Harmoníkan - 01.05.1987, Page 9

Harmoníkan - 01.05.1987, Page 9
Jónas Bjamason Jónas Bjarnason með þrefalda Hohnerinn og bakatil er Hohner með 2'A fatda röð, báðar kosta gripi, myndin er tekin á heimili Jónasar í Kópavoginum. Jónas Bjarnason er fæddur og upp- alinn að Vallholti á Garðskaga þann 14. október 1898. Síðar flytur hann sunnar á Miðnesið og kaupir þar 12 dagsláttu, að Hólabrekku. Með bú- skapnum stundaði hann sjóinn, á vetrum var hann formaður á bát og réri frá Sandgerði. Eiginkona Jónasar var Sigrún Sigurjónsdóttir frá Kringlu í Grimsnesi, hún lést 1975, þeim varð þriggja barna auðið, Jónas segist hafa unnað harmoníkutónlist frá því hann man eftir sér og 7—8 ára eignast hann fyrstu harmoníkuna það var faðir hans sem gaf honum hafa í jólagjöf, þetta var einföld díatónísk harmoníka sem hann man ekki lengur hvaða tegundarheiti bar. Það var maður á miðjum aldri sem leiðbeindi honum öðru hvoru á hljóðfærið, en á þessum árum lærðu menn hver af öðrum, sagði Jónas. Það var ekki mikið um harmoníkuleikara upp úr aldamótunum, en því meir litið upp til slíkra manna sem höfðu getu til að spila á dansleikjum. Jónas var beðinn um að leika á dansleik aðeins 8 ára gamall, reyndar með öðrum og segir hann að mikið hafi vantað uppá kunnáttuna hjá sér. í þetta skipti var fullt hús gesta í samkomuhúsinu í Sandgerði og leist nú ekki hinum unga harmonikuleikara á blikuna er líða tók á ballið, þar kom að hann varð svo þreyttur að hann náði að hnippa í dansstjórann svo hann gæti hætt, stjórnandinn klappaði saman lófun- um til að stöðva dansinn og Jónas fékk frí. Hann tók einnig fram að hljóðfæraleikararnir sem og gestir hefðu ávallt gengið til samkomu- haldsins og heim að því loknu, sem oft var æði langt og strangt, þar á of- an urðu menn að taka með sér ýmsan aukafatnað og annað sem fylgdi slík- um ferðalögum, það var því eins gott að harmoníkurnar voru ekki þungar á þessum árum. Á Miðnesinu var ætíð dansað í skólahúsinu, eða þar til reist var sérstakt samkomuhús. Jónas flyt- ur 1 Kópavog 1966 og byggði þar ein- býlishús að Þingholtsbraut 9. Mest hefur hann unnið við smíðar og marga munina hefur hann gert fyrir vini og kunningja í seinni ár, muni sem gerðir eru af alúð, og nákvæmu handbragði. Jónas hefur ferðast allnokkuð inn- anlands sem utan og hefur þá har- moníkan fylgt mcð, eitt sinn spilaði hann á Mallorka stanslaust í 4 tíma og allan tímann var dansað. í ferð til Costa del Sol með Útsýn lék Jónas á hverju kvöldi, og eftir að hann kom heim aftur sendi Ingólfur Guðbrands- son honum 10.000 kr. ásamt árituðu gylltu plaggi með þakklætisvott frá ferðafélögum. Þá hefur hann oft leikið við kirkju- samkomur og á samkomum fyrir aldraða. Jónas hefur átt tvöfalda harmoníku æði lengi eða 1 raun tvö og hálffalda á henni er aukaröð með nokkrum hnöppum sem hann segist ekkert hafa að ráði átt við að nota, þetta er „Hohner Club 2“ og mun hún vera um 40 ára gömul, nýjasta hljóðfæri Jónasar er þreföld Hohner er hann eignast hana fyrir 10 árum síðan, og er hún að sögn mesti gæða gripur. Þá hefur hann samið nokkur lög og eitt þeirra lék hann inná hljóm- plötu, það er Kópavogsvalsinn en plata þessi er gefin út í tilefni 30 ára afmælis Kópavogskaupstaðar, með honum á plötunni leikur maður að nafni Eggert E. Hjartarson en hann leikur á sög. Auk fyrrnefnds lags leika þeir félagar, nú blikar við sólarlag, og geng ég fram á gnípur, lög þessi spanna yfir aðra hlið plötunnar og er gott til þess að vita að eitthvað skuli liggja eftir menn sem leika á slík hljóðfæri, það er að segja tvöfaldri harmoníku og sög sem hlýtur að telj- ast hljóðfæri í svona tilviki. Þáer ekki síst að nefna annað lag eftir Jónas en það er Erluvalsinn sem hann semur til minningar um dóttir sína sem lést í bílslysi fyrir 8 árum frá eiginmanni og 9 börnum, allt drengjum, eftir þetta fór hann að hugsa meir um harmoník- una. Ég spurði hann hvort mörg laga hans væru til á nótum hann hvað svo vera, en sagðist ekki alveg vera viss um hvar þær væri að finna þessa stundina. í dag er Jónas nær alveg hættur að spila, er orðinn lasburða eftir ýmis áföll síðari ára, hann tók samt harmoníkuna fyrir mig og lék Erluvalsinn með mikilli einbeitni og ljúfum áherslum. Eftir ég kvaddi þennan öðling og gekk út að bílnum mínum skynjaði ég hvað minningar og tilfinning liðinna ára rista djúpt 1 huga öldungsins. H.H. 9

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.