Frúin - 01.03.1963, Qupperneq 45

Frúin - 01.03.1963, Qupperneq 45
Htíl4 cy Hér birtist áttundi og síðasti þátt- urinn eftir leikfimi- og afslöppunar- sérfræðinginn frú Ingrid Prahms, sem fundið hefur upp hinar nýju að- ferðir við „hvíldarleikfimi“. Til þess afotcppun að konur hafi af bessu fullt gagn, þurfa þær að hafa alla þættina í höndum, en auk þess þurfa þær að hafa gjarðir eins og myndirnar sýna. 22) Setjist með stóru gjörðina við bakið, iljar saman og jafn- vel kvoðunælon milli fóta og hrings. Hallið yður vel aftur í gjörðina, svo að hann styðji vel við bakið. Handleggir hvíli slak- ir á fótunum, eins og teikning- i:i sýnir. Hugsið yður, að þér séuð hluti af hringnum, slakið á lærunum svo að þau hnigi nær gólfinu. Takið eftir yln- um, sem streymir um lófana og reynið að slaka á við viðbeinið, bringubeinið og hálsinn. Æf- inguna má einnig gera, eins og Ijósmyndin sýnir, með litlu gjörðinni, en þá þrýstir gjörð- in lærunum niður. Gefið vel eftir og slakið á öllum vöðvum. 23) Liggið á maganum. Leggið stóru gjörðina á bakið og beygið fæturna inn í hana. Haldið í gjörðina, stingið handleggjunum gegnum hana, Ieggið lófana á gólfið (sjá teikningu). Gerið yður þunga í hnjánum og látið þessa þyngdar- tilfinningu breiðast umlærin og magann. Þegar þér hafið gert þeita nokkrum sinnum og spennan er orðin minni, getið þér dregið gjörðina hægt fram yfir ennið, eins og Ijósmyndin sýnir. Hvílið ennið á handarbökunum. Gerið yður þungar í líkam- anum. Þetta verkar brátt á andardráttinn, sem verður æ dýpri. Teygið úr yður á eftir og finnið áhrifin. 24) Flestar skepnur beygja fæturna alveg undir sig í svefni. Það gerir æðarn- ar sveigjanlegri, svo að blóð- rásin verður auðveldari. Ef starfandi vöðvar fá ekki nægt blóð, breytast þeir fljótt. Fallið á kné og setjist hægt niður á milli fótanna. Fyrst getið þér setið á kodda. Setjið gjörðina um hnén (hafið froðunælon á milli) og um axlirnar. Handleggir eru lagðir um gjörðina, svo að þrýstingur verði í oln- bogabót. Réttið úr yður, svo að þér finnið þrýsting af hringnum og getið gefið eftir fyr- ir honum. Slakið vel á öllum vöðvum og hugsið yður, að yl leggi í allar áttir. Beygið ekki hnakka og hrygg, en lítið á hjörtinn, sem ber höfuðið hátt þótt í hvfld sé. Kæra „Frú“! Við erum þrjár systur. Tvær okk- ar eru giftar og búa við góð efni. Sú þriðja er fráskilin og á mörg börn og er látæk. Við systurnar höfum oft reynt að koma henni til hjálpar, en hún hefur ekkert viljað þiggja af okkur. Nú er ferming fyrir dyr- um og við vitum að hún á erfitt og okkur langar til að létta undir með henni. Hvað eigum við að gera? Systir ykkar hefur verið óheppin í lífinu, og það hefur sært stolt henn- ar. Vafalaust hefur sú spurning oft; komið í hug hennar, hvers vegna ein- mitt hún verði að búa við þröng kjör;, þegar þið hinar hafið allsnægtir. Stolt; hennar er sært, cg hún á erfitt mecS að þiggja hjálp, einmitt af ykkur. Ef til vill hafið þið farið eitthvað rangt að, þegar þið hafið boðið henni aðstoð. Hún hefur sennilega ekki skil- ið, að það er oft sælla að gefa en þiggja. Það er erfitt fyrir fólk að þiggja, ef það hefur einhverja hug- mynd um að gjöfin sé gefin í gust- ukaskyni. Reynið að finna einhverja leið til að láta systur ykkar finna, að hún sá einmitt að gleðja ykkur með þvi að þiggja aðstoð ykkar. Fjöl- skyldutengslin milli ykkar eru greini- lega ekki nógu sterk. Kærleikurinn yfirstígur alla örðugleika. Reynið að láta systur ykkar finna, að það sé ást ykkar á henni og börnum hennar, sem knýr ykkur til aðgerða. Ef vilji ykkar er nógu einlægur, hljótið þið að finna einhver ráð. V 45

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.