Harmoníkan - 30.05.1991, Qupperneq 4
Helgi Eyjólflsson frá Borgafiröi Eystri
Helgi Eyjólfsson fer höndum um hljóðfcerið.
Helgi fæddist á Bjargi í Borgar-
firði Eystri 22. september 1925, og
hefur alla sína tíð verið þar. Hann
er uppalinn við sveitastörf og sjó-
mennsku. Aastæðan að ég tek
Helga tali er að hann er hinn
ágætasti harmonikuleikari, léttur
í lundu og sérstakur persónuleiki
með alla hluti á tæru eins og sagt
er stundum.
Ég kynntist honum á skemmti-
fundi hjá F.H.U.R. fyrir nokkrum
árum þar sem hann lék með
Guttormi Sigfússyni H.F.H. Þeir
eru bestu kunningjar og spila á
sérstakan hátt, hafa persónulegan
stíl. Helgi er giftur Agústu Sveins-
dóttur og eiga þau fjögur börn,
tvær dætur og tvo syni, allt flogið
nema önnur dóttirin, hún býr i
þorpinu en hin norður í Fnjóska-
dal, annar sonurinn er á Seyðis-
firði hinn á Egilsstöðum.
Helgi leysir frá skjóðunni.
Ég hef mest verið heima við en
tekið svona rispur, verið á vertíð í
Vestmannaeyjum á nokkurra ára
fresti, var alltaf voðalega sjó-
veikur framanaf en það eltist af.
Ég lenti í allskonar harðýðgi við
sjómennskuna, leifunum af helv.
hörkunni á sjónum, ef menn
ekki stóðu sig voru þeir slegnir
með blautum sjóvettlingum og
beittir fleiri óþverrapústrum. Hef
aldrei hugsað mér að fara í burtu
er bundinn átthagafjötrum og er
mjög heimakær, hefði ekki viljað
vera annarsstaðar.
Það er fyrst og fremst sumarið
og frelsið sem maður hefur hér
utan við fjallsendana, held það sé
betra en vera tímavinnujálkur.
Hvenær tókst þú harmmoníkuna í
fangið?
Ólst upp við músík, það var
mikið spilað og sungið á heimil-
inu, pabbi gat tekið rispur á orgel
en aðallega var það mamma, hún
var músíkölsk, spilaði á allt sem
hljóð kom úr, á tvöfalda og ein-
falda nikku, orgel lék hún á þegar
gestir komu utan úr sveit, ef hún
vissi að fólkið hefði gaman að, var
orgelið óspart notað. Hún hafði
geysilega góða rödd og söng vel.
Orgelinu var lokað fyrir mér er ég
var lítill enda mjög dýrmætt og
auðvitað ekki opið fyrir gutta sem
rétt gat teygt sig upp undir það,
jafnvel ýtt nótunum upp á við og
skemmt.
Þetta þróast eftir að ég kemst af
óvitaaldrinum og fæ að stauta eitt-
hvað á orgelið.
Hér nærri var maður sem
spilaði í fjölda mörg ár á tvöfalda
harmoníku, sá var búinn að gleðja
marga, hann hét Jón Bjarnason.
Böllin byrjuðu oftast kl. 23, þau
er voru stór í sniðum stóðu fram á
bjartan dag, ekki endilega um
helgar jafnvel í miðri viku. Þá var
sent í hús og smalað fólki þegar
búið var að útvega spilara.
Fyrst spila ég undir dansi á
orgel, ég man að ég var í stutt-
buxum og nálægt fermingar-
aldrinum, fékk tvær krónur fyrir,
mér fannst það stórfé þá.
Hvenær kemur að harmoníku-
leiknum?
Frændi minn bjó í næsta húsi,
hann eignast norska harmoníku
fimmfalda sem kallað er, um ferm-
ingu fékk ég hana stundum lánaða
og er að fikta þetta en varð aldrei
annað en bölvað staut, seinna fékk
ég sjálfur hnappaharmoníku 80
bassa m. norskum gripum en átti
þá nikku stutt, asnaðist til að láta
hana því píanó harmoníkur voru
að koma á markaðinn og var
svoddan asni að skipta á henni og
píanónikku, eitthvað virtist það
spennandi eða í móð kannski.
Píanónikkan reyndist vera tuska á
móti hinni sem ég átti, en var
fljótur að tileinka mér pianóborð,
orðinn dálítið vanur orgelinu.
Já ég var fenginn hingað og
þangað þar sem fólk vantaði
músík, fyrirmynd í lagavali var
það sem maður heyrði utan að frá
og fyrrnefndur Jón, hann spilaði
mikið þessi norsku lög, polka og
valsa.
Þú hefur spilað mikið og víða?
Já á tímabili gerði ég það, bæði
slæddist maður hér uppfyrir fjall,
4