Sneiðunum velt upp úr þeyttu eggi og raspi, og steiktar í smjörlíkinu. Skreytt með sítrónubátum (sítrónusafinn kreist- ur yfir sneiðarnar), gaffalbitum, kapers og rifinni piparrót. Borið fram með soðnum kartöflum eða kartöflusalati og bræddu smjöri. Gratín úr fiskleifum, drýgt með hrísgrjónum eða makkaróni. Brún sósa eða tómatsósa borin með. 38 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.