Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 4

Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 4
Ingvar Hólmgeirsson , núverandi formaður S.Í.H.U. Eg náði sambandi við Ingvar er hann var staddur hér fyrir sunn- an og bað um smá viðtal sem hér fer á eftir. Ingvar er útgerðarmaður og skipstjóri á Húsavík, giftur Björgu Gunnarsdóttir sem fædd er þar og uppalin, þau eiga tvær dætur. Eins og oft er spurði ég hann um uppruna sinn, um tilurð og fyrirkomulag landsmóta og fl. Gefum Ingvari orð- ið. Ég er fæddur að Látrum við Eyja- fjörð 15. júní 1936, foreldrar mínir eru Hólmgeir Árnason frá Knarrar- eyri á Flateyjardal og móðir mín Sig- ríður Sigurbjörnsdóttir frá Vargsnesi í Ljósavatnshrepp. Ég ólst upp í Flat- ey á Skjálfanda frá tveggja ára aldri til tvítugs en síðan hef ég verið búsett- ur á Húsavík. Ég eignast fyrstu har- moníkuna 7 ára, og síðan hefur þetta þróast í þá átt að leika sér til ánægju í frístundum. Ég gekk í Harmoníku- félag Þingeyjinga fljótlega eftir stofn- un þess, var formaður þar í 2 ár, hef leikið þar í hljómsveit félagsins einnig á félagsdansleikjum ásamt öðrum meðlimum. Ég var kosinn formaður Landsambands Harmoníkuunnenda 1984 á landsmótinu sem haldið var þá að Varmalandi í Borgarfirði. Frum- kvöðull að stofnun landsmóta og jafnframt fyrsti formaður þess var Karl Jónatansson harmoníkuleikari. Samband íslenskra harmoníkuunn- enda er stofnað á Akureyri 1981, þar sem saman voru komnir fulltrúar þeirra sex harmoníkufélaga sem stofnuð höfðu verið, einn maður frá hvoru. (í dag eru félögin í landinu 13 talsins innan landsambandsins og jafnmargir félagar í stjórn þess.) Þarna voru samin lög sambandsins, m.a. að landsmót skuli haldin á tveggja ára fresti, en 1984 var því breytt í þriggja ára millibil. Lands- mótsdagarnir eru notaðir til að halda aðalfund félagsins (fyrsti dagurinn) þar sem skeggrætt er og skipst á skoð- unum meðal fulltrúa hinna ýmsu landsfélaga, teknar ákvarðanir um framtíðina um samvinnu félaganna og fl. Þess má geta að samvinna hefur verið ákaflega góð. Landsmótin hafa aukið mjög á kynni meðal fólks í fé- lögunum og utan þeirra. Landsmót eru haldin seinni partinn í júní og standa yfir frá föstudegi til sunnu- dags. Þá fara fram hljómleikar hinna ýmsu sambandsfélaga, allt frá ein- leikurum upp í stórar hljómsveitir, einnig eru haldnir tveir dansleikir, föstudagskvöld og laugardagskvöld, sem hafa verið mjög fjölmennir til þessa og vonandi verður svo í náinni framtíð. Ég spurði Ingvar hvort erlendum gestum hafi verið boðið a landsmót? Nei ekki ennþá en gæti hugsanlega orðið í náinni framtíð, hinsvegar hafa á öðrum tímum komið hingað hljóm- sveitir erlendis frá, t.d. frá Noregi Málselv Nye trekkspillklubb og Senja trekkspillklubb í boði félaga hérlendis einnig einleikarar af ýmsu þjóðerni. Hefur eitthvað verið rcett um að koma a keppni íharmoníkuleik ísam- bandi við landsmótin? Þessi hugmynd hefur skotið upp kollinum, þar sem vitað er að víða í Skandinavíu fara slíkar keppnir fram, get ég ekki séð neitt óeðlilegt við að við mundum feta í fótspor frænda okkar á norðurlöndum. Er greinileg aukning á harmoníku- áhuga meðal almennings? Já tvímælalaust, frá þvi fyrsta félagið var stofnað 1977 og til dagsins i dag eru félögin orðin eins og áður er getið 13 í landinu með meðlimafjölda í kringum 400 manns, þá hafa félags- menn endurnýjað hljóðfæri sín mjög mikið á liðnum árum og margir feng- ið sér dýrar og vandaðar harmoníkur. Landsmótið í ár verður haldið á Akureyri síðustu helgina í júní 26.—28. júní, ég vil eindregið hvetja allt áhugafólk til að koma og njóta þess sem harmoníkufélögin í landinu hafa upp á að bjóða. H.H. Oftast fyrirliggjandi EXCELSIOR harmoníkur Útvega harmoníkur frá flestum þekktustu verksmiðjum á Ítalíu — Þýskalandi og víðar. Alhliða viðgerðaþjónusta á harmoníkum og öðrum hljóðfærum. GUÐNI S. GUÐNASON LANGHOLTSVEGI 75 SÍMI: (91) 39332 4

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.