Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 42

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 42
MATTHÍAS JDCHUMSSDN: Hvl skyldi ég yrkja um önnur íljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? — Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? Eg man það betur en margt í gœr, þá morgunsólin mig vakti skcer og tvö við stóðum í túni: Þú bentir mér yfir byggðarhring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Þú bentir mér á, hvar árdagssól í austrinu kom með líf og skjól, þá signdir þú mig og segir: „Það er Guð, sem horfir svo hýrt og bjart, það er hann, sem andar á myrkrið svart og heilaga ásjón hneigir." Eg fann það var satt; ég fann þann yl, sem fjörutíu ára tímabil til fulls mér aldregi eyddi; ég fann þann neista' í sinni' og sál, er sorg og efi, stríð og tál mér aldregi alveg deyddi. Ég man eitt kvöld við þitt móðurkné, um myrkt og þegjandi rökkurhlé — þú kunnir sögur að segja: — Ég horfði' yfir björg og hvítan sand, ég horfði yfir á Zíon og Kanaansland, ég horfði' á Guðs hetjuna deyja. Þá lœrði' ég allt, sem enn ég kann, um upphaf og endi', um Guð og mann og lífsins og dauðans djúpin. Mitt andans skrúð var skorið af þér, sú skyrtan bezt hefur dugað mér við stormana, helið og hjúpinn. Ég gekk svo erfiðan œskustig, því ellefu vetra kvaddi' ég þig, og lítill var kjarkur og kraftur. Ég man þau ár, og ég man þau tár, ég man þau brennandi hjartasár, er kom ég og — kvaddi þig aftur. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi' lœrt bœkur og tungumál og setið við lista lindir; en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa' og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. En þú, sem ef til vill lest mín ljóð, þá löngu er orðið kalt mitt blóð, ó, gleym ei móður minni, en legg þú fagurt liljublað á ljóða minna valinn stað og helga hennar minni. j FRÚÍN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.