Harmoníkan - 01.05.1987, Síða 20

Harmoníkan - 01.05.1987, Síða 20
Harmoníkan á Broadway Hljómsveit Harmoníkufélags Reykjavík- ur ásamt formanni og stjórnanda, Karli Jónatanssyni. Því miður voru ijóskastar- ar í húsinu mismunandi sterkir og þrátt fyrir leifturljós, urðu myndirnar mislýstar eins og sjá má. Pað var í páskavikunni sem Karl Jónatansson, formaður Har- moníkufélags Reykjavíkur hringdi í mig og bauð okkur frá blaðinu á Árs- hátíð harmoníkunnar, sem haldin var í veitingahúsinu Broadway, laugar- daginn 18. apríl, þ.e.a.s. laugardag- inn fyrir páska. Hafði verið staðið vel að kynningu þessarar hátíðar, sem skilaði sér með góðri aðsókn. Skemmtunin hófst með leik hljóm- sveitar H.R. sem eru á þriðja tug har- moníkuleikara auk ásláttarhljóð- færa. Þá hófst þáttur unga fólksins með einleik. Margrét Valdimarsdóttir 9 ára, reið á vaðið og lék Áttundar- vals. Síðan tók við hvert af öðru, 3 nemendur Grétars Geirssonar léku saman, svo og feðgin sem léku saman á harmoníku og klarinett. Þá tóku þeir eldri við og léku ein- leik, eitt lag hver. Auðvitað var leikið eitt og annað, og að sjálfsögðu voru lög eftir Frosini og Deiro á efnis- skránni. Þarna komu fram kunnir harmoníkuleikarar eins og Bragi Hlíðberg, Einar Guðmundsson frá Akureyri, Gunnar Guðmundsson (sem einnig lék á gítar með hljóm- sveitinni) og Garðar Olgeirsson frá Hellisholtum. Þá komu einnig fram aðrir einleik- arar, sem lítið eða ekkert hefur heyrst í áður, sem segja má að hafi komið á óvart. Þetta voru þeir Hörður Krist- insson, Sveinn Rúnar Björnsson, Ör- lygur Eyþórsson og Örn Arason sem allir léku lög eftir Frosini. Þá má ekki gleyma Jónu Einarsdóttur sem einnig glímdi við Frosini. í lokin lék svo Karl Jónatansson sjálfur nokkur lög, og hafði sér til að- stoðar bassa, píanó og trommur. Þetta er annað árið í röð sem haldin er harmoníkuhátíð í Broadway, og þá er bara að biða og sjá hvort við fáum aðra að ári, en við þökkum fyrir það sem komið er. Þ.Þ. 20 Nemendur Grétars Geirssonar úrRangár vallasýslu, léku saman eitt lag.

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.