Frúin - 01.03.1963, Síða 47

Frúin - 01.03.1963, Síða 47
rætur sínar að rekja til þess tíma er áður er nefndur og iðnaðurinn var á byrjunarstigi. Þessi skoðun á, sem betur fer, ekki lengur við rök að styðjast í langflestum tilfellum. ís- lenzkar iðnvörur eru að verða full- komlega samkeppnisfærar við er- lendan iðnað. Er því leitt til þess að vita ef gamlar syndir og það eðlileg- *r syndir eiga að verða okkar unga og efnilega iðnaði fjötur um fót. „Frúin“ vill hvetja allar konur til þess að ganga fullkomlega úr skugga um það, er þær gera innkaup á iðnaðarvörum, hvort íslenzka var- an sé ekki sambærileg hvað verð og gæði snertir. Þá á að vera sjálfsögð þjóðhollusta hjá hverri konu og manni að velja heldur heldur ís- lenzka vöru en erlenda þegar um engan mun er að ræða, sem er óhag- stæður íslenzku framleiðslunni, Forsíðumyndin á þessu tbl. „Frú- arinnar“, sem Þorvaldur Ágústsson hefur tekið, er af ungri stúlku, Thelma Ingvarsdóttir. Hún hefur getið sér góðan orðstír sem sýningar- stúlka í ýmsum löndum Evrópu. — Á þessari mynd er hún klædd í peysu, sem framleidd er í klæða- verksmiðjunni Heklu, sem er eign Sambands ísl. samvinnufélaga og staðsett er á Akureyri. Þessi verksmiðja er ein af þeim fáu íslenzku iðnfyrirtækjum, sem unnið hefur sér álit og markaði er- lendis. íslenzka ullin er úrvalsvara ef hún er rétt meðhöndluð og hefur mikið verið flutt út óunnin. Er gott til þess að vita, að tekizt hefur að vinna hér úrvalsvöru úr íslenzkum hráefnum. Eiga forsvarsmenn verksmiðjunn- ar þakkir skilið fyrir vandaða og smekklega framleiðslu. V erðlaimagetraiin AXMINSTERteppi eftir eigin vali fyrir kr. 10.000,00. Hér er síðasti þáttur verðlauna- getraunarinnar. Tveir hinar fyrri birtust í janúar- og febrúarhefti. Þessi keppni er, eins og áður er getið, aðeins fyrir áskrifendur. Allar lausnirnar skulu sendar afgreiðslu „Frúarinnar“, Grundarstíg 11 eða í pósthólf 319, greinilega merkt nafni og heimilisfangi sendanda. Vegna ó- fyrirsjáanlegra atvika, svo sem seinkun á pappír frá Finnlandi vegna frosta og verkfalla þar, hefir útgáfu blaðsins seinkað svo að nægilegt er að senda lausnir fyrir 1. maí. Dregið verður úr réttum ráðningum hjá Borgarfógeta. V erðlaunaget r aiin Verðlaun: kr. 10.000,00 47

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.