Frúin - 01.03.1963, Side 43
Voru |»ar
dularmogouð
ö£l að
FRÁSDGN
verkl? FRÚ HELGU KGLBEINSDÚTTUR
Undarlegur atburður á Kjalarnesi
Frá aldaöðli hefur búið með ís-
lenzku þjóðinni vissa um það,
að fleira væri á sveimi í kring um
mannfólkið en það, sem séð yrði.
Hvort hér væri um að ræða óséðar
verur eða dulmögnuð öfl, hafa fróð-
ir menn ekki orðið á eitt sáttir. En
hvort svo er, eða eingöngu er um
hindurvitni að ræða, hafa ýmsir at-
burðir átt sér stað, sem erfitt er að
skýra frá veraldlegu sjónarmiði.
Margir hafa orðið varir við afl hins
óséða bæði til ills og góðs, svo ekki
verður um villst.
Margt af því, sem komið hefur
fyrir og kallað er í daglegu tali yfir-
náttúrlegt, hefur aldrei verið skráð.
Ræður þar oft miklu um hlédrægni
fólks þess, sem lifað hefur atburð-
ina, en margir eru ófúsir að láta hafa
eftir sér eða segja frá slíkum atburð-
um. Blaðamaður „Frúarinnar“ átti
fyrir skömmu viðræður við frú Helgu
Kolbeinsdóttur, frá Kollafirði, en
hún hafði frá að segja merkilegu at-
viki, sem átti sér stað í Kollafirði
þegar hún var barn. Frú Helga er
glöggskyggn og greind kona. Hún er
dóttir Kolbeins Högnasonar, skálds
og bónda í Kollafirði og fyrri konu
hans Guðrúnar Jóhannsdóttur. Helga
er elzt fjögurra barna þeirra. Kol-
beinn hóf búskap í Kollafirði árið
1914 og bjó þar allan sinn búskap.
Helga er því fædd og uppalin þar til
14 ára aldurs. Síðar varð hún sjálf
húsfreyja í Kollafirði um 12 ára skeið,
en hún er gift Guðmundi Tryggva-
syni, og voru þau hjónin síðustu
ábúendur Kollafjarðar. Þau hjónin
eru nú búsett að Mklubraut 60 í
Reykjavík. Fer hér á eftir frásögn
Helgu, sem hún hefur gefið blaðinu
leyfi til að birta:
„Atburðirnir gerðust að sumarlagi,
er ég var 12 ára að aldri. Sími var
þá kominn að Kollafirði, en ekki á
bæina í kring. Það kom því oft fyr-
ir að hringt var til okkar og við beð-
in um að koma skilaboðum á næstu
bæi og var það jafnan gert. Dag
þann, sem hér um ræðir, var hringt
til okkar og að þessu sinni beðið um
að koma áríðandi skilaboðum að Álfs-
nesi og var því lofað. Þannig vildi til,
að móðir mín átti sjálf erindi við
fólkið að Álfsnesi og ákvað hún nú
að fara sjálf með skilaboð þau, sem
beðið hafði verið fyrir og slá þannig
tvær flugur í einu höggi. En þar sem
mörg störf kölluðu að hjá húsmóður
á stóru sveitaheimili, eins og Kolla-
fjörður var þá, hafði hún nauman
tíma til fararinnar og hugðist verða
fljót í förum. Ég og Kolbeinn bróðir
minn, sem þá var 10 ára, vorum
send eftir hesti handa henni og var
fyrir okkur lagt að vera fljót, Hest-
urinn, sem við áttum að sækja, hét
Jarpur og var með öðrum hestum út
hjá Naustanesi, sunnanvert við
Kollafjörð og er ekki langt þangað
frá bænum. Sjálf átti ég þennan hest,
en hann hafði verið keyptur handa
mér fyrir peninga, sem mér höfðu
verið gefnir og þóttist ég ekki all
lítil af.
Við flýttum okkur af stað og kom-
um til hestanna, en þegar við ætluð-
um að handsama Jarp, sem venju-
lega var gæfur, styggðist hann og
áttum við í hinum mesta eltingarleik
við hann. Fór honum því gagnstætt
Freyfaxa forðum. Við reyndum að
lokka hann á brauði, sem var hans
eftirlætismatur, en það kom fyrir
ekki. Er skemmst frá því að segja,
að við eltumst þarna við hestinn í
tvær eða þrjár klukkustundir og
vorum að niðurlotum komin, er við
loks náðum honum í áheldi. En eftir
að við höfðum beizlað hann, var
hann meðfærilegur og stilltur.
En þar sem við höfðum verið svona
lengi að ná hestinum, en hafði verið
sagt að flýta okkur, ákváðum við
nú að stytta okkur leið heim með
því að ríða yfir ós, sem er á milli
Naustanesklettanna, en Naustanes-
klettar heita beggja megin óssins.
Þarna fellur sjórinn á flóði upp á
milli klettanna og upp í Flóalækinn,
sem þar fellur í sjó. Nú stóð á flóði
og þurftum við því að sundríða um
8—9 metra.
Við klifum nú bæði á bak hestin-
um og lögðum í ósinn. En um leið
og Jarpur grípur sundið tekur hann
að hringsnúast með okkur og skiptir
það engum togum, að hann sekkur
undir okkur í miðjum ósnum og
kom ekki upp aftur. Það greip okkur
vitanlega ógnarleg skelfing og reynd-
um við nú bæði í dauðans angist
að bjarga okkur til lands. Þetta vor
höfðum við lært sundtökin á sund-
námskeiði, sem haldið var að Ála-
fossi fyrir atbeina Sigurjóns Péturs-
sonar. Ekki vorum við þó synd, en
orðin vön vatni og það hefur án efa
bjargað okkur. Ég man það, að við
urðum viðskila í sjónum og að ég
drakk sjó og einhver sljóleiki kom
yfir mig. Samt kraflaði ég mig það
nálægt landi að ég náði botni. Þegar
ég leit við, sá ég hvar Kolbeinn kom
á einhvers konar hunda- eða krafl-
sundi rétt fyrir aftan mig og náði
einnig landi. Þegar við vorum ný
lögð af stað heim, mættum við stúlku,
sem send hafði verið að heiman til
að huga að okkur og hjálpaði hún
okkur heim.
En nú er að víkja að því, sem
gerðist hjá heimafólki á sama tíma
og Jarpur var að drukkna í ósnum
og við að krafla okkur til lands. Fað-
ir minn hafði unnið að slætti á
næsta bæ, Völlum, með sláttuvél og
var tveim hestum beitt fyrir vélina.
Annan þeirra, brúnan að lit, hafði
faðir minn keypt úr Reykjavík sum-
FRÚIN
43