Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 12
Merkileg harmoníka
Harmoníkan sem hér um ræðir var
keypt ný eftir verðlista sem hét
,,INPORTOREN“ rétt eftir alda-
mótunum eða u.þ.b. 1903—1904.
Kaupaiidinn var ung stúlka að nafni
Jónunna Þuríður Jónasdóttir frá
Lundarbrekku í Bárðardal Þingeyjar-
sýslu, sem þá er um fermingu, en hún
var fædd 1888. Hljóðfærið mun hafa
kostað 3—4 kr. Jónunna lék á þessa
harmoniku í sinni heimabyggð fram
eftir árum á dansskemmtunum, sem
þá voru haldnar á þeim bæjum sem
baðstofur voru nægjanlega rúm-
góðar.
Harmoníkan er nú i eigu Kristjáns
Sigurðssonar á Blönduósi, en hann
erfði hana eftir Jónunni sem var
amma hans, hann segir að þegar hún
hætti að leika fyrir dansi lagði hún
hljóðfærið ofan i koffortið sitt sem
geymdir voru í munir sem sjaldan
voru notaðir, en einu sinni á hverju
vori þegar gott var veður tók hún
hana upp og viðraði ásamt því að
leika fyrir Kristján nokkur lög, og
segir hann þær stundir ógleymanleg-
ar. Nú hefur harmoníkan verið látin i
viðgerð, til kunnáttumanns. Einu er
þó ósvarað? Hvergi er hægt að sjá
hvaða tegund hljóðfærið er, gaman
væri ef einhver gæti upplýst okkur
um það.
Ólöf Jónsdóttir
Lagið sem við birtum á nótum
að þessu sinni er Hestamanna-
ræll eftir Ólöfu Jónsdóttur. Það hlaut
1. sæti í gömludanslagakeppni sem
Hótel Borg stóð fyrir, og sem getið
var í síðasta blaði. Til að frœða les-
endur um höfundinn, höfðum við
samband við Ólöfu, og er frásögn
hennar hér á eftir.
Ég er fædd 22. október 1948, að
Borgarholti í Biskupstungum, elst
Snemma beygist krókurinn — Jón Þorri,
sonur Ólafar.
fimm systkina. Foreldar mínir eru Ár-
veig Kristinsdóttir og Jón Þorláks-
son, en hann er látinn.
Vorið 1961 fluttist fjölskyldan í
Eyjafjörðinn og tveimur árum síðar
til Akureyrar, þar sem ég hef búið
nær óslitið síðan. Eiginmaður minn
er Örn Baldursson og ég er móðir
fjögurra barna.
Frá barnsaldri hef ég haft gaman af
söng og hljóðfæraleik og þegar ég var
8 ára fékk ég gítar í afmælisgjöf og
hefur það ágæta hljóðfæri fylgt mér
síðan. Þetta sama haust fengu bræður
mínir litla Hohner, 8 bassa harmon-
íku og einhvernveginn æxlaðist það,
að fyrr náði ég lagi upp á eigin spýtur
á nikkuna.
En í kennslubók sem hét Gítar-
hljómar lærði ég gripin á gítarinn.
Munnharpa var líka til á heimilinu, en
mér fannst skemmtilegra að spila af
fingrum fram.
Síðar sá ég leikið á harmoníku og
fór þá að fylgjast með hvernig ,,al-
vöru“ harmoníkuleikarar báru sig til
og leggja á minnið fingrasetningar
þeirra laga sem ég æfði mest. Með
þessum hætti þróaðist mín kunnátta
til heimabrúks, en á þessum árum
hafði ég ekki tækifæri til tónlistar-
náms. Seinna þegar tækifæri gafst fór
ég í nám, en hætti fljótlega þar sem ég
hafði enga þolinmæði í blessaðan
nótnalesturinn, missti jafnvel áhug-
ann á hljóðfærinu um stundarsakir.
Tók síðan þá ákvörðun að láta öðrum
hæfari lærdóminn eftir og spila
áfram sjálfri mér til ánægju.
Ólöf Jónsdóttir á heimilisínu á Akureyri.
12