Harmoníkan - 01.05.1987, Side 5

Harmoníkan - 01.05.1987, Side 5
Trond Stenberg. Sigmund Dehli. Norðmenn koma Eins og við greindum frá í síð- asta blaði, þá eru væntanlegir hingað gestir frá Noregi. Einhverjar breytingar hafa orðið frá því sem upphaflega var hugsað, því nú má telja víst að Inger Nordstrom kemur ekki, og skipt hefur verið um gítar- leikara. Sigmund Dehli kemur þó örugg- lega, því hann kom hingað til landsins stutta ferð til að ganga frá þeim mál- um. Með honum í ferðinni var Trond Stenberg, einskonar ,,Pavarotti“ harmoníkunnar. Stenberg er afar yfirgripsmikill á tónlistarsviðinu og spilar bæði danstónlist og ,,klassísk“ verk. Það hefur komið til tals, að hann verði í hópnum sem er væntanlegur 19. maí, og má þá segja að þar komi maður í (kven)manns stað. Þegar þeir komu hingað á dögun- um, voru þeir með harmonikurnar með sér, og var farið með þá í veit- ingahúsið Ártún á gömludansana. Harmoníkurnar voru hafðar með, og þegar hljómsveitin tók sér hlé frá spilamennskunni, þá léku þeir Dehli og Stenburg nokkur lög á meðan. — En þeir stoppuðu aðeins í tvo daga, en koma aftur í maí. Eins og áður segir, kemur hópurinn tillandsins 19. maí og dvelurí Reykja- vík. Fimmtudaginn 21. maí aka þeir til Akureyrar og föstudaginn 22. verða tónleikar og dansleikur í umsjá F.H.U.E. Laugardaginn 23. verður farið til Húsavíkur og þar verða tón- leikar og dans. Þingeyjarsýsla skoðuð á sunnudag og 25. verður ekið til Reykjavíkur. Miðvikudaginn 27. verður farið austur á Rangárvelli og tónleikar og dans í Gunnarshólma. Daginn eftir verður farið til Borgar- fjarðar og föstudag 29. verða tónleik- ar og dans að Varmalandi. Laugar- daginn 30. verða svo hljómleikar í Broadway og um kvöldið dansleikur að Sigtúni 3, og dvalið í Reykjavík til brottfarar. Vonandi láta harmoníku- unnendur þessar skemmtanir ekki fram hjá sér fara, því hér eru á ferð- inni einhverjir eftirsóttustu har- moníkuleikarar Norðmanna (sjá nán- ari auglýsingu í blaðinu) Þessa skemmtilegu mynd fengum við úr bandarísku blaði, og gátum ekki stillt okkur um að láta hana fljóta með. Texti myndarinnar er: Theodore Pizzolo, San Francisco, 1954 — tileinkað Ron Flynn. 5

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.